Vikan - 29.03.1973, Blaðsíða 42
Mynd er gagnleg,
jafnvel nauðsynleg
F ermingarmyndatökur
Allar myndatökur
STtfDIO
GUÐMUNDAR
Garðastræti 2
Simi 20900
Mynd er minning
SKUGGflGIL
Framhald af bls. 33.
Jane. Hún fer aldrei út úr ibú&inni
sinni, ef gestir eru einhversstaðar
nærri. Og hvernig gaztu líka
þekkt hana þegar þú hefur aldrei
séð hana?
- En það hef ég. Eina nóttina
heyrði ég hana vera á ferli, og svo
> fór ég fram og sá hana.
- Sástu hana? Móðir min rétti úr
sér með svo hörðum hnykk, að
hún hefði átt að kippast við af
höfuðverknum, en henni brá bara
alls ekki neitt.
- Já, ég heyrði til hennar eina
nóttina, svo að ég fór fram og beið
hennar hjá herbergjunum
hennar, þangað til hún kom aftur.
Hún rétt straukst framhjá mér og
við kertaljósið, sem hún var með,
sá ég, að hún var bæði ung og
falleg.
- Það er hún, en ég er hrædd
um, að hún missi bráðlega bæði
æskuna og fegurðina. Hún er
alveg óútreiknanleg. Ég mundi i
þinum sporum ekki koma nærri
henni. Þú gætir hrætt hana. Og
reyndu ekki undir neinum
kringumstæðum að heimsækja
hana. Viltu gera það fyrir mig?
- Já, mamma, sagði ég. - Mig
langar ekkert að ónáöa hana, en
ég spurði bara afþvi að ég sá hana
utanhúss, en ekki i danssalnum.
Ég hafði vonazt eftir að hitta
hana. Ég vorkenni henni.
- Það geturðu sparað þér, sagði
móðir min, dálitið harkalega. -
Polly frænka er ekki vorkunnar
verð. Hún er ánægð, en
fjandsamleg, og ég er löngu hætt
við að reyna aö breyta henni. Hún
brosti tómlega. - Vorkenndu mér
heldur og lofaðu mér aö fara aö
sofa úr mér þennan höfuðverk
minn.
- Góða nótt, mamma. Ég laut
fram og kyssti hana létt á ennið
og stóö upp. Ég var-komin út að
dyrum þegar móðir min kallaði á
mig.
- Ég er alveg viss um, að þér
hefur missýnzt, þegar þú hélzt þig
hafa séð Polly frænku, sagði hún.
Ég var nú viss um það gagn-
stæða, en vildi ekki fara út i
stælur um það. Það var sýnilegt,
að enginn vildi nefna Polly
frænku á nafn.
Ég fór i herbergið mitt og fann
þar Bridey sofandi i öðrum
ruggustólnum. Hún vaknaði undir
eins og ég tók ofurlitið i hana og
hún stóö upp og skammaðist sin.
- Æ, ungfrú, ég skammast min
svo mikið, fyrir að sofna, en mig
langaöi bara svo mikið að segja
yður, hvað þér lituð dásamlega út
og allir urðu dauðskotnir i yður.
Ég hló. - Þakka þér fyrir,
Bridey, en nú máttu fara. Ég þarf
engrar hjálpar við i kvöld.
- En . . . .ungfrú . . .Það er nú
mitt verk að . . . .
- Attu ekki að hitta hann Eddie
á morgun?
- Jú, sagöi hún og augun
ljómuðu.
- Faröu þá að hátta, annars
hittirðu hann I svefngöngu. Er
það enn i gamla húsinu?
- Já, ungfrú, en ef ég verð
syfjuö, veröur hann fljótur að
vekja mig. Góða nótt, ungfrú og
sofið þér vel. Þetta var yndisleg
veizla.
Ég þakkaði henni og þegar hún
var farin, afklæddi ég mig, fór i
náttkjólinn og fór að slökkva á
kertunum. Þó lét ég kertið við
höfðalagið loga áfram, þvi að ég
fann, aö ég mundi ekki sofna
alveg strax.
21. kafli.
Ég hallaði mér aftur á koddann
og enn einu sinni lifði ég upp
þessar sælustundir i útsýnis-
turninum, og töfrana þegar varir
Mikes snertu minar varir og
armana, sem héldu fast utan um
mig, og ég hugsaði um, hvilik
dásamleg framtið biði okkar, nú
þegar ég var viss um ást hans. Og
nú var vissulega enginn
þröskuldur i veginum, eftir að
móðir min hafði látið undan.
En þreytan varð jafnvel
þessum sæluhugleiðingum yfir-
sterkari. Ég slökkti á kertinu og
bjóst til aö sofna. En rétt þegar að
þvi kom, heyrði ég þrusk og ég
fékk ákafan hjartslátt. Sama
brakið, sama létta fótatak ein-
hvers sem fór framhjá mér, án
þess að ég gæti séð hann. Ég reis
upp og ætlaði að fara að æpa upp
yfir mig, þvi aö mér fannst ég
ekki geta þolað meira af þessu.
En ég æpti ekki upp. 1 stað þess
varð ásetningur minn að komast
betur að þessu hræðslunni yfir-
sterkari. Kannski voru einhver
leynigöng f þessu húsi. Ég hafði
heyrt, að mörg þessara gömlu
húsa viö Hudsonfljótið, væru
þannig byggð eöa þeim hefði
verið breytt og gerðir i þau
gangar og smáherbergi, afþvi að
kring um 1812 var mikið um rán
og rtkir húseigendur höfðu faliö
silfrið, gimsteinana og stundum
sjálfa sig i þessum herbergjum.
Væru einhver leynigöng i þessu
húsi, ætlaði ég mér að finna þau.
Ég'var orðin þreytt á að heyra
hljóð, sem ég vissi ekki, hvaðan
komu. Kannski var þetta Polly
frænka að reyna aö hrekja mig
burt. Kannski var það hún, sem
hafði reynt að riða mig um koll.
Væri hún þessi næturdraugur,
skyldi hún hitta mig þegar hún
sneri aftur i ibúðina sina, þvi að
þrátt fyrir loforð mit't við móöur
mina, þá ætlaði ég mér að tala við
Polly frænku. Og kæmist ég aö
þvi, að hún væri eitthvað
hættuleg, skyldi ég sjá um, að hún
færi tafarlaust burt úr húsinu.
Enda hafði móðir min sagt, að
hún skyldi koma Polly fyrir á
hæli, ef ég krefðist þess.
Einbeittnin vann bug á
hræðslunni hjá mér, og ég steig
fram úr rúminu, fór i slopp,
kveikti á kerti og gekk djarflega
niður stigann, gekk yfir gangana
á fyrstu hæð, sem ég haföi verið
svo hrædd við og leit ekki
einusinni á allt skrautið, sem þar
hafði orðið eftir frá dansleiknum.
1 nótt var ekkert ljós á stiganum
sem lá að norðurálmunni -
kannski vegna þess, að nú voru
þar næturgestir. Ég gekk hratt og
hljóðlaust beint að ibúð Pollyar
frænku. Ég sneri lásnum, ákveðin
að biða þangað til hún kæmi
aftur, og komast þá að þvi, hvers-
konar manneskja þetta eiginlega
væri. Og svo ætlaði ég lika að
segja henni, að ég væri orðin
þreytt á þessu næturgöltri
hennar. Enda þótt ég gæti ekki
bannað henni alla umferð um
húsið, skyldi ég að minnsta kosti
banna henni aðgang að minu
herbergi framvegis.
En einbeittni og hugrekki nægir
ekki alltaf. Hér mætti mér
þröskuldur, sem mér hafði aldrei
dottið i hug. Dyrnar að ibúðinni
voru læstar. Sem snöggvast
missti ég allt hugrekkið og von-
brigðin ein urðu eftir. En svo
herti ég upp hugann og gekk að
álmu heimilisfólksins. Ég
gekk beint að Ibúð þjónustu-
fólksins á þriðju hæð og stað-
næmdist við dyrnar hjá frú
Voorn, en heyrði enga hreyfingu
þar inni. Ég reyndi varlega við
huröarlásinn og hann snerist og
dyrnar opnuðust. Ég hlustaði og
varð rólegri þegar ég heyrði frú
Voorn hrjóta hátt. Kertið mitt
lýsti á boröið I setustofunni. Eins
og ég hafði búizt við, lá þar stóri
lyklahringurinn, sem frú Voorn
gekk venjulega meö I keðju við
beltið.
Ég tók lyklana og hélt þeim fast
upp að mér svo að ekki skyldi
hringla i þeim, og tritlaði svo á
berum fótunum út úr herberginu
og lokaði varlega á eftir mér. Svo
fór ég niður aftur og alla leiö að
noröurálmunni.
Enn var ég komin aö dyrunum
hjá Polly frænku og ég reyndi
nokkra lykla, áður en ég fann
þann rétta. Ég vonaði bara, aö
hún væri ekki komin aftur, en ég
haföi ekki verið burtu nema
nokkrar minútur, svo að það var
ótrúlegt, aö hún heföi lokið þessu
næturgöltri sinu.
Framhald í nœsta blaði.
42 VIKAN 13. TBL.