Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 32
1 siðasta þætti, sem verður aö
teljast hálfgerður spurninga-
þáttur, skrifuöu sex popparar
svar við spurningunni: hver
finnst þér merkasti atburður
ársins, og hversvegna? Svörin
voru á ýmsa vegu, enda ekki
óviðbúið. Menn voru beðnir um,
að einskorða sig ekki um of,
þannig að ef þeir vildu segja álit
sitt á umhverfi þvi, sem þeir
hrærðist i, þá .væri það i lagi.
Menn voru einnig beðnir um að
rökstyðja svör sin. Þetta tókst
misjafnlega vel, þ.e. þaö voru
ekki aliir sem nýttu þessa mögu-
leika. Þvi urðu sum svörin harla
ólik.
Hvaö um það, menn voru sumir
hverjir all hressir I skrifum
sinum. Nokkrir töidu hijómpiötu-
útgáfu islenzkra popphijómsveita
með frumsömdu efni væri
merkast. Aðrir töldu miklar
sviptingar I poppheiminum og
tilurð nýrra hljómsveita. Fram
kom m.a. að diskótek taka
nokkuð atvinnu frá hljóm-
sveitum. Þetta er að sjálfsögðu
ekki nógu hagstætt, að áliti
hl jómsveitarm ann . Minnir
þetta enn einu sinni á, að fjöldi
samkomustaöa á Reykjavikur-
svæðinu er ekki nægur. Æskilegt
væri, að fleiri smærri staðir
kæmu til.
í einu svari af sjö, hvaö nokkuð
við ádeilutón. Var það hjá
Gunnari Jökli. Hann sagði m.a.:
— Árið 1972 hefur verið það
tiðindalausasta, leiðinlegasta og
ómerkasta i sögu poppheimsins,
siðan ég byrjaði að spila.--En
hverju er þetta að kenna? að
minu áliti er sökin ekki músik-
unnenda, eins og sumir hljóm-
‘listar— og bisnissmenn vilja
halda fram, heldur hljómlistar-
mannanna sjálfra. All flestir i
þessum poppbransa eru það djúpt
sokknir i fikniefna- og dópneyzlu,
að þeir grafa sjálfan sig inn i
eigin heim tónlistar og telja sér
trú um, að þeir hafi það góða
músik fram að færa, að allir eigi
að hlusta”.----
Getur veriö, að Gunnar hafi
eitthvað fyrir sér f þessu? Hann
heldur þvi fram, að árið hafi verið
tiöindasnautt, vegna þess að ,,all
flestir” hljómlistarmenn neyti
ekki réttra bragða, ef svo má aö
orði komast. Til þess að fá fram
álit fleiri á þessu, sneri ég mér til
nokkurra þeirra sém áttu ritaöan
pistil hér i siðasta þætti, og bað þá
um að segja álit sitt á þessari fyll-
yrðingu Gunnars. Sveinn
Guðjónsson sendi þetta svar.:
’72 FRAMHALD
Gunnar stingur þarna á kýli
sem að mlnum dómi er að verða
eitt alvarlegasta þjóðfélags-
vandamál sem við eigum við að
glima i dag. Að visu tel ég all —
sterkt til orða tekið að segja að
hérlendir popp—hljómlistarmenn
séu all flestir djúpt sokknir I
fíkniefna og dópneyzlu. Hins
vegar verður þvi ekki neitað að
fikniefnaneyzla hefur aukist hér
uggvænlega á siðustu misserum
og eykst stöðugt. Hverjar
orsakirnar eru er ekki gott að
segja. Má vera að hér sé um að
ræöa tlzkubólu sem hjaðnar er
fram liða stundir. Þó læðist sá
grunur að manni að málið sé ekki
svo einfalt, — vandamálið eigi sér
dýpri þjóðfélagslegar orsakir. 1
þvi sambandi má benda á þroun
þessara mála meðal annarra
nærliggjandi þjóða. Eitt er þó
vist, að málið er vissulega erfitt
viðfangs og sennilega hefur hið
opinbera gert sitt til að komast
fyrir meinið. Það sem þarf er
breytt hugarfarungs fólks gagn-
vart þessum efnum þannig að sú
skoðun veröi rikjandi að neyzla
þeirra sé mannskemmandi sem
hún vissulega er. Menn eru alltaf
aö finna upp nýjar og nýjar að-
feröir til að eyðileggja sjálfa sig,
hin nýjasta er ffkniefnaneyzlan.
Það er ekki siður auðvelt að verða
„fikniefnaróni” en „brennivins-
róni” og á þessum tveim mann-
gerðum er aðeins stigsmunur.
Ef til vill er þetta aðeins
spurning um úrval náttúrunnar. í
gær voru það Móöuharðindin,
vesöld og ófeiti. 1 dag eru það
fikniefnin og þá gildir að sjálf-
sögðu hið sama: „Hinir hæfustu
hafa það af.”
Já, ef til vill er þetta aöeins
spurning um úrval náttúrunnar.
Enginn veit hvað morgun-
dagurinn ber i skauti sér
eöa hvort þaö verður yfir höfuö
nokkur dagur á morgun. Við
skulum þvi halda áfram með
þetta hið snarasta. Kari Sighvats-
son hafði þetta um málið að
segja.:
— Ég minntist á I spjalli minu
um „merkasta poppviðburð
ársins”, að slen hafi rikt i
mönnum undanfarna mánuði. Ég
held ekkert frekar, að það stafi af
þvi, „að all flestir i þessum
bransa” séu neytendur einhvers
konar lyfja eður áfengis-
aðdáendur og ég vona að svo sé
ekki. Að visu skal þvi ekki neitað,
að talsvert hefur verið um lyfja-
neyzlu meðal ungmenna og einnig
I kringum popphljómsveitir
undanfarin tvö ár. En ég tel það
fara minkandi. — STOPP — NÚ!
Sama lögmálið gildir um lyfin og
fyrir löngu er búið að uppgötva
varðandi brennivinið, að þegar
menn eru undir áhrifum þeirra,
minnkar sjálfsgagnrýnin og þeir
gera ver, en þeir gætu gert. — Lifi
hasslaus íslands æska.
Þá er aðeins eftir að heyra frá
einum i viðbót, Magnúsi
Kjartanssyni. Hans álit er þetta:
Gunnar Jökull kemur þarna inn
á mjög viðkvæmt atriði i popp-
músiklifinu, en það er fíkniefna-
notkun og afleiðing hennar á
músfk okkar. Hljómlistarmenn
og aörir listamenn hafa oft veriö
hálfgerðir vandræðagripir, þegar
um er að ræða mál sem þessi. Er
þaö vegna þess, að mjög er um
leitandi sálir i þessum hópi og lif
þeirra snýst oft að miklu leyti um,
að ná einhverju meira út úr lifinu
en mætti kannski teljast eðlilegt.
Einnig vil ég minna á, að áfengi
er meðtalið I öllu læknaskýrslum
um fikniefni. En að flestir hljóm-
listarmenn á Islandi séu i hass-
rússi og öll framtakssemi svifin
út I loftið, get ég ekki annað en
heimfært sem krakkalega for-
dóma og neyðarlega leið, til þess
að upphefja sjálfan sig og breiða
yfir eigin galla.
Það hafa aldrei verið eins
margar og góðar hljómsveitir á
tslandi og nú. t öðru lagi hefur
aldrei verið gefin út eins mikil og
góð orginal músik og á siðasta
ári. 1 þriðja lagi hefur aldrei verið
eins mikið á döfinni með fram-
kvæmdir i framtiðinni og nú.
Samkeppnin er hörð og allar
leiðir farnar til þess að bora sér
áfram. En sizt af öllu hélt ég, að
menn færu að veifa göllum sinum
yfir höfði sér og reyna að eigna
þá öðrum. Almenningur veit
miklu meira um þessi mál en, að
hægt sé að gabba hann með
skrifum sem þessum.
Þetta var þá svar Magnúsar.
Þaö er greinilegt, að ekki eru allir
sammála Gunnari, um að all
flestir popparar séu djúpt sokknir
i fikniefna—og dópneyzlu. En það
ber hins vegar að hafa i huga, að
mál sem þetta er ákaflega við-
kvæmt og má litið út af bera til
þess að allt fari i bál og brand, i
umræðum sem þessum. Það mun
seint verða, að einhver sctzt niður
og skrifar, að hann hafi gert eitt-
hvað sem telst ólöglegt sain-
kvæmt landslögum, án þess að
gcra ráð fyrir því, að enginn fetti
fingur út i það. Með þessu verðum
við að reikna og skildi einhver
vilja taka upp hanzkann fyrir þá
seni cihverra hluta vegna nota
annaö en hið löggilta brennivin til
þess að slappa af frá stressuðum
heimi, eða þá til einhvers annars,
þá er sá hinn sami bundinn
böndum laganna um leið og hann
dýfir penna i blek.
32 VIKAN 2. TBL.