Vikan


Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 18
 Raunasaga úr dreifbglinu Husmóðir úr dreifbýlinu sendi okkur krossgátulausn. í fyrra og lét vísu fylgja með. Við birtum vísuna í vísnaþættinum. Þá barst okkur bréf frá henni, þar sem í ljós kom, að vísan var eftir Ká- inn. Hún kvaðst hins vegar kannski geta sett saman þanka húsmóð- ur úr dreifbýlinu. Nú hefur hún sent okkur pistil - í bundnu máli, t\*/1 Það var einn af þorradögunum, þegar gekk hér allt á tréfót\im, inn í húsið litríkt barst mér blað og boðið var að skrifa ögn í það. Gein ég við og greip tun pennann minn. gamli loksins rættist drainnurinn. Málaskjóðu minni að leysa frá mikil var mér orðin þörfin á. Skoðun mína skyldi ég þegar tjá skemmtilega og eyrum margra ná. Rauðsokkum ég leggja vildi lið létta, fegra og bæta mannlífið. Þama var nú þankinn staddur minn, er þungbrýnn kom inn sjálfur húsbóndinn. Ekki sagð'ann .aukatekið orð. 1 eldhúsinu settist hann við bohð. Kraklcaskríllinn skeiðaði svo inn, skrækti: "Mamma, hvar er maturinn? Eitthvað er hér óviðfelldin lykt." Illa hafði ég staðið mína plikt. Upp úr potti ýsan hafði synt, undir honum alltof mikið kynt, kartöflumar kraumaðar í mauk. Kafþykk bræla úr öllu saman ravik. Lagfært hafði ég löggjöfina um skatt, langað til þess áður, það er satt. Konur vil ég keyri jarðýtur. Karlar geta verið húsmæður. Offjölgun er vandi við að fást, varla er hún af einni saman ást. Pillu vil ég pilta láta fá, en prófa hana áður hrossum á. Rann nú af mér mesti móðurinn. Mikillega þyngdist róðurinn. Eldhúsið mitt, ó, sú viðurstyggð. Ekki eru húsverkin mín æðsta dyggð. Hér á sögu rek ég rembihnút. Rækilega þarf að lofta út. Kannski þegar kemur dagur nýr kátleg hlið á þessu að mér snýr. 18 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.