Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 4
f Hvað er verið ^
1 að skarama mann?
rEru þetta ekki Sommer-feppk
v frá Litaveri sem þola allt?^
Teppin sem endast endast og endast
á stígahús og stóra gólffleti
Sommer teppin eru úr nælon. Þa5 er sterkasta teppaefnið
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Vfirborðið er með þéttum, lá-
réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt,
slslétta áferð og er vatnsþétt.
Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln
hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
Járnbrautarstöðvum Evrópu.
V13 önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboS og gefum
góSa greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og
UTAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SÍMAR: 30280 - 32202
P0STURIMN
Pósturinn í dag byrjar með
ábendingu til allra, sem ein-
hvers vilja spyrja um hljóm-
sveitir, hljómlistarmenn eða ann-
að viðkomandi poppi, um að
skrifa beint til þáttarins „3m —
músík með meiru". Pósturinn
veit nefnilega ekki bofs um
þessi mál, og því lenda þau í
ólíkt betri höndum hjá Edvard
Sverrissyni.
Lýst eftir bók
Kæri Póstur!
Ég þakka Vikunni fyrir ágætis
lesefni og þá sérstaklega fyrir
ágætar framhaldssögur. Póstin-
um hef ég mikið gaman af. —
Skelfing finnst mér stelpur úr-
ræðalitlar um, hvernig þær eigi
að fara að því að ná í strákana,
sem þær eru hrifnar af. Getur
Pósturinn sagt mér, hvernig ég
get náð í söguna „Færeyja rjetf-
lætis kamar" eftir Asgeir As-
geirsson? Viltu birta fyrir mig
textann „Tár í tómið"? Og að
lokum, hvernig væri að birta
grein um hljómsveitina Loð-
mund, hljómsveit, sem er mjög
gott að skemmta sér með? Með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Ein 16 ára (bókaormur).
___________
Nú erum við mát. Þessi for-
vitnilegi bókartitill fannst ekki
í þeim bókabúðum, sem við
hringdum í, og olli erindi okkar
talsverðri kátínu, hvar sem viS
bárum þaS upp. ViS erum jafn
spennt og þú fyrir þessari bók
og lýsum hér meS eftir henni,
ef einhver kynni að geta upp-
lýst málið. — Gæti nafnið hafa
brenglazt? ViS birtum helzt al-
drei texta og þorum engu aS
lofa um LoSmund aS sinni.
Feiminn innan um
fólk
Kæri Póstur!
Mig hefur lengi langað til að
skrifa þér nokkrar línur og leita
ráða hjá þér. Ég er 17 ára og er
afskaplega ástfangin af þeim,
sem ég er með, en gallinn er
sá, að ég er ekki viss um hans
tilfinningar. En ég held, að þær
séu mér hliðhollar Ég hef ver-
ið með honum í tvö ár. Mér
finnst, eins og hann sé feim-
inn við mig, þegar við erum
innan um fólk, en annars er
hann ekkert feiminn. Hvernig
eiga fiskur (strákur) og sporð-
dreki (stúlka) saman? Vinsam-
legast hentu ekki þessu bréfi í
ruslakörfuna. Hvernig er skrift-
in? Hvað lestu úr henni? Með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Gerður S.
________
\r---------A———n
Við getum nú ennþá síður ver-
ið viss um tilfinningar hans en
þú. En heldur finnst okkur ólík-
legt, að hann nennti að hanga
með þér í tvö ár, ef hann væri
ekki hrifinn af þér. Geturðu
ekki rætt málið við hann? Eða
reynt að vera svolítið skemmti-
leg og eðlileg sjálf, þegar þið
eruð innan um fólk? Fiski og
sporðdreka er spáð mikilli ást,
en hún stenzt ekki alltaf tímans
tönn. Skriftin er ekki nógu hrein-
leg, en við þykjumst lesa úr
henni, að þú sért talsvert vana-
föst og hlédræg.
Allar þurftu á
klósettið
Kæri Póstur!
Nú langar mig að segja þér frá
svolitlu, sem skeði hérna um
daginn. Ég fór á menntaskóla-
ball og var að hugsa um að
krækja mér í stelpu. Ég var bú-
inn að bjóða einum fimm stelp-
um upp og ræddi við þær. —
Fyrsta spurningin hjá þeim öll-
um var: „í hvaða bekk ertu?"
En ég sagði þeim, eins og satt
var, að ég væri í iðnskóla. Þá
fór nú áhuginn að dofna hjá
þeim, og eftir smástund þurftu
þær allar að fara á klósettið og
sáust ekki meira. Hvernig í
ósköpunum stendur á þessu? Ég
veit ekki til þess, að ég líti neitt
verr út en margir menntaskóla-
piltar, svo að það hlýtur að veró
eitthvað annað en útlitið. Kæri
Póstur, hvað finnst þér um
svona lagað? Kær kveðja.
Einn sár.
Blessaður vertu ekki að eyða
sárindum þínum á svona snobb-
hænur, þær eru bezt geymdar á
klósettinu. Annars höldum við,
að þú hafir verið eitthvað sér-
lega óheppinn, því við þekkjum
fullt af krökkum, sem velja sér
4 VIKAN 2. TBL.