Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 10
«f
— Og hefur hann einhverj-
ar — sannanir? Hún tók upp
hornið á borðdúknum og braut
það saman milli fingra sér. Hún
gætti þess vandlega að horfa
ekki á Bertie.
—- Sannanir? Hvaða sannan-
ir gæti hann haft, þetta er allt
eintóm vitleysa. Ó, ég skrifaði
henni nokkur bréf, — en það
var ekkert í þeim, annað en
það sem allir máttu lesa. Hann
fann bréfin, — braut upp skrif-
borðið hennar og allt eftir því.
Þetta er allt mesti hégómi. Ég
hef drukkið með henni te
nokkrum sinnum, já, og boðið
henni út við og við — hún var
svo einmana í London, vesa-
lingurinn. Ég hef líka sent
henni blóm, á afmælsidaginn
hennar og þegar hún lá á sæng,
já og ýmislegt í þá veru.
— Og þá, þar sem þú ert
Hka saklaus, Bertie, sagði hún,
— verður þú að horfast í augu
við þetta. Ef þeir vilja að þú
komir fram í réttinum, þá
verður þú líka að gera það.
Segðu bara sannleikann og þá
verður þetta úr sögunni.
Hann reif í hár sér. — Prins-
inn af Wales fyrir rétt —
skilnaðarrétti! Drottinn minn.
Alix, þetta er -af og frá! Hvað
heldurðu að móðir mín segi?
Hugsaðu þér svipinn á henni!
Þau þögðu bæði og hug-
leiddu svipinn á Victoriu
drottningu undir ekkjublæj-
unni. En svo fór Alix að brosa.
— Drottningin verður ekki
hýr á svip, sagði hún og svo
féllust þau í faðma, skellihlæj-
andi. Alix fannst það miklu
betra en að gráta.
Blöðin voru búin að fá ein-
hvern pata af málinu, áður en
það kom fyrir réttinn. Sama
var að segja um alla íbúa borg-
arinnar, það vissu allir að prins-
inn af Wales hafði verið sakað-
ur um hórdóm, sakaður um að
bafa átt ástarævintýri með
hinni tuttugu og eins árs gömlu
konu aðalsmanns frá Warwick-
shire. Almenningur hafði að-
allega samúð með prinsess-
unni, konu hans. Hvernig tæki
hún þessu? Hún hlaut að vera
yfirkomin af sorg. En hún var
reyndar á ökuferð um Hyde
T>nrk. rjóð í kionum í svölu
febrúarloftinu, með fióluvönd
í ha+tinum o»? Louise litlu dótt-
ur sína í fanginu. Hún brosti
og heilsaði í allar áttir. Það
gat varla verið að hún vissi um
þessa hneisu, sem bráðlega
mvndi dynja yfir.
Og næsta dag, 16. febrúar,
kom málið fyrir rétt. Blaða-
men frá The Times voru þar
til að geta sagt þjóðinni satt
og rétt frá öllu.
Lögfræðingur Sir Charles
Mordaunt var Serjeant Ball-
antine og hann hóf mál sitt
með furðulgea grófri sögu, sem
var eitthvað á þá leið að lafði
Mordaunt hafði kallað mann
sinn til sín, eftir að hún hafði
alið stúlkubarn árið áður og
sagði: — Charlie, ég hef svik-
ið þig; þú ert ekki faðir að
barninu.
Sir Charles hafði ekki skipt
sér af þessu. Konan hans hafði
verið eitthvað skrítin, eftir að
hún ól barnið og hann var ekk-
ert hissa á neinu sem hún
sagði. En tveim dögum síðar,
þegar það var Ijóst að barnið
var með alvarlegan augnsjúk-
dóm, hafði hún gert boð eftir
honum aftur og sagt honum að
Cole lávarður væri faðir telp-
unnar og að hún væri að verða
blind. Það væri refsing fyrir
það, að hún, móðir hennar,
hefði verið vond kona.
Með hverjum? spurði
hann.
— Með Cole lávarði, Sir Fre-
Hnripk .Tohnstone. prinsinum af
Wales og öðrum, oft og opiri-
berlega.
Herra Serjeant Ballantine
kallaði nú til nokkur vitni til
að skýra frá furðulegri fram-
komu lafði Mordaunt. Lags-
k'-’na lafðarinnar, ungfrú Lang,
viðurkenndi að iafnvel fyrir
barnsburðinn hefði minni hús-
móður hennar verið afleitt.
Hún hefði líka hagað sér und-
arlega, til dæmis átti hún það
til að ganga um nakin. Hún
kvartaði líka um kvalir í höfð-
inu og fékk alls konar hug-
dettur. Til dæmis átti hún það
til að vilja ekki borða, sagðist
vera hrædd um að maturinn
væri eitrður.
Hiúkrunarkona lafði Mor-
baunt staðfesti þennan fram-
burð og bætti við nokkrum
sögum um furðulega fram-
k°mu lafði Mordaunt. Einn
daginn, þegar hún var á göngu
rp°ð henni, gekk lafðin til konu,
c°m ■v’ar að betla á götunni og
fékk h»nni visið laufblað. Þeg-
ar barnið var fært til hennar.
vnr eins og hún vissi ekki hvað
hún ætti að gera eða vissi alls
ekki að þetta væri hennar eig-
ið hai-n.
Læknirinn staðfesti betta
líka og sagði að hann hefði
°inu sinni beðið hana að syngja
ákveðna visu, til að prófa geð-
heiisu hennar. Hún settist við
hlióðfærið og spilaði lagið, í
fvrstu alrangt, en svo leiðrétti
hún sig og spilaði og söng það
til enda, en féll svo fram, há-
grátandi, Þegar læknirinn var
spurður um afstöðu hennar
gagnvart barninu, sagði hann að
hún hefði sagt: — Mér þykir
fyrir því að hafa komið með
þennan vesaling á heimilið.
Fleiri vitni voru kölluð fyrir
og það bar allt að sama brunni,
lafði Mordaunt var greinilega
andlega sjúk. Læknirinn sagði
að þetta kæmi oft fyrir konur
eftir barnsburð, sérstaklega ef
þær væru geðstórar. Foreldrar
lafði Mordaunt sögðu líka að
það var Ijóst að hún væri ekki
með sjálfri sér.
Fram að þessu leit helzt út
fyrir að málið væri að verða
að engu í höndum lögfræð-
ingsins. Það eina sem hann gat
gert var að koma með eitt
vitnið af öðru og reyna að
sanna að hún sagði sjálf sann-
leikann um framferði sitt,
hvort sem hún var geðveik eða
ekki. Hóteleigandi og nokkrir
starfsmanna hans, báru það að
þegar lafði Mordaunt hafi ver-
ið ein á hóteli í London, hafi
Sir Frederick Johnston oft
komið og borðað með henni
og dvalið fram eftir kvöldi.
Cole lávarður hafði líka verið
tíður gestur á heimili hennar,
Walton Hall, þegar eiginmað-
ur hennar var fjarverandi.
Áheyrendur höfðu engan sér-
stakan áhuga á Sir Frederick
Johnston og Cole lávarði. Það
var aðeins eitt nafn, sem beð-
ið var eftir í ofvæni, að minnsta
kosti meðal þeirra, sem höfðu
gefið sér tíma til að glugga í
The Times um morguninn. —
Loksins varð þeim að ósk
þeirra. Herbergisþernan lafði
Mordaunt var kölluð í vitna-
stúkuna. Hún sagði að Sir
Charles væri sjaldan heima
síðdegis, þegar fjölskyldan
væri í London. Hann var þá
venjulega í þinginu. Jú, prins-
inn af Wales kom oft í heim-
sókn til lafði Mordaunt. Hve-
nær? Venjulega klukkan fjög-
ur, til að drekka te. Dvaldi
lengi? — Ja, um hálftíma,
stundum aðeins lengur. Hann
hafði heimsótt hana síðustu
þrjú árin. Hún mundi ekki
eftir að Sir Charles hafi nokk-
urn tíma verið heima á með-
arv á heimsókninni stóð.
Eftir því sem brytinn sagði,
þá kom prinsinn í heimsókn
einu sinni í viku. Hann sagði:
— Lafði Mordaunt sagði mér
að hleypa ekki öðrum inn,
þegar prinsinn var í heimsókn.
Vit.naleiðslurnar voru raktar
í blöðunum og Bretarnir and-
vörpuðu við morgunverðar-
borðin. —- Vesalings Alexandra!
Síðdegis, þennan sama dag,
var Alix á skautum á einka-
tjörninni í Regents Park, með
eiginmanni sínum. Þaú voru
kát og töluðu glaðlega saman.
Hann hafði helzt ekki viljað
fara út, en hún neyddi hann
til þess. — Það er hollt fyrir
þig, Bertie, og dreifir hugsun-
um þínum. — Láttu fólk sjá að
þér sé sama um þetta allt!
„Þetta allt“ tók skyndilega
breytingum, þegar Sir Charles
Mordaunt var kallaður í vitna-
stúkuna. Hann var hörkulegur
á svip og röddin kuldaleg, þeg-
ar hann svaraði.
— Mér var ljóst að prinsinn
af Wales var vinur konunnar
minnar, sagði hann við dóm-
arann. —- Ég hafði talað við
hans konunglegu tign, en var
aldrei vel kunnugur honum, en
ég vissi að hann vajr mjög
kunnugur fjölskyldu konunnar
mi’-nar. Hann kom aldrei á
heimili okkar í mínu boði. Ég
varaði konuna mína við þess-
um kunningsskap, af ástæðum
'em mér sjálfum hafði dottið í
hue. Ég hafði heyrt að hans
konunglega tign þætti nokkuð
nokkuð kvenhollur og því
fannst mér óvarlegt að hún
hitti hann oft. . . En það var
ekki f.vrr en eftir barnsburð-
inn að mér var ljóst að prins-
inn hafði heimsótt hana reglu-
le"a og líka haft við hana
bréfaskipti.
Þegar gengið var á hann,
hvernig hann hefði komizt að
þessu, þá varð hann að viður-
kenna að hann hefði fundið
bréfin í skúffu í skrifborði
hennar (sem hann hafði brot-
ið upp). Var eitthvað fleira í
þeirri skúffu? Já, nokkrir
reikningar fyrri máltíðir á Al-
exandra og Palace hótelunum.r
(Prinsinn var ekki beinlínis
varkár). Var nokkuð annað,
sem hafði vakið grun hans? Já,
blómvendir og ljóð, sem hann
fann í umslagi.
Daginn eftir voru bréfin
birt.
— Sjóðu nú, Alix, — ég
sagði þér að það stæði ekkert
í þeim! Rödd Berties var glað-
leg. Konan hans virti blaðið
fyrir sér, hugsandi.
— Auðvitað er ekkert í þess-
um bréfum! Hestar — veiðar
- börnin — mislingar, drott-
inn minn, þannig hefði ég sjálf
getað skrifað til Harriet. Hlust-
aðu nú: „Ég vissi ekki að þú
varst í borginni í dag, ég vildi
að þú hefðir látið mig vita. Þá
hefði ég getað heimsótt þig.“
Framhald á bls. 43.
10 VIKAN 48.TBL.