Vikan

Tölublað

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 21

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 21
setti hann frá sér glasið og fór úr jakkanum. Síban gengu þau inn i svefn- herbergið og lafði Kitty sveipaði um sig skrautlegum slopp. — Þér eruð prýðilegur. Ágætur. Nei, farið ekki strax i fötin, ég ný þess að virða yður fyrir mér. Ég hefi engan áhuga á fötunum yðar. Þér hafiö sama smekk á fötum og herra Kosygin. — Þakka yður fyrir. En þurfið þér ekki að flýta yður að miðdegisverðarborðinu? — Ekki alveg strax. Hvar borðið þér? — Með starfsfólkinu. — Harvardkandidatinn sjálfur? Þaö er fyrir neöan allar hellur. Ég skil ekki að þér skuluð láta bjóða yður það. — Það skiptir mig ekki nokkru máli. — Hversvegna vinnið þér hjá Michael? — Það getur verið gott að afla sér reynslu og þekkingar. Hún horfði á hann. — Til að kynnast leyndardómum lifsins ofan frá? — Já, þvi ekki það? Hann yppti öxlum. — Ég er farinn að kynnast leyndardómunum neðan frá. — Komib og setjist hérna hjá mér, þér þurfið ekki að standa þarna eins og saltstólpi. — Afsakið, ég þarf að skreppa aftur inn i baðherbergið. Hún hló.— Þér þurfið ekki að biöja afsökunar á þvi, þá leyndar- dóma þekkjum við öll frá grunni. Hann flýtti sér inn i bað- herbergið og lokaði vandlega á eftir sér. Hann hafði séð horn af bláum pésa, eins og þeim sem Brandywine var svo umhugað um, undir eintaki af Vogue. Hann settist i rólegheitum á sófann, sem þar var og fletti pésanum og hann þurfti ekki að fletta honum lengi, þegar hann sá að þetta var einmitt það sem hann þurfti til að afla sér upplýsinga. Framhald á næstu síðu. 2. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.