Vikan - 29.03.1973, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA EFTJR
DOROTHY DANIELS
ÁTJÁNDl HLUTI
Þegar ég gekk eftir
ganginum, gat ég séð
ljós undir hurðinni
i ibúð móður minnar.
Mér fannst ég
eiga hjá henni
greinargerð
fyrir þvi,
hvers vegna hún hafði
ekki sent boðsbréf
til Mike . . .
fylgd með bróður sinum en
bróðirinn væri eitthvað veikur
gagnvart púnsbollunni. Og hún
virtist skemmta sér, við þessa
frásögn hans. Ungfrú Wethering
dansaði við föður minn, hvenær
sem hún gat sloppið frá öðrum
dansherrum. Hún virtist ekki
þekkja neinn annan hérna, og
virtist heldur ekki hafa áhuga á
neinum öðrum en föður minum.
Móðir min hafði lika tekið eftir
þessu og horfði á það, ströng á
svipinn en þó af fullri kurteisi. Ég
haföi óljósan en sársaukafullan
grun um, að ungfrú Wethering
hefði komið á dansleikinn
beinlinis til þess aö vera nærri
föður minum. Kannski haföi hann
lika boðiö henni. Eftir svipnum á
móður minni að dæma, þegar hún
leit á hana, hafði hún tæplega
fengið neitt boðsbréf.
Nú leiö að lokum dansleiksins.
Sumir gestirnir frá nálægum
búgörðum kvöddu og gengu til
vagna sinna. Aðrir, sem ætluðu
að gista, buðu góða nótt og fóru
upp. Móðir min bar fyrir sig
höfuöverk og dró sig I hlé. Ég fór
á eftir henni, eftir að faöir minn
haföi fullvissað mig um, að
húsinu yrði lokað og læst. Var
þetta þó óþarfi, þar eð frú Voorn
mundi hafa hirðu á þessu ekki
siöur en öllu öðru.
Blómafestarnar voru teknar
að siga. Spilararnir voru að
ganga frá hljóöfærum sinum og
búast til brottfarar. Vagnarnir
óku niður brautina og brátt yrði
stóra hliðið lokað og læst.
Allt I einu fannst mér eins og
allt umhverfið yrði
óraunverulegt, rétt eins og þessi
nótt hefði aldrei verið til. En það
hafði hún nú samt - og hún hafði
verið dásamleg. Fyrst
dansleikurinn minn, bónorð og
fögur ævi framundan við hliö
Mikes.
En svo komu hinsvegar ýmsar
óróvekjandi hugsanir. Furst og
fremst það, að einhver hafði
reynt aö myrða mig, án þess að
ég hefði minnstu hugmynd um,
hver það væri eða hvaða ástæðu
hann hefði til þess. Vissulega
mundi fráfall mitt ekki verða
neinum i hag, efnahagslega. Ef
ég félli frá núna, mundu foreldrar
minir lifa áfram eins og hingað
til. Séreignir átti ég engar. Nema
kannski Polly frænka gæti erft
mig - eftir einhverjum lögfræði-
legum krókaleiðum, sem ég bar
ekkert skyn á, og kannski hlotið
einhvern hluta að eignum föður
mins, eða jafnvel þær allar. Ég
skyldi tala við föður minn á
morgun, segja honum frá hinum
dularfulla riddara, sem hafði
tekið Blakk og reynt að riða mig
um koll.
Og svo var það hann Lance
Devois, sem hafði sagt mér, að
hann þekkti alls ekki Polly
frænku, en samt átt stefnumót við
hana i turninum og svo reynt að
ljúga sig frá þvi.
Þegar ég gekk eftir ganginum,
gat ég séð ljós undir hurðinni i
ibúö móöur minnar, og allt i einu
langaði mig til að bjóða henni
góða nótt. Að visu hafði hún veriö
dónaleg við Mike, en mér fannst
hún hafa fengið næga refsingu
fyrir það, þar sem var hegðun
föður mins, þegar hann dansaði
viö ungu stúlkurnar og þó einkum
viö ungfrú Wethering.
En mér fannst ég nú samt eiga
hjá henni greinargerð fyrir þvi,
hversvegna hún hafði ekki sent
boðsbréf til Mike, og hversvegna
hún hafði stöðvaö bréfin frá
honum. Ég ætlaði nú að fara vægt
i sakirnar en þó láta hana vita, að
mér Hkaði ekki annað eins og
þetta.
Ég barði létt að dyrum, ef hún
skyldi vera sofnuö, en hún kom
tafarlaust. Ég varð hissa þegar
hún dró slagb.randinn frá og velti
þvi fyrir mér, hversvegna hún
læsti að sér.
- Þetta var yndislegur dans-
leikur, mamma, sagði ég, - og ég
gat ekki farið að hátta án þess aö
segja þér það.
Hún opnaði dyrnar og rétti mér
höndina og dró mig inn i
herbergið. Hún var farin úr
kjólnum og i greiðsluslopp úr
grænu silki, sem skrjáfaði við
hverja hreyfingu hennar.
- Þakka þér fyrir, Jane. Komdu
og seztu hjá mér. Ég er með
höfuðverk, en ég finn, að ég get
ekki sofnað, og er fegin að fá þig
til að tala við.
- Það er mér ekki nema ánægja,
mamma.
Hún teygði úr sér á legu-
bekknum og ég settist á stól
andspænis henni.
- Mér þykir leitt, að þú skulir
vera með þennan höfuðverk,
mamma, og mig langar heldur
ekki að koma þér úr jafnvægi, en
viltu segja mér, hversvegna þú
sendir ekki boðsbréfið til hans
Wade læknis?
- Æ, Jane. Ég va- að segja þér,
að ég væri með höfuðverk.
Þurfum við nú að ira að rifást?
-Nei, mamma, ég þarf bara að
fá að vita, hversvegna þú sendir
ekki boðsbréfið. Eöa gerðirðu það
kannski? Ég velti þvi fyrir mér
hvort hún myndi fara að ljúga at
mér.
- Nei, Jane. Ég sendi það ekki.
Ég brenndi það.
- Og brenndirðu líka bréfin, sem
hann skrifaöi mér?
- Þau voru ekki nema nokkrar
linur, sagði móðir min og það var
gremja i röddinni.
Ég glennti upp augun og trúði
þessu ekki. - Þú last þau þá! æpti
ég-
- Þaö gerði ég. Ég vissi ekki,
hvort þessi kvenmaður væri að
reyna að ná sambandi við
þig . . .taka þig frá mér . . .eitra
huga þinn gagnvart mér ....
- Ó, mamma! Þetta er
hræðilegt að gera.
- Já, hræðilegt. En þó ekki eins
hræðilegt og það, sem Ellen
Randell gerði. Ég skal játa, aö ég
var móðir, sem eyddi æfinni
einmana og beið eftir að dóttur
sinni yrði skilað aftur. Ég vissi
uppá hár, að þú varst ekki dáin.
Enginn hefði nokkurntima getað
sannfært mig um annað. Þú varst
lifandiog einhverntima mundirðu
koma heim. Ég vissi það og ég
haföi á réttu að standa . . . .og
hér ertu. Geturðu þá láð mér þó
ég vilji hafa þig hjá mér?
Nú vissi ég, að ég yrði að vera
einbeitt við móður mina. Hún
hafði gengið of langt og ef ég léti
undan henni yrði ágengni hennar
alveg takmarkalaus.
- Ég get vel skilið tiifinningar
þinar, mamma. En ég er lika
sjálfstæð persóna. Ég á rétt að
lifa lifi minu . . . .verða
ástfangin . . .og giftast. Ég ætla
að giftast honum Michael Wade.
Ég lyfti hendi snöggt, þegar
hún náfölnaði og opnaöi munninn
til að segja eitthvað.
- Nei, ekki strax, mamma. Og
það getur dregizt talsvert, er ég
hrædd um. Ég lofa þér, að ég skal
vera hjá þér þangaðtil - og
framvegis, með þvi skilyrði, að
þú viðurkennir Michael Wade
sem tengdason. Hann er
dásamlegur maður, mamma.
Góður og bliður og nærgætinn. Og
hann er lika góður læknir.
- Ertu viss um, að þú elskir
þennan mann?
- Já, alveg viss, mamma.
- Þá á ég vist einskis annars
úrkosta en viðurkenna hann. Ég
lofa þér, Jane, að ég skal ekkert
skipta mér af þessu framvegis.
Ég laut niður og kyssti hana. -
Þakka þér fyrir, mamma.
- Hlauptu nú i rúmið, barnið
gott. Þú hefur vist fulla þörf á að
hvila þig. Það er orðið áliðið.
- Má ég spyrja þig um annað?
- Auðvitað.
- Mér fannst ég sjá hana Polly
frænku úti við i kvöld. Og hún var
I samkvæmiskjól.
- Það nær ekki nokkurri átt,
Framhald af hls. 42.
13. TBL. VIKAN 33