Vikan - 18.04.1973, Síða 22
— Ég verðekki lengi i burtu- Ef þú
þarfnast min, skaltu bara hrópa
hátt. Svo hvarf hann i áttina til
hliösins.
Jean hreiðraði um sig i
framsætinu, með lokuð augu.
Hamingjan sanna...........hann
hafði......Harry
hafði . . .Harry hafði . . Hvað
gat þetta þýtt?.....?
Harry drap á dyr kofans og
eftir að hann var búinn að biða,það
sem honum fannst heil eilifð, var
honum hleypt inn. Hann gat svo
talið dyravarðarkonuna, sem var
svo náföl, að það var likast, að
hún hefði verið alin upp á
kekkjóttum graut frá fæöingu, á,
að leyfa sér að nota hússimann.
Hann var svo þrár, aö loksins
k.om að þvi að herra Butler kom I
simann.
Hann sagðist vera búinn að segja
þaö sem segja þurfti, hann gæti
kannske veitt honum áheyrn eftir
einn eða tvo daga.
Harry var örvilnun nær og
sagöi að einasta erindi sitt væri
að kaupa af honum sparigris.
Herra Butler fussaði fyrirlitlega.
Þetta var furöuleg ástæða, hann
átti ekki orð til að lýsa hneykslun
sinni.
— Sparigris er þó skiljanlegra
hugtak en afturganga, öskraði
Harry.
— Verið þér sælir, herra
Fairchild, og þar meö lagði herra
Butler simtólið á.
Harry lagði frá. sér simtólið og
bölvaöi bráðu skapi sinu I hljóði.
Nú var ekki um annað að gera en
að komast inn i höllina með valdi.
En i þvi kom digur og
skuggalegur maður inn I stofuna.
Harry gaf alveg frá sér hug-
myndina um innbrot.
Hann var i djúpum þönkum,
þegar hann gekk aftur út að
bilnum. Þegar hann átti nokkra
metra eftir, hugsaði hann að Jean
hefði lagt sig i bilnum, en þegar
hann opnaði bildyrnar, sá hann að
billinn var mannlaus.
Harry varð ergilegur. Hvað var
hún nú að gera. Liklega aö tina
blóm? Hann gat hvergi komiö
auga á hana. Hann gekk framhjá
bilnum og gáöi inn i þétta
runnana við veginn. Hann sá hvar
girðingin endaði. Jæja, þannig
var það, girðingin var þá ekki allt
um kring. Þetta var aöeins til að
sýnast. En, fjandinn hafi það,
hvaö var orðið af Jean? ' "
En svo fékk hann sting af ótta.
Þaö leit út fyrir aö Jean væri
horfin. Hann flýtti sér aftur aö
dyravarðarhúsinu. Þa’ð gat veriö,
að maðurinn, sem kom um leiö og
hann fór út,*vissi eitthvað. Það
varekki laust við það. Hann hafði
gengiö fram hjá bil Harrys og
ekki séð nokkra manneskju i
honum, en aftur á móti hafði hann
séð bíl, sem ók á ofsahraða og var
nærri búinn að keyra hann um
koll.
Harri sagði: — Hvar get ég náð
I lögregluna?
En honum var sagt aö i þorpinu
•væri engin lögregla. Hvað höfðu
þorpsbúar svo sem með lögreglu
að gera?
Þegar Jean kom til sjálfrar sin,
fann hún að hún var með ofsa-
legan höfuðverk. Hversvegna var
svona dimmt? Var hún að verða
blind? Nei, þarna var skuggi, það
móaði fyrir manni. Var það
Harry?
Hún lá á gólfi og maðurinn sagöi
(þaö var ekki rödd Harrys): — Þú
getur sparað þér ópin, það heyrir
engin til þin, en ég ætla nú samt
ekki að hætta á neitt.
Hann var að vefja hana i enda-
lausum böndum og henni fannst
hún vera eins og póstböggull.
Hendurnar voru fyrir aftan bak
og þegar hún hreyföi þær, fann
hún að hún var með handjárn.
Hún opnaöi munninn, til aö öskra
svo hátt sem hún gat, en
maðurinn gréip grófri hendi um
munn hennar. Þegar hann linaði
takið, var hún með tár I augunum
af sársauka.
Hann flýtti sér að binda hana.
— ^Opnaðu munninn, sagði hann.
Hann stakk einhverju hörðu
upp I hana og henni fannst hún
vera að kafna. En hún hafði þekkt
manninn.
Hún m.undi nú eftir hvita blóm-
sveignum - brúnu fötunum.
Litlum ' stingandi augum
Varney.
Eftir svolitla stund gat hún
slakað svo á að böndin meiddu
hana ekki og hallaði sér þannig að
hún gat andað, þrátt fyrir þetta
andstyggilega munnkefli. Það
var óhugnanlega kyrrt þarna.
Hún þvingaöi sig til að anda djúpt
og rólega. Svo fór hún aö greina
umhverfiö. Það var reyndar hálf-
rökkur og þrúgandi þögn.
Maðurinn var horfinn.
Hún lá á hörðu moldargólfi,
veggirnir voru hlaðnir úr steini og
limdir saman með einskonar leir.
Gegnum litla sprungu i veggnum
kom dauf birta. Plankahurð hékk
á skökkum lömum og það rifaði
milli hurðar og karms.
Skyndilega hvarflaði að henni
hvar þessi staður væri. Þegar þau
Harry óku eftir veginum, hafði
hún séð lágan, hrörlegan stein-
kofa við veginn. Henni hafði
fundizt þetta mjög myndrænt
innan um trén og grænt grasið.
Kofinn hlaut þvi að vera
sýnilegur frá veginum. Varney
hefði annars ekki séð hann.
Varney þekkti ábyggilega ekki
betur en þau þetta uifthverfi. Hve
langt væri út að veginum? Um
hundrað metrar? Myndi hún geta
velt sér þangað?
Nei, það var ekki hægt. Hún var
tjóðruð við vegginn.
Nú mundi hún óljóst hvaö
Varney hafði sagt. Hún hafði
hlustað á rödd hans, án þess aö
leggja sig eftir orðunum. En
nú mundi hún þau. Meðan hún
hóstaði og stóð á öndinni vegna
keflisins, haföi hann sagt: — Ég
verö aö skreppa frá, Cunliffe, en
ég kem bráðlega aftur, og þá
skulum við tala saman
........um grisi.
Harry kom öllum þorpsbúum i
uppnám. Unglingurinn með
pipuna reyndist'vera sonur hótel-
háldarans og hann hét Johnny
Roach. Hann stakk tveim
fingrum i munninn og framleiddi
skerandi blistur. 1 sömu andrá
voru sjö, átta karlmenn og álika
margar konur, komin á yettvang
fyrir framan hótelið. Þau ræddu
svo I ákafa hvað skyldi tekiö til
bragös.
Harry hljóp að simanum og
reyndi að ná sambandi viö
lögreglu i næsta þorpi. Hann
þvældi einhver ósköp viö sima-
stúikuna, sem varla skyldi orð af
þvi sem hann sagði, en þá heyröi
hann meö ameriskum málhreimi,
rétt viöhliðina á sér: — Ó, Harry,
þarna ertu þá. Það var
sannarlega ekki auðvelt að hafa
upp á þér.
Og þarna stóð Dorinda I sinum
gullinbrúna kjól, með þrefalda
perlufesti um hálsinn og Harry
fann hjá sér heita löngun til að
hengja hana I festinni.
Hann urraði einhver lokaorð i
simann og lagöi simtólið á.
— Hvar er Jean Cunliffe? sagði
hann reiöilega við Dorindu.
— Ég skil ekki hvað þú átt viö,
elskan, svaraði hún. — Hvers-
vegna hljópst þú frá mér?1 Ég
ætlaöi endilega að tala við þig I
Amsterdam. Já, það er alveg satt
- þetta er Frank Miller, sem er
með mér á ferö. Þetta er Harry
Fairchild, Frank. Loks-
ins . ..
Hún brosti og dró af sér brúnu
hanskana. Maðurinn við hlið
hennar hélt gráá flókahattinum
upp að brjóstinu og kinkaði
kurteislega kolli.
Harry sagði: — Hvað viltu mér,
Dorinda?
— Svona nú, vinur minn, sagði
Dorinda, - bittu mig ekki. Ég vil
það^ama og þú, að sjálfsögðiL Ég
er að leita að litlu stúlkunni, hvar
er hún.
— Hvað vilt þú litlu stúlkunni?
Hvað kemur hún þér viö?
— Hún er litla systir min. sagði
Dorinda.
Það var eins og opnazt heföi bý-
flugnabú inni i höfðinu á Harry.
Roach - pilturinn stakk höfðinu
inn um gættina og kallaði: — Við
byrjum strax að leita. Og svo var
hann horfinn.
Dorinda sagði:-----Svona nú,
Harry - vertu ekki svona
undrandi. Seztu niöur og segðu
mér þetta allt. Hvað er að ske
hér?Hefirðu fundið einn spari-
grisinn ennþá? Voru einhver
skilaboð i honum.
Harry seRist, og það gerði
Dorinda lika.
Hann sagði: — Hvar er Jean
Cunliffe?
— Hún vinkona þin? Er það hún
sem er orsökin af öllum þessum
látum.
Harry sagði, og rödd hans skalf
af r.eiði: — Það er kominn timi til
að þú segir mér hvað þú ert að
gera. Þú færð fimm minútur.
— Ó, Harry, andvarpaði
Dorinda. — Hversvegna ertu
svona reiður? Ég hélt fyrst að við
værum mótstöðumenn, skilurðu
það? En nú held ég það væri
heillavænlegast fyrir \>kkur aö
sameinast um þetta, aö minnsta
kosti til að byrja meö.
Veslingurinn hún stjúpa min
ligg'ur á sjúkrahúsi. Vissirðu það
ekki? Hún hefir orðið fyrir
hræöilegri árás andstyggilegra
manna.
Harry svaraði ekki. Hann
hlustaöi á það sem hún sagði.
Hann einbeitti sér til að komast
að sannleikanum um Dorjndu.
— Leyföu mér aö segja þér
þetta allt frá upphafi, sagði
Dorinda. — Fyrir fimm árum
gifti faðir minn sig aftur.
Marybelle var yndisleg kona,
ákaflega kvenleg og ljúf. Ég hafði
ekkert viö þetta bjónaband aö
athuga. Ég kom ekki svo oft
heim, - og feöur hafa íika sinar
tilfinningar.
Harry leit á klukkuna og
Dorinda flýtti sér að segja:
— En svo skaut þessum
Beckenhauer upp og vandræöin
hófust fyrir alvöru. Faðir minn
haföi ' ekki hugmynd um
hjónaband Marybelle og fööur
þins. Hann vissi heldur ekki neitt
um barniö. Svo lagði hún spilin á
borðiö. Hún neyddist til þess.
Sannleikurinn er sá, aö faðir
minn þjónar mjög mikilvægu
Framhald á bls. 42
22 VIKAN 16. TBL.