Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 34
NYJAR PLOTUR
RÍÓ TRÍÓ OG EITT OG ANNAÐ SMÁVEGIS
Þá er Ríó tríó enn einu sinni
á ferð, og nú með Eitt og ann-
að smávegis í pokahorninu fyr-
ir jólamarkaðinn í ár. Lögin á
þessari nýju plötu eru svo
sannarlega sitt úr hverri átt-
inni. Lög eftir þá sjálfa eru
fjögur, þ. e. tvö eftir Helga
Pétursson, en eitt eftir hvorn
þeirra Ágúst Atlason og Ólaf
Þórðarson. Nokkuð er um írsk
þjóðlög, sem þeir hafa útsett en
Jónas Friðrik samið texta við.
Tom Paxton á einnig sitt lag á
plötunni, og eitt er eftir Ás-
geir Ingvarsson. Úr öllu þessu
efni hafa þeir svo sett saman
ágæta plötu, með aðstoð Gunn-
ars Þórðarsonar.
Fyrsta lagið á síðu 1 er Flag-
arabragur. Þar leika þeir fé-
lagar við hvern sinn fingur, en
það er Jónas Friðrik textahöf-
undur sem stendur eftir með
pálmann í höndunum og er það
ómetanlegt, hvað góður texta-
höfundur hefur að segja fyrir
tríó eins og Ríó. Það er nokkuð
víst, að séu textar skúbb þá er
lítið hlustað á músíkina. En
þegar textar eru í senn smelln-
ir og falla vel að lögunum kem-
ur hvort tveggja út sem sterk
heild.
í laginu Og ég trúi er gert
smávegis grín að mektarmönn-
um þjóðfélagsins, sem svo oft
áður. Það er ástæðulaust að
ætla, að sumir séu stikk frí, þó
þeir sitji á hærri stól en aðrir.
Á íslandi er engin kýr heilög,
ekki þær á svellinu heldur.
Ég glaðar þekki, segir frá
manni er fór að finna konuna,
sem gaf honum undir fót. En
edvard sverrisson
músík með meiru
endalokin urðu ekki þau, sem
upphafið gaf til kynna, því
miður fyrir höfund, sem er
óþekktur.
Munum alltaf er gott lag eft-
ir Ágúst Atlason. Gunnar Þórð-
arson spilar með á flautur og
strengir gefa laginu skemmti-
legan rómantískan blæ.
Ein lítil saga er um þá Eng-
elsku og okkur greinir frá
hraustum hermönnum, sem
ætla í stríð í andskotans nafni.
Hér er lítillega fjallað um
landhelgina og hið „geigvæn-
lega stríð“, sem yfir stendur
vegna hennar. En hitt vissi ég
ekki, að hermenn færu nú í
stríð í nafni drottningarmanns
en ekki drottningarinnar. —
(Áróður, áróður, áróður ! ! !).
Hlið 1 lýkur svo með Veiztu
á Hóli og dauðsé ég eftir að
hafa ekki farið, því þar hefur
svo sannarlega verið gaman.
Lagið er írskt þjóðlag en text-
inn eftir Jónas Friðrik og frá-
sagnargleðin bregzt honum
ekki.
Hlið 2 byrjar Á meðan nótt-
in hylurd borg og bý, þ. e. lag-
ið heitir Á meðan nóttin og er
eftir Ólaf Þórðarson. Lagið er
ágætlega sungið þ. e. laglínan
er ágæt, en aukaraddirnar virð-
ast ekki hafa nægilega hátt tón-
svið til þess að skila því, sem
ætlazt er til af þeim.
Enskur hermaður er brand-
ari plötunnar. Lagið og text-
inn eru eftir Ásgeir Ingvars-
son, en hann er mælingamað-
ur hjá Kópavogsbæ. Textinn
er einn sá allra bezti, sem
lengi hefur heyrzt í þessum
dúr. Flutningur er góður, sem
og á allri plötunni, en það er
engum blöðum um það að
fletta, að lag eins og Enskur
hermaður liggur betur við en
önnur.
Kópavogsbragur er bragur í
léttum dúr um Kópavoginn,
malbikaða spottann og lögregl-
una. Böðvar Guðlaugsson
samdi textann, en lagið er inn-
flutt og er eftir F. Flemming.
Framhald á hls. 44.
Ríó tríó og Jónas FriSrik.
34 VIKAN 48. TBL.