Vikan


Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 33
heyrir til okkar. Hvert liggja þessar dyr, Claes? — Þær eru á veggnum fyrir neðan veröndina. Við þrepin. — Claes, hvers vegna sækist einhver eftir lífi þínu? Ég neyddist til að leggja fram þessa spurningu, það var tilgangs- laust að látast lengur, ég varð að komast að ástæðunni, ann- ars hiefði ég ekkert við að styðjast, ekka von um að nokk- ur myndi leggja trúnað á orð mín. — Eg veit það ekki. — Það hlýtur að vera ein- hver ástæða. Mættuð þið nokkr- um, þegar þið fóruð niður? — Bara Axel frænda. — Og hvað sagði hann? — Hann spurði hvert við værum að fara. Ég sagði að Ann langaði til að vita hvern- ig húsið liti út að næturlagi. Svo fór hann. — Sagði hann ykkur ekki að koma ykkur í rúmið? — Nei. Það hefðu allir aðrir gert, hvers vegna hafði hann látið þau komast upp með þetta at- hæfi? Nema þá að hann hafi vitað hvert þau ætluðu í raun og veru! Hann hafði líka heyrt hvað sagt var við fangageymsl- urnar við matborðið. — Claes, veiztu eitthvað um Axel frænda þinn, sem hann vill ekki að þú talir um? Eitt- hvað sem þú hefur séð eða heyrt, sem þér hefur kannski þótt skrítið, eða er það? — Þarna um nóttina, þegar ungfrú Dickman dó, sástu nokk- uð þá? Sástu hann? í forsaln- um. Áður en þetta skeði? — Nei. -—■ Claes, hefur þú nokkurn tíma blásið í blístruna? — Aldrei. Þessir hundar voru svo andstyggilegir, mér hefði aldrei dottið í hug að kalla á þá. Það var gott að Ax- el frændi skaut þá. - Claes, hvernig stóð á því að penninn hennar ungfrú Dickman var undir koddanum þínum? Hann starði á mig. — Gamli penninn hennar, nei, vertu nú ekki svona heimsk. — En hann var þar, Claes. — Hvaða bjáni hefur sett hann þar? sagði hann reiði- lega. — Það hefur verið Gunn- vör. Það skal hún svei mér fá borgað. — Það var ekki Gunnvör, sagði ég snögglega. Átti ég að spyrja hann út um kennarann líka? Það leyndist einhver angi af nagandi ótta með mér ennþá og mér fannst nauðsynlegt að losna við hann. — Claes, hvað var það sem þú tókst frá kennaranum, sem hann var svo reiður út af. Hann hikaði það lengi að ég fór að verða vonlaus um að hafa þetta út úr honum. — Það var dagbókin, sagði hann í fyrirlitningartón. — asnalega dagbók. Þú getur ekki hugsað þér hvað hann skrifaði um andstyggilega hluti! — Fékk hann bókina aftur? — É'g fleygði henni í hann, sagði hann með semingi. — hann sló til mín og ég varð svo reiður að ég fleygði bókinni í hann. — Sástu þegar hann datt? Nei, ég hélt hann ætlaði að hjóla í mig, svo ég tók til fótanna. En ég heyrði þegar hann datt. Þið töluðuð við hann á sjúkrahúsinu, hvað sagði hann þá? Sagði hann ykkur ekki frá þessu? — Nei. Ég efaðist ekki um að þetta var rétt og ég skildi vel að Hansson kaus heldur að þegja en að láta nokkurn mann heyra um þessi kjánalegu sam- skipti hans og drengsins. Ljósrákin undir hurðinni skýrðist nú æ meir, klukkan var fjögur og sólin var komin upp fyrir stundarkorni, en ennþá var nokkur stund, þang- að til fólkið vaknaði. Mér datt allt í einu í hug að Klemens og Axel ætluðu að leggja snemma af stað. Við gætum ef til vill vakið athygli bílstjór- ans, þegar hann tæki bílinn út. Það var hræðilega kalt, ég heyrði að tennurnar glömruðu í munnum barnanna. Ég fór að hafa áhyggjur af Claes aft- ur. Ef hann fengi lungnabólgu var hann í hættu, það gat orð- ið til þess að Axel yrði að ósk sinni, að þetta djöíullega bragð heppnaðist. Hafði hann kann- ski tekið það með í reikning- inn, þegar hann lokaði mig inni? Að þótt ég gæti komið í veg fyrir asmakastið, þá gæti ég ekkert að gert ef hann fengi lungnabólgu. Þetta kom mér til að hugsa; ég rak börnin á fætur og skip- aði þeim að ganga fram og aft- ur til að halda á sér hita. Ég veit ekki hve margar ferðir við skokkuðum eftir draugalegum ganganum. Klukkan hálf sjö heyrðum við að bílnum var ekið fram. — Verið þið nú alveg hljóð, ég ætla að kalla. En ég gerði það ekki. Ég var skyndilega hrædd um að Axel færi kannski sjálf- ur niður þrepin og það gat orð- ið örlagaríkt. Þegar ég áttaði mig, var það líka orðið of seint. Við heyrðum fótatak í mölinni fyrir utan og svo varð alger þögn. Þá heyrðum við fótatak í þrepunum. Claes lagðist á gólf- ið og gægðist undir hurðina. — Það er Lund, sagði hann. — Með töskurnar. Bara að hann heyri nú, hann er svo hræði- lega heyrnardaufur. Hann heyrði ekki til okkar. Ég sá honum bregða fyrir gegn- Framhald á bls. 44. ;Ji3S 48. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.