Vikan

Tölublað

Vikan - 29.03.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 29.03.1973, Blaðsíða 32
t lok slöasta hluta sögunnar varö ruglingur, og þessvegna byrjum við aftur á 20. kafla I þessu blaði. Skuggagil 20. kafli. Við gengum út úr turninum og ég krækti arminum i hans arm þegar við gengum að húsinu. Ég var alveg búin að gleyma dularfullu konunni i flaksandi kjólnum. Og ég hafði gleymt Lance Devois, sem var sýnilega að elta hana. Það eina, sem ég gat hugsað um var það, að ég var ástfangin og trúlofuð. Ég var þegar farin að hlakka til dagsins þegar ég gæti opinbetað. Þegar inn kom var ekki annað fyrir mig að gera e.i dansa alla dansana, sem ég var búin að lofa, en ég sá Mike sveifla stúlku i ljós- rauðum kjól og fann strax til afbrýðisemi, en hún hvarf eftir að augu okkar höfðu mætzt og ég sá, að öll ástin, sem hann átti til, speglaðist i augnatilliti hans og að ég átti þessa ást. En þá hneigði Lance sig allt i einu fyrir mér og sveifiaði mér út á gólfið, þegar tónlistin hófst aftur. Eins og áöur var hann laglegur, ismeygilegur og öruggur um sjálfan sig. Ég velti þvi fyrir mér, hvort hann hefði náð i Polly frænku. Gátu þau hafa átt stefnumót i turninum og hún hlaupið burt i vonzku? Það gat veriðástæðan að hann var aö elta hana, liklega til þess að sættast við hana. - Kæra Jane min, sagði hann og dáðist að mér með augunum. - Ég er búinn að vera að leita að þér i allt kvöld, en i hvert skipti sem ég komst nærri þér, var einhver annar búinn að gripa þig, og þú þotin burt. - Það er rétt á þig fyrir að koma of seint, sagði ég og gerði mér upp móðgun. - Fyrirgefðu mér, sagði hann, - en það var hestur veikur hjá mér, sem ég þurfti að sjá um. Ég átti bágt með að stilla mig um að brosa. - Ég vona, að honum hafi batnað, sagði ég i samúðar- tón. - Honum batnar, sagöi Lance. - En nú skulum við snúa okkur að þér. Lance gat jafnvel veriö töfrandi þegar hann var að ljúga. Og meðan við dönsuðum, horfði hann á mig rétt eins og ég væri eina konan i heiminum. Mikil áhrif hlaut hann að hafa á stelpurnar i þorpinu - þessa sakieysingja, sem höfðu enga hugmynd um hve ómerkilegur hann var. - Wade læknir, vinur minn, er hér i kvöld. Ég heföi gaman af að kynna ykkur. - Min er ánægjan, sagði Lance. En blandaðu bara ekki neinum fleirum i samtaiið, fyrr en dansinum okkar er lokið. Ég brosti vingjarnlega, en sagði ekki neitt. Ég varð að játa, að hann var miklu æfðari dansmaður en Mike. Og hvernig átti annað að vera. Veslings elskan hann Mike þrælaði til þess aö verða læknir, en Lance eyddi timanum á dansleikjum, veð- hlaupum, i daðri og öðru sem verra var, við hvaða stúlku, sem bauðst I það og það skiptið. Ég gat ekki stillt mig um að reyna að veiða upp úr honum. - Þú veizt, Lance, að ég' var hálfgert að vona, að hún Polly frænka mundi koma á dansleikinn minn. - Tæplega, sagði hann háðslega. -Hún yröi skithrædd við dansleik. Og liklega er hún að hnipra sig úti i horni uppi hjá sér, núna. -Það er andstyggileg tilhugsun, sagði ég og gerði mér upp áhyggjur. - Og að hugsa sér, að það sé mér að kenna. - O, hættu þessu, Jane, mér var ekki alvara. Ég hef kvenmanninn aldrei augum litið og ég efast um, að þú gerir það nokkurntima og hversvegna ertu þá að hafa áhyggjur af þessari einsetu- manneskju? Þetta er þitt kvöld og þá áttu að skemmta þér og vera kát. Þetta var auðvitaö ekki nema rétt hjá honum. - Gott og vel, Lance. Ég skal gleyma þessu öllu. öllu, hugsaði ég, nema þessu eina, að þú Lance - ert lygari. Það var komið miðnætti áður en mér tókst að dansa aftur við Mike, og til þess þurfti ég meira að segja að plata pabba til að bjóða hinum sjötuga hr. Hastings inn I vinnustofuna uppá konjaks- glas, til þess að losna við að dansa við hann. - Einhverntima, elsku Jane, sagði Mike þegar við liðum um gólfið undir tónum Straussvals, - vona ég að eiga svona hús, og þá skulum við lika hafa finan danssal. Ég ætla að vera duglegur að vinna fyrir þvi. - ö Mike, sagði ég. - Ég hef enga þörf fyrir neitt slikt, fullvissaði ég hann. - Mér nægir að eiga þig. - Mig langar mest til að kyssa þig hér á staðnum, sagði hann og ljómaði allur. -Nei, gerðu það ekki, sagði ég. - Mamma er að horfa á okkur og ég vil ekki, að hún haldi þig vera ósvifinn. -Gott og vel, Jane. En einhvern daginn - og það mjög bráðlega - ætla ég að kyssa þig framan i foreldrum þinum. - Ég hlakka til þess, dirfðist ég að segja. Og ef hægt var að faðma með augunum, þá faðmaði ég hann nú. - Ég hafði tekið eftir þvi, að faöir minn hélt sig talsvert við stóru kristallspúnsbofluna og ég vissi líka, að púnsið var mjög sterkt, en ég tók nú samt ekkert til þess arna, þvi að svona samkvæmi á aö vera gleðifundur og dálitið af sterkum drykk örvar gleöina. Ég tók lika eftir þvi, að faöir minn gaf sig mest að yngri konunum og dansaði stundum með svo miklum ákafa, að mér varð hverftvið. Og stundum sá ég hann sveifla einhverri ungri fegurðardis út um franska gluggann og fram i forskálann. þegar þau komu aftur þóttist ég sjá á tiöum andardrætti stúlkunnar, að hann hefði kysst hana vel og rækiiega. Og ekkert af þessu fór heldur framhjá móöur minni. Hún dansaði aðeins tvisvar. Einu sinni við föður minn og einu sinni við Smith Ely rikisstjóra. Eftir það lét hún sér nægja samtal við eldri konurnar. Mike ætlaöi að fara, þegar hann hafði dansað við mig, þvi aö hann hafði fengið sér herbergi i kránni og þarfnaðist hvildar. Svo ætlaði hann eldsnemma næsta morgun með lestinni til New York, til þess að verða kominn I vinnuna á réttum tima. En ég heimtaði, aö hann kæmi inn i borðstofuna með mér, þvi að ég vissi hve vel hann kunni að meta góðan mat, og hve litiö af honum hann fékk daglega. Bridey hrúgaði á disk og ég kom meö stóran skammt af köku og kaffibolla. Svo fann ég okkur afvikinn stað I setustofunni og enda þótt mig langaði til að tala viö hann i næði þá varð ég að fara aftur inn i danssalinn. Við föömuðumst, en nú aðeins snöggt og svo yfirgaf ég hann, til þess aö hann gæti borðað I næöi. Eftir að hann var farinn dansaði ég ekkert, því að ég kærði mig ekki um að hafa arma neins annars manns utan um mig. Ég var dálitiö móöguð vegna þess, að Lance haföi ekki gefið færi á sér, svo að ég gæti kynnt þá Mike. Yfirleitt sá ég alls ekki Lance eftir aö ég dansaöi við hann. Liklega hafði hann tælt einhvern kvenmann með sér út i útsýnis- turninn, hugsaöi ég meö gremju. En ég fylgdist með föður minum með vaxandi áhyggju, vegna þess aö hann hafði næstum komið okkur móður minni i vandræöi með framferði sinu. Hann hafði kynnt mig bráð- faglegri ungri stúlku i fallegum kjól, að nafni Laura Wethering. Hann sagöi, að hún hefði komiö i 32 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.