Vikan


Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 37
hafði engar morðhugsanir i huga gagnvart Margot, og lika, að Margot óskaði þess sjálf aö deyja og að hún storkaði honum. En segöu mér eitt, hvert ert þú eigin- lega að fara? Hversvegna ertu að setja niður i töskur? Ég reyndi að þurrka af mér tár- in með votum fingrunum. — Ég veit það ekki. Ég ætla að vera fyrst um sinn i borginni, að minnsta kosti þangað til ég veit eitthvað frekar um Stuart. Ég verð að fara héðan eins fljótt og ég get. Vilt þú kannski aka með mig til borgarinnar? Hann tók litla skiðamanninn og setti hann við hliðina á hálsmen- inu. — Stuart kemur ef til vill hingað aftur. Það er ekki óliklegt, að hann komist aftur á skiði. Biddu hans hér. Ég leit upp og starði á Julian meðan hann talaði við mig. — Og eftir á að hyggja þá hefur þú starfi að sinna hér, að minnsta kosti þangaö til Adria kemst i skólann. Ég býzt við að það geti orðið i byrjun næsta skólaárs, helduröu það ekki? — Ég vil ekki vera hér, sagði ég og stóð rösklega upp. — Það eru of margar... margar... — Minningar um sorglega at- burði? En er ekki nauðsynlegt að reka þær á flótta, rýma til fyrir öörum og betri minningum? Ég hristi höfuðið. — Ég veit að i hvert sinn, sem þú litur á mig, þá minnist þú Stuarts. Og hvernig á ég að verða Adriu að liði, þegar mér tókst ekki betur með bróöur minn? — Já, þvi betur, sem þú hefur nú meiri reynslu. Og hættu nú að ásaka sjálfa þig. Hann var frekar stuttur i spuna. — Ég þekki eng- an, sem ég trúi betur fyrir Adriu... um alla framtið. Mér fannst hann lita reiðilega á mig, eins og að hann væri argur yfir þvi að þurfa að vera að þrefa við mig. En svo brosti ég til hans. Hann greip um axlir mér og sneri mér að sér, svo vafði hann mig örmum. Áður en varði var hann búinn að loka munni minum með ástriðufullum kossi. — Gerir þetta hlutina ekki svo- litið ljósari fyrir þér, Linda? Adria þarfnast móður. Og ég þarfnast þin, Linda. Ég þarfnast raunverulegrar eiginkonu. En burtséð frá hagsmunahliðinni, þá get ég alls ekki hugsað mér lifiö án þin. Þú reitir mig oft til reiði. En viltu samt ekki segja, að þú elskir mig, Linda'’ Seinni kossinn var undur bliður og ég leit i augu hans. — Þú veizt það vel, þú veizt að ég elska þig. Einhverju var kastað i glugga- rúöuna. Það var Adria, sem var að kasta snjókúlum. Við gengum út að glugganum og horfðum nið- ur tfl hennar. Hún ljómaði af á- nægju. — Komið þið niður til að leika við mig! kallaði hún. — Bæði! Bæði. Julian veifaði til hennar og við flýttum okkur ut til telp- unnar. Já, það var sannarlega kominn timi til að má út minning- arnar um það liðna. Cinnabar kom lallandi einhvers staðar að og fetaði eftir ganginum með okkur. Það var ekkert dular- fullt við hann, þetta var aðeins venjulegur, gulur köttur. Sögulok. Mamma er að læra Framhald af bls. 23 mér úr skólanum. Hvað strákn- um við kemur, þá sýnir hann þessu námi minu mikinn áhuga, og finnst mjög gaman að fá að flettabókum, þarsem myndir eru af steingervingum og öðru skemmtilegu”. ,,Ef þú heldur áfram bg lýkur BS-prófi, hvað ætlarðu þá að gera? Kenna landafræði i fram- haldsskóla?” ' ,,Ég held, að ég fari aftur i barnakennslu. Ég þarf i öllu falli að kenna eitt ár, þvi það er skylda þegar maður hefur fengið orlof, en ég held að ég hefði ekki áhuga á að breyta til og fara að kenna ( framhaldsskóla.Ég held ég myndi fremur reyna að beita áhrifum minum innan barnaskól- anna, i þá átt að gera landafræði og náttúrufræðikennslu meira lif- andi en nú er. Landafræðin er i rauninni ákaflega fjölbreytt og lifandi grein og snertir flest það, sem við kemur vist mannanna á jörðinni. En eins og hún hefur verið kennd á barnaskólastigi er hún litið meira en örnefnaþula. Og náttúrufræöikennslan er rig- bundin við kennslubókina og oft i litlum tenglsum við náttúruna úti fyrir kennslustofunni. Mig dreymir um að sjá náttúrufræöi- stofu, þar sem eru steinasafn, dýrasafn, jurtasafn, góð landa- kort og hentugar bækur, um þessi efni, sem áhugasamir nemendur geta flett upp i. Og ég vona að þessi draumur eigi eftir að rætast.” f v ' y. y- v; -J ;; VOPH Bankastræti 9 - Sími 11811 Full búð af nýjum vörum Meðal annars frá Biba: Toppar með síðum pilsum, dragtir. Lord John: Flauels smókingar. Föt með og án vesti. Emma Saboot: Skór og stígvél fyrir dömur. Casanóva Fashion: Allskyns flauels fatnaður fyrir dömur og herra. SENDUM í PÓSTKRÖFU HVERT SEM ER

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.