Vikan


Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 35
ZIGGY STJÖRNUDUFT ER DAVID BOWIE Sjeni eða ekki séni. Kynvillingur eða ekki. Um David Bowie eru skiptar skoðanir, á þvi leikur enginn vafi. Hvort Bowie heldur núverandí vinsældum sinum til langframa er hins vegar vafamál. Sjeni eru' oftast frá- brugðin hinum venjulegu jarð- bundnu vesalingum. Skilji menn ekki, hvaö sjeni gerir eða hugsanagang þess, telja þeir sjálfum sér trú um aö maðurinn sé eitthvað bilaöur, til þess’að litillækka ekki sjálfan sig. Þess vegna eru sjeni aðeins viður- kennd sem slik, eftir að árangur verka þeirra eða réttmæti kenninga þeirra hefur komiö i ljös og oröin almenningi skiljanlegur. Hugmyndir manna um, hvernig imynd raunverulegrar popp- stjörnu i dag eigi aö vera, eru mjög svo á reiki. Þetta á sérstaklega við um Bandarikin og Bretland. David Bowie er óumdeilanlega stjarna i dag, en hvernig fór hann að þvi? Hvaö varð þess valdandi, að Bowie langaði að veröa súperstjarna, þvi það geröi hann svo sannar- lega. A árinu 1967 kom á markað fyrsta framlag Bowie til rokksins. Lagiö hét „Love you till Thuesday” og náði nokkrum vinsældum. rtuttuiseinna senda Bitlarnir frá sér Sgt. Peppers plötuna og öðru var ekki ljáð eyra það árið. Bowie gerði ekki aöra tilraun I bráð. Næstu tvö ár fóru i leit að nýjum hljómi, eöa sándi. Þessi leit Bowie gaf af sér meira en nokkur gat gert sér i hugar- Framhald á bls. 42. David Bowie. BLACK SABBATH A árunum 69—70 varð til svört stjarna I Birmingham á Englandi. Hún steig hratt upp á stjörnuhimininn stráði geislum haröa rokksins yfir allt megin- land Evrópu. — Blac Sabbath, Svarta stjarnan, hvað hefur orðið af þeim? Hljómsveitin átti miklum vin- sældum að fagna hér I eina tið, en nú litur út fyrir að hún sé gleymd og grafin. Ef betur er að gáð er hún aöeins gleymd. Black Sabbath hefur nýlokið hljómleika- ferðalagi um Bandarikin og hefur þeim vegnað vel. Bandarikin eru ennþá fyrirheitna landið meðal poppara, — annars staöar en i Bandarikjunum. Það er eins og gengur og gerist. Black Sabbath .hefur ráðgert aö fara i aðra hljómleikaferð um Bandarikin nú á næstunni en ætla svo að fara til Astraliu. Sagt er, aö leiö þeirra sé stráö gulli, og er þaö ekki fjarri. lagi. Fyrirheitna landið stendur fyrir sfnu. Fjóröa plata Black Sabbath og sú nýjasta var hljóörituö i Bandarikjunum og var strengja- hljómsveit notuð til aöstoðar. A Framhald á bls. 42. Biack Sabbath.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.