Vikan


Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 36

Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 36
Glæsilegt úrval viðarklæöninga HARÐVIÐARSALAN SF. Grensásveg 5 símar 85005 - 85006 SKUGGAGIL Framhald af bls. 17. •' • þá vissi ég, að ég myndi ekki geta afborið það. Kvöldinu áður, þegar hún ' var borin burt á sjúkrabörum, sat ég uppi i ibúðinni okkar og mér , varð snögglega ljóst, hvernig yrði, þegar hún væri horfin, og mig hryllti við hugsuninni. Þá gæti ég ekki lengur átt heima i þessari skemmtilegu ibúð. Við vorum nú búnar aö vera þar I fimmtán ár og þarna yrði allt fulit af end- urminningum um hana. Ef hún dæi, yrði ég aö flytja búferlum. Allt þetta var að brjótast um I huga minum meöan ég beið. Beið eftir hverju? Það var ég ekki viss um, vegna þess, aö Gaylord læknir var ékki kominn enn, en ég beið, ef ske kynni að ein- hver læknir þyrfti að fá upplýsingar, eöa þá, að mömmu versnaði skyndilega. Ég ætlaöi að biða hérna meöan ég fengi leyfi til þess, enda þótt heimsóknar- timinn væri ekki fyrr en siödegis. Karbóllyktin var nú minni en þegar ég kom fyrst, en liklega var ég bara tekin að venjast henni. Oðru hverju brá fyrir þef af eter, þessu nýja svæfingarmeðali, sem nú var fariö að nota við upp- skuröi. Ég hafði heyrt, að ef sjúklingurinn andaði fast að sér mundi hann deyja samstundis. Og ég hafði heyrt, að margir Sjúklingar dæju af eter, jafnvel þótt sjálfur uppskurðurinn gengi að óskum. Ég haföi heyrt ýmislegt, en ég reyndi aö trúa þvi ekki, og þá sá ég lækni I siöum hvitum slopp ganga inn i biðstofuna. Hann stanzaöi og leit i kring um sig og loks á mig. Ég gat enga ástæðu séð til þessa hiks hjá honum, þar eö ég var ein i biöstofunni. En hann virtist hika og næstum-kveinka sér við að nálgast mig. En svo þegar hann gekk hægt til min, gat ég séö aö þetta var ungur maður og mjög alvarlegur á svipinn. Að öðru leyti tók ég ekki eftir honum á þessari stundu, þvi að ef hann væri að leita mln, þýddi það sama sem einhverjar fréttir af möður minni og þaö gátu varla verið góðar fréttir. Hann sagði: - Ungfrú Randell? - Já, sagði ég. og kom varla upp oröinu. — Ég er Jane Randell. Er móðir min . . . .? Hann settist á bekkinn við hliðina á mér. - Móöir yöar? sagði hann, eins og I einhverri óvissu. - Ellen Randell . . . ., móðir min .... já. Hún er sjúklingur Gaylords læknis. Hann leit á mig forvitinn á sviþinn og eins og i einhverri óvissu. -Mér fannst hún segja, aö dóttir sin væri hérna, og þér kalliö hana móður yöar .... - Hvað ætti ég að kalla hana annað? sagöi ég og var orðin reið við hann fyrir að vera, af ein- hverjum ástæöum að draga aö segja mér það sem ég vildi heyra og óttaöist, öðrum þræði. - Já, vitanlega, sagði hann. Afsakið. Ég er Wade læknir. Michael George Wade læknir. - Gleður mig að sjá yður, læknir, en ef þér gætuð sagt mér eitthvað af móður minni, hvernig liður henni. - Það var riú einmitt erindi mitt hingað, sagði hann lágt. - Þetta er einmitt þaö sem Gaylord lækni grunaði. Það er æxli .... og kannski fleiri en eitt. Þau verður að taka burt og hún væntir þess að veröa skorin upp i fyrramálið. Ég lokaöi augunum og var allt I einu mjög þteytt. - Hún deyr, er það ekki? - Hún hefur góða möguleika að lifa þetta af, sagöi hann hressilega. - Þér vanmetið skurð- læknislistina, ungfrú Randell. Nú hafa æxli veriö tekin úr konum, árum saman og margar þeirra hafa sloppið vel frá þvi. Við höfum haft brennisteinseter I þrjátiu ár, og kunnum með hann að fara, svo að þetta er sárs- aukalaust. Hann er alveg öruggur. - Já, sagði ég, - en þær virðast flestar deyja seinna - eftir aðgerðina. Er það ekki? - Jú,‘ það getur orðiö hitasótt. Skurðlækningar eru ekki fullkomlega öruggar, en þaö veröur nú samt að hætta á þær og okkur fer fram með hverju ári. Og að öðru leyti er móðir yð^r heilsuhraust. Ég trúði nú litið á þaö, sem hanp varð að segja, þvi að ég hafði séð móður minni fara jafnt og þétt aftur siðustu mánuðina. - Segið mér læknir: Hve mikla möguleika á hún á þvi aö lifa þetta af? -Meira en helmings möguleika, sagði hann alvarlega. Þegar þetta átti við um móður mina,. var það sama sem dauðadómur. - Ungfrú Randell, hélt Wade læknir áfram. - Ég kom tii þess að segja yður, að móður yðar langar aö tala við yður. - Fariö þá meö mig til hennar, sagði ég og var orðin óþolinmóö við þennan unga mann og þess gætti nokkuð i málrómnum. - Strax! Ég veit, að ég var dálitið skipandi og ætlaði að standa upp, en hann lagði þá báðar hendur létt á axlir mér. Ég gat ekki annaö gert en setiö kyrr, enda þótt ég væri óþolinmóð við hann og móöguö af þvl, hve nærgöngull hann var. Og ég ætlaði aö fara að hafa orð á þvi, þegar ég leit beint á hann. Augu hans voru djúpblá og langt milli þeirra og út úr þeim skein innileg meöaumkun meö 36 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.