Vikan

Tölublað

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 23

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 23
kæri sig ekki um að þér spyrjið óþægilegra spurninga. En þar sem frú Mentius hefir ekki svifizt þess að bera mig þessum sökum, állt ég að ég sé i fullum rétti til að verja mig. Ann samsinnti þvi, en henni fannst öll þesý saga vera með ólikindum. Vissulega hafði Mentius komið einkennilega fram við þau, þegar hann svæfði þau i þrjá sólarhringa, en hún trúði þvi alls ekki á hann að hann gerði eins og Stahling var að segja henni. Lisl hafði auðvitað logið að bróður sinum, það var nú alveg viss um. Nema þá að Stahling hefði fundið þetta upp, til að verja sjálfan sig. Siðar, þegar hún hitti Hugh á tennisvellinum, sagði hún: Nú skaltu heyra nýja sögu. Og svo sagði hún honum frá samtalinu v® Stahling. Hann skellihló. — Þar hefir Sally litla bitið i fingurinn. — Hvað áttu við? — Já, við þekkjum þennan Kurt Oetterli. Við Martin höfum haft nokkur viðskipti við hann, þess- vegna höfum við haft spurnir af honum. Þeir eru nú ekki eingöngu herbergisfélagar, hann og Stahling, ef þú skilur hvað ég á við. Ann varð hikandi. — Ég hefði aldrei trúað sliku' á Stahling, hann litur ekki þesslega út. — Það sést nú ekki alltaf á yfir- borðinu. Þar hefir Sally Hka mis- reiknað sig. Að minnsta kosti hefði hún getað fundið upp ein- hvern sennilegri föður fyrir öll þessi börn. Ætlar þú að byrja? — Biddu andartak, Hugh. Ég trúi þvi aldrei að Sally hafi logið visvitandi. Hú hlýtur að hafa trúað þespu sjálf, annars hefði henni ekki dottið I hug að segja þetta. Heldurðu að það sé Mentius, sem er faðirinn0 Og að Lisl hafi fundið upp þessar sögur, tilaðhllfa honum? Nei, þá trúi ég þessu miklu frekur á Villeneuve. Þau eru ábyggilega mjög hamingjusöm hjón. Ég á bágt með að hugsa mér að Mentius leggi sig niður við stúlku eins og Lisl. — Ja, ekki veit ég það, sagði Hugh áhugalaus. En það kemur mér ekkert á óvart. En komdu nú, við skulum byrja að leika. Ég hefi hugsað mér að læra þennan fjandans leik, meðan ég er hérna, þótt það gangi að mér dauðum, sem það gerir liklega. Þau hófu leikinn og Ann gat ekki annað en hlegið að furðulegum tilburðum Hughs og hún gleymdi I svipinn þessum furðusögum, sem Stahling hafði sagt henni. Eftir miðdegisverðinn fóru þau öll inn á danssalinn, þar sem Sally hafði komið fyrir stereo- tækjum. Hún hafði jafnvel reynt að skreyta salinn með blóm- sveigum og mislitum ljósum. Þar voru lika þjónar til að sjá um ávaxtasafann og Húgh hafði tekið að sér að vera plötusnúður og hann stillti tækin svo hátt, að doktor Mentius, sem hafði meira dálæti á Mozart, gretti sig og greip um eyrun. Arnold Hirsch var kátur og Ann til undrunar kom hann og bauð henni upp I dans. — Ég veit vel hvað þér hugsið, sagði hann. — Þessi gamli karl kann auðvitað ekki að dansa annað en gavotte. Þér skuluð búa yður. undir allt annað. Og það varð orð að sönnu, hún varð undrandi. Þegar þau komu út á autt dansgólfið, hóf hann að dansa villt shake og Ann skellihló. — Hvernig I ósköpunum hafið þér lært þetta? — Æft mig fyrir framan sjónvarpið I herberginu mínu. Það fylgir yngingartilraununum. Michael bauð lafði Kitty upp og hún lét ekki á sér standa, fleygði sér út I villtan dans, sem hún sagðist sjálf hafa fundið upp og það var lika mjög sennilegt. Martin Hirsh sat hjá Mentius- hjónunum og hann var fýlulegur á svipinn. Eftir stundarkorn stóð hann upp og fór. Faðir hans tók eftir þvi, lyfti brúnum, en sagði ekkert, hélt áfram að dansa, þangað til Ann var orðinn svo uppgefin að hún óskaði þess að hann gæfist, upp svo hún gæti hvllt sig. Hugh hafði rétt sett nýja plötu á, þegar dyrunum var hrundið upp og Stahling hreinlega féll inn I salinn, með Villeneuve á eftir sér. Læknirinn lyfti honum upp og urraði eitthvað á þýzku við hann. Stahling öskraði llka og sparkaði I lækninn, reyndi að sllta sig lausan. Dansinn hætti og Hugh stöðvaði fóninn. Mentius flýtti sér til þeirra. — Láttu hann vera, Claude, sagði hann rólega og aöstoðar- læknirinn sleppti honum. Stahling slagaði og það var greinilegt aö hann var ekki eingöngu drukkinn, heldur frávita að reiði. — Skepna, sagði hann loð mæltur, — að breiða út svona lygasögur um mig. Mentius varð undrandi. — Hvaöa lygasögur? Stahling benti á Sally, sem sat kyrr I sæti sinu. Það var ljóst að hún vav lafhrædd: — Spyrjið hana, sagöi hann. Mentius sneri sér við. — Sally, hvaö er hann að tala um? Sally spratt á fætur. — Herbie, viö skulum heldur koma inn á skrifstofuna þlna. — Hversvegna? spurði Stahling. — Eruð þér hrædd um að sjúklingar yðar fái að vita sannleikann? — Hvað er þetta eiginlega? spurði Mentius konu sína og það var óánægjuhreimur I rödd hans. Sally var mjög eymdarleg. — Herbie, það var eingöngu það að ég var svo áhyggjufull út af þessu með Lisl og hinar stúlkurnar og ég ... .Hún horfði með sektar- svip á Sthaling. — Og svo bar hún það út að ég væri faðir þessarra ófæddu barna. — Ég er fjarskalega leið yfir þessu og ég skammast mln, sagði Sally, — Ég bið svo innilega afsökunnar. — Það eruð ekki þér, — Það eruðekki þér, sem þurfið að biðja fyrirgefningar, það er maðurinn yðar, sagði grautarleg raust frá dyragættinni. — Fyrir það, sem hafið gert við systur mina. Þau sneru sér öll að dyrunum. Þar stóð karlmaður I leðurjakka, hendur I vösum og andstyggilegt glott á vörum. — Ætlið þér ekki að segja þeim frá þessu, — sjúklingunum, á ég við. Hvað þér erúö að fikta við liffræðina á rannsóknadeildinni yðar. Mentius leit kuldalega á hann. — Þér skuluð ekki tala um þá hluti, sem þér hafið ekkert vit á. En hvað yður sjálfum við kemur, þá ætla ég ekki að rökræða neitt við ýður. Viljið þér gjöra svo vel og hafa yður út héðan, ég vil ekki hafa neitt saman við yður' að sælda. — Nei, þvl trúi ég vel, en það getur verið að við eigum eftir að ræðast við, kannske fyrr en yður varir. Komdu Ernst, þú ert búinn að verða þér nóg til skammar. — Ekki fyrr en ég hefi sagt upp, sagði Stahling þvöglulega. — Þú lætur það rétt vera aö segja upp. — Jú, þaö geri ég, ég vil ekki vinna fyrir morðingja. Kurt greip i arm hans og teymdi hann með sér út og Mentius sagði við Villeneuve: — Sjáðu til að þeir fari héðan. Og segðu Stahling að hann geti sótt tveggja mánaða laun á morgun. — En hann var drukkinn, Herbie, sagði Sally. — Hann verður búinn að jafna sig á morgun. Mentius leit á hana og slðan á Villeneuve. — Viltu gera það sem ég bað þig. Villeneuve kinkaði kolli og fór. Mentius sneri sér svo að gestum slnum. — Ég bið ykkur afsökunar á þessari truflun. Stahling hefir fyrirgert rétti sinum, en við skulum ekki tala nánar um það nú. Herra Ba'rktow, hvernig væri að fá svolltið meiri tónlist? Hugh setti plötu á fóninn og dansinn hófst á ný. En andrúms- loftið hafði breyzt og fljótlega fóru gestirnir að týnast i burtu. Ann beið til miðnættis, þar til Michael var fyrir löngu sofnaður I hylki sinu. Þá fór hún úr rúminu, fór I peysu og pils, gekk gegnum dagstofuna og fram á ganginn. Hún gekk að dyrum Hughs og drap létt á dyr. Hann opnaði næstum strax og var alklæddur. Hún hvislaði: — Er lafði Kitty vakandi? Hann hristi höfuöið. — Hún liggur I frystinum, það getur ekkert vakið hana. — Má ég koma inn? — Gjörðu svo vel. Hún gekk inn i herbergi hans, sem var við hliðina á svefn- herbergi lafði Kitty, sem var lokað méð sterklegri hurð, sams- konar hurð og var á milli herbergis hennar og Martins. Hann sá hvert hún horfði og- sagði: — Hú'heldur þeim læstum, svo þú þarft ekkert að óttast. Jafnvel þótt hún lægi ekki i frysti- skápnum, myndi hún ekki koma. Hún hefir ekki komið hingað nema þrisvar, slðan við komum. — Hvernig stendur á þvi? Hann yppti öxlum. — Hver veit? Ja, reyndar veit ég ástæðuna, en þú hefir sjálfsagt engan áhuga á því. Það hefir örugglega ekki verið þessvegna sem þú kemur hingað um hánótt. Ég veit að erindi þitt hlýtur að vera eitthvað sérstakt. Hann lokaði fyrir sjónvarpið og Ann gekk inn I herbergið og settist I sófann. — Hugh, þetta sem skeði I kvöld hefir gert mig órólega. Ég hélt að Lisl hefði skrökvað upp sögu sinni, en það litur út fyrir að bæði Stahling og Kurt bróðir hannar trúi þessu. Og það versta af þvl öllu var að Sally viðurkenndi að hún hefði búið söguna til. Það hlýtur að liggja eitthvað óhugnanlegt á bak við þetta, að minnsta kosti eitthvað sem Sally finnst óhugnanlegt. Hversvegna skyldi hún annars hafa verið að ljúga upp á Stahling? — Já, þetta er allt ákaflega furðulegt. — Hugsaðu þér ef það er satt að hann hafi gervifrjófgað hana og slðan tekið fóstrið. Og ekki ein- göngu hana, heldur llka fleiri stúlkur. Heldurðu að þetta 'geti verið satt? —-Ég veit það ekki, sagði Hugh hugsandi. Það væri ekki úr vegi að reyna að komast inn i þennan sal, þar sem þeir stunda llf- fræðina. — Það hefir mér lika dottið i hug. — En það er vlst ógerningur að komast þangað. — Helduröu að þaö væri ekki hægt að stinga upp lásinn? Framhald á bls. 39. 2. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.