Vikan - 29.03.1973, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST
BRUÐURIN GRÉT
AF HAMINGJU
Það er hægt að gráta af fleiru en sorg
og það kom fyrir leikkonuna Juliet
Kempson, hún grét af hamingju, þegar
hún kom út úr kirkjunni, eftir hjóna-
vígslu sína, en hún giftist ungum lög-
fræðingi, sem heitir Nicholas Morris.
Sem betur fór, var Rachel frænka
hennar viðstödd og gat huggað brúð-
ina, eða komið henni til að brosa af
hamingju. Þessi Rachel frænka henn-
ar, er móðir systranna Vanessu og Lynn
Redgrave.
SONARSYNIR TOLSTOJS
Þessir bræður bera mjög frægt nafn,
þeir eru nefnilega sonarsynir Leo Tol-
stojs og eru búsettir í Svíþjóð. Hér
sjást þeir fyrir framan ættaróðalið
Halmbyboda. Þeir heita Nikita og Paul
Tolstoj. Það er rómantísk saga að baki
þess að sonarsynir hins fræga rúss-
neska skálds eru búsettir í Svíþjóð.
Sonur Leo Tolstojs, sem líka hét
Leo, kom til lækninga í Svíþjóð, nán-
ar tiltekið til hins fræga læknis Ernst
Westerlund. Þar kynntist hann dóttur
læknisins, sem hét Dora. Það var áat
við fyrstu sýn, þau giftu sig og fóru
aftur til Rússlands, þar sem þau eign-
uðust níu börn og eru fimm þeirra enn
á lífi. Eftir uppreisnina í Rússlandi,
árið 1917, hvarf fjölskyldan til Sví-
þjóðar og settist að á ættaróðali Doru,
Halmbyboda. Elzti bróðirinn, Paul, sem
nú er sjötíu og tveggja ára, býr ennþá
í aðalbyggingunni. í gulu húsi, rétt
hjá, býr yngri bróðir hans Nikita, sem
er sjötugur. Við segjum síðar frá ást-
arævintýri hans, sem ekki er síður
rómantískt en skáldsögur afans.
Það hefur verið mikið um það deilt
hvort skáldsága Tolstojs, Stríð og frið-
ur, sé ættarsaga hans. Bræðurnir Paul
og Nikita draga það ekki í efa. Það
eru meira að segja sömu nöfnin. Aðal-
persónan í bókinni, Ilya Andreievitch
Rostov á margt sameiginlegt með afa
Tolstojs, sem hét Ilya Andreievitch
Tolstoj. Nú er búið að gera sjónvarps-
þætti eftir skáldsögu Tolstojs, Stríð og
friður, og farið að sýna þá í Englandi.
Þeir hafa hlotið sörhu vinsældir og
Ashton-fjölskyldan og Saga Forsyte-
ættarinnar. Vonandi fáum við líka að
sjá. þessa þætti.
MUNA PRINSESSA
MÁ GIFTA SIG
Fjórum árum eftir að Hussein konung-
ur í Jordaniu skildi við fyrstu konu
sína, kvæntist hann ensku stúlkunni
Toni Gardiner, sem síðan var kölluð
Muna prinsessa. Eins og kunnugt er,
hefur hann nú fengið sér ennþá eina
konu og skilið við Munu. Það hefur
verið sagt að hún sé illa stödd, að því
leyti að hún megi ekki gifta sig aftur,
en Hussein segir að það sé ekki rétt,
hún megi gifta sig aftur, hverjum sem
hún vill. Hér á myndinni er Muna með
fjögur kóngabörnin sín, en þau hafa
ekki rétt til ríkiserfða.
DIANA ROSS
er nú erðin tuttugu og átta ára. Hún
var einu sinni fyrirliði söngtríósins
„Supremes“ og síðar einsöngvari. Nú
er það haft fyrir satt að hún hafi ver-
ið tilnefnd til Oscarsverðlauna fyrir
leik sinn í kvikmyndinni „Lady Sings
the Blues“, en það er kvikmynd sem
gerð er um ævi söngkonunnar Billie
Holiday. Ef Diana Ross fær Oscars-
verðlaun, þá er það í fyrsta sinn, sem
hörundsdökk kona fær þau verðlaun.
Sidney Poitier hlaut þessi verðlaun
fyrir níu árum og hann er sá fyrsti
hörundsdökkra karlmanna.