Vikan - 29.03.1973, Blaðsíða 26
Fermingarstúlka viö veizluborðið sitt. Ljósm.: Stúdió Guðmundar
HÁTÍÐ HINNA
*
Fermingin er ein af þeim siðvenjum, sem árlega
setja vissan svip á okkar þjóðfélag, sem og trúlega
flest þjóðfélög önnur, er játa kristni. Nú fer i hönd
sú tið, er fermingar fara einkum fram, þegar
fermingarbörnin raða sér upp fyrir framan altarið i
kyrtlunum sinum hvitu. Það var séra Jón M.
Guðjónsson, sóknarprestur á Akranesi, sem fyrstur
tók upp þann sið að láta börnin klæðast hvitum
kyrtlum við ferminguna. Það er fallegur siður og
smekklegur. Áður gátu ,,fermingarfötin” vitaskuld
verið mismunandi að iburði eftir efnum og ástæðum
foreldra, og það valdið sárindum hjá þeim, sem við
litil efni bjuggu og urðu af þeirri orsök að spara
skartið á sig og sina.
Orðið ferming er dregið af latnesku orði, sem
þýðir staðfesting. í Kristinni trúfræði, sem nú er
kennd börnum undir ferminguna, er sú staðfesting
útlögð þannig:
Að Guð stendur við það, sem hann lofaði, þegar
við vorum skirð,
að söfnuðurinn hefur nú kennt okkur allt það
þýðingarmesta um trú okkar,
að við, sem fermumst, ætlum nú að staðfesta vilja
foreldra okkar, þegar við vorum skirð, og halda
26 VIKAN 13.TBL.