Vikan


Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 5
með sama fólki og ekki er útilok- að hún liggi einhvers staOar 1 leyni i svefnherberginu þinu, ef vei er gáð. HugsaOu þig allavega vel um, áOur en þú ferO aO dæmi Noru og hleypur aO heiman frá börnunum. óáreiðanlegar auglýsingar. Kæri Póstur! Ég ætla mér ekki aö spyrja þig rá6a vegna einhverra rúmvand- ræða, heldur er erindið hvort þú getir veitt mér upplýsingar um, hvernig á þvi stendur hvað ein- kennileg afgreiðsla er hjá ýmsum fyrirtækjum af öllum mögulegum stæröum og geröum i höfuðborg- inni. Þau auglýsa, aö þau sendi vör- ur i póstkröfu. Ef efndirnar eru þannig, að yfirleitt verður að hringja æ ofan i æ eftir vörunni og frá sumum kemur hún alls ekki, þó að játað hafi verið að hún sé til og loforö verið gefiö um að senda hana strax. Þaö er allt of oft, sem við hérna úti á landi fáum að sitja á hakan- um, þegar viö þurfum að hafa einhver viðskipti viö aðila i höfuö- staðnum. Það reynir oft á taug- arnar, þegar á liggur. Viltu vera svo góður að segja mér, hvað þú lest úr skriftinni minni? Beztu óskir um framtiðina Vika min. Kveðjur. Ein úti á landi, sem hefur gott minni og biöur. Pósturinn kemur þessum kvörtunum þinum hér með á framfæri, cn þvi miöur gctur hann ekkert annað gert og ekki veit hann, hvernig á þessu stendur. Skriftin bendir til ákveOins skaplyndis en nokkurrar tilgcrö- ar. Vér fúlar. Hæstvirti Póstur! Vér höfum skrifað yður áður, en fengum ekki svar, svo aö vér vonum, að þér aumkist yfir oss i þetta skipti. Þannig er mál með vexti, aö vér erum i vanda staddar. Vér er- um nefnilega svo yfir oss hrifnar af tveim strákum, sem eru i vor- um bekk. Vér erum ofsalega feimnar viö þá. Vér höfum aldrei tækifæri til að tala viö þá. (Auö- vitað virðist þetta ægilega asna- legt, en svona er það nú samt). Vér eigum skæöa keppinauta. A skólaböllunum höfum vér reynt okkar bezta til að krækja I þá, en hvorki hefur gengiö né rekið. Þeir sýna engan áhuga. Vér erum vist taldar fúlar. Hvernig eigum vér að auka vinsældir vorar út á við, ná I strákana og verða ánægðar i fyrsta sinn i vetur? Elskulegi Póstur! Svarið þessu bréfi, þvi að þetta er oss mikiö hjartans mál. Hvernig er skriftin og hvaö les- ið þér úr henni? Hvernig hæfa hvort öðru hrútur og hrútur og hrútur og fiskur? Verið þér blessaðir og sælir og haldiö góðri heilsu til æviloka. Tvær einlægar aödáynjur. GangiO beint til piitanna I næstu friminútum I skólanum, hneigiö ykkur og segiö: Elskulegu piltar! Vér erum einlægar aödáynjur ykkar og förum fram á aO binda trúss vort viö ykkar aö minnsta kosti um nokkurn tima til reynslu. Vérerum ekki eins fúlar og margur heldur. AO svo mæltu skuluö þið hneigja ykkur aftur og bföa eftir svari. Skriftin bendir til samvizku- semi og léttlyndis fremur en fúl- lyndis. Tveir hrútar ættu sem minnst að hafa saman að sælda, vegna þess, hve ótryggt samband þeirra er dæmt til að vera. Sam- band hrúts og fiskjar getur hins vegar blessazt, ef vel er haldið á spööunum. ia Jettnyy Skolavoróustig, vill segja fra Það er vel gert sem við gerum sjálfar Póstsendum Hannyrðavörur frá Jenný prýða lieimilið HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jettttý SkólavörBustíg 13a - Sfmi 19746 - Pósthólf 58 - Reykjavfk 11. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.