Vikan

Tölublað

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 48

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 48
ungt, hrukkunar horfnar, var- irnar kyrrar. ííg snerti hönd hans, sem alltaf hafði verið svo hlý og skjót til andsvara. Hún var köld. Næsta dag höfðum við hina einföldu athöfn, sem börnin höfðu undirbúið, í bókasafninu, meðal bókanna, sem honum þótti svo vænt um. Síðan kom langur akstur til fjölskyldu- grafreitsins í New York, þar sem foreldrar hans hvíla. Sg nem hér staðar til að reyna að muna. Og hvað man ég? Þetta: á miðri þessari sorg- arferð, þar sem hvert andartak var slík kvöl, að mig verkjaði í allan líkamann, varð mér litið út um afturgluggann á bifreið- inni og horfði á langa, hæg- fara lest svartra bíla. En aftast voru tveir station-bílar, og voru þeir eldrauðir. Eg þekkti þá strax. Annar tilheyrði næstelzta syni mín- um, og hinn átti ámóta æsku- glaður tengdasonur minn. Mér hafði brugðið, þegar þeir sýndu mer þa stoltir, áður en ég fór til Japan, og ég hafði gert mitt bezta til að dást að þeim. Og nú voru þeir þarna, glampandi og lifandi í morgunsólinni. Sg vissi hvers vegna, — hjarta mitt leystist upp í tár og hlát- ur. Hvílík vandræði og hvíiík skömm, að hann gat ekki séð þessa tvo skínandi rauðu stati- on-bíla, sem heiðruðu hann í þessu tilefni — hvað hann hefði hlegið! Af hverju segi ég „hefði“? Það getur vel verið, að þú haf- ir verið einhvers staffar hlæj- andi. Þaff getur enn veriff. ÍSg segi ekkert, fyrr en . . . Presturinn okkar mælti fram síðustu orð friðar og þakklætis. Synir mínir og uppeldissonur stóðu við hlið mér. Stúlkurnar mínar gengu með mér út að bílnum. Hversu erfið var ekki þessi síðasta, þögla stund, þeg- ar við urðum að skilja hann eftir, og endurkoman til húss- ins, sem nú var tómt. Um þetta get ég ekki talað. Við aðrar konur, sem eins er ástatt fyrir, get ég einungis sagt, að frá siík- um stundum er engin undan- komuleið. Þær verður að lifa, ekki einu sinni, heldur oft. „Það batnar ekki,“ sagði vin- kona mín, sem var ekkja. „Það versnar". f hvert sinn, sem ég kem til heimilis míns, er eins og ég sé komin í höfn, en samt er það ekki eins og það var og verður aldrei eins. Það er ekki satt, að maðurinn sé aldrei einn. Eftir nokkrar vikur fór ég að skrifa. En ég gat það ekki. Hug- ur minn var týndur í hugsun- um og minningum og spurn- ingum og vildi ekki leggja á sig sköpun á lífi annars fólks. gg þarfnaðist starfs, sem ég yrði að leysa af hendi, starfs, sem neyddi mig t.il að fara snemma á fætur og fara á einhvern ákveðinn stað. Eg ákvað að fara aftur til Japan, til fiskiþorps- ins Kitsu, þar sem verið var að kvikmynda sögu mína. Dagar okkar í Kitsu voru hver öðrum líkir. Eina klukku- stund á hverjum morgni, með- an verið var að undirbúa kvik- myndatöku dagsins, var engin þörf fyrir mig. Það var þá, sem ég gekk eftir ströndinni, fram- hiá litlu steinbryggiunni og upp bratta hæð. Það lágu stein- þrep upp hæðina, og uppi á henni var lítið, autt steinmust- eri, sem áður hafði verið Shin- tomusteri. Lágur veggur lá um- hverfis það, og það var útsýni ti'Jiafs, fjalla og himins. Eg fann minn sérstaka stað fyrir aftan musterið. Við brún- ina á háum kletti var dæld. Þangað fór ég á hverjum morgni, og í þessari dæld hvíld- ist ég, eins og ég lægi í örmum hans. Hann og ég höfðum al- drei verið þarna saman. Ekk- ert samband var heldur okkar í milli, — ég get ekki látizt heyra rödd hans né heldur orð- ið vör við nærveru hans. Það, sem raunvreulega gerðist eftir því, sem dagar liðu, var að djúpur friður færðist yfir mig. Þessi hlýja klettahvíla, sem ég lá í, svalur vindur af hafi, óendanlega blár himinn, hvj't ský á siglingu, þytur í trjám, er svignuðu yfir höfði mér, — ég varð hluti af þessu öllu. Þá uppgötvaði ég, að nokkur hluti af friði dagsins varð eftir til kvöldsins. Smám saman varð ég sterkari. 'Ég veit ekki, hvernig á þessum bata stóð. É'g bað ekki, ef bæn er fólgin í orðum, óskum eða leit. Ef skýra þarf það, sem gerðist, er það einfaldlega, að ég gaf mig full- komlega á vald alheiminum, sem ég ekki skil, en veit, að er óendanlegur og fagur, langt umfram skilning minn. Eitt kvöldið, þegar ég opn- aði gluggann minn, sendi ég dulda ástarkveðju út í geim- inn. Hvar sem hann er, þá heyrði hann hana, eða það dreymdi mig, því að djúpur friður settist að í hjarta mínu. ☆ Hrúts- Nauts- merk,ð merkiS JyÉ 20. april JlÍÍjl* 21 a p r í 1 — 2i maí mCj Öfundssjúkir kunn- Ef þú gætir ekki ítr- ingjar, sem þú reiknar ustu varkárni, áttu á alls ekki með, munu hættu að lenda í fé- reyna að spilla ham- lagsskap, sem verður ingju þinni. Vertu ekki þér að falli. Vertu á opinskár, og láttu ekki verði gagnvart falsvin- of marga fylgjast með um og mönnum. sem árangri þínum í bar- bera ekki hag þinn áttunni að settu marki. fyrir brjósti. Tvíbura- merkiS 22. maí- 21. júní Verkefni, sem þú vinn- ur að um þessar mundir, gefur ekki eins mikið í aðra hönd og þú hefur gert ráð fyrir. Hins vegar hefur það mjög góð og þroskandi áhrif á þig, svo að þú skalt ekki iðrast þess. Krabba- merkið 22. júní— 23. júlí Þú verður að temja þér meiri sparsemi, svo að þú sóir ekki öllu sem þú átt. Vertu ekki of hvikull og rót- laus. Reyndu að þroska sjálfan þig og gerðu allt sem þú getur til að auka sjálfstæði þitt. Ljóns- merkið 24. júlí— 24. ágúst Þú átt eftir að ganga í gegnum nokkrar eld- raunir, áður en þú nærð marki þínu. Þú ert lukkunnar pamfíll, og margt verður þér til bjargar. Vertu ekki of kröfuharður við þann, sem þér þykir vænzt um. Meyjar- merkið 24. ágúst- 23. sept. 1 Líttu ekki öfundarauc um á velgengni kunr ingjanna, því að þú getur öðlazt hið sam sjálfur Þú færð nýtt verkefni til úrlausnar vikunni. Það gæti orð ið til þess, að þú eign ast nýtt áhugamál. Vogar- merkið 24. sept,- 23. okt. Þú færð skemmtilega hugmynd, sem þú skalt flýta þér að framkvæma. Konur ættu að varast allt óhóf og gæta fjármun- anna vel. Laugardagur- inn mun verða lang- bezti dagur vikunnar. Dreka- merkið 24. okt.- 22. nóv. Framkvæmdir þínar, sem þú hélzt að yrðu gróðavegur, renna því miður nær alveg út í sandinn. Veldu þér trúnaðarmann, sem þú treystir fullkomlega, og hefur áhuga á málinu. Bogmanns- merkið 23. nóv,— 21. des. Farðu ekki að ráðum þeirra, sem kynnu að reyna að fá þig til að skipta um lífsstarf og telja þér trú um, að auður og metorð bíði þín á öðrum vettvangi. Þú ert á réttri hillu í lífinu. Stein- geitar- merkið 22. des.— 20. jan. Þú skalt leita til vina þinna um aðstoð og uppörvun því að þú átt einhverja erfiðleika i vændum. Láttu ekki undan sjálfsmeðaumk- un og ótta. Reyndu að vera kátur og hress, þegar aðrir sjá til. Vatnsbera- merkið 21. jan.— 19. feb. Maður, sem viðriðinn er stjórnmál eða mik- inn lærdóm, hefur vel- gengni þína í höndum sér. Gættu þess að spilla ekki sambandi þínu við þennan mann með of mikilli til- ætlunarsemi. Fiska- merkið 20. feb. 20. marz Vendu þig af að trúa öðrum of vel og forð- astu skeytingarleysi um smáatriðin. Þau geta orðið að kjarna málsins áður en varir. Þú munt eiga við erf- iðleika að stríða, en það rofar til bráðlega. 48 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.