Vikan


Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 25

Vikan - 14.03.1974, Blaðsíða 25
UMSJÓN: EVA VILHELMSDÖTTIR. TÍZKUHÖNNUÐUR Rétt 10 ár eru liðin, siðan enski tizku- teiknarinn, Barbara Hulanicki og maður hennar Stephen, opnuöu fyrstu Biba tizku-' búðina i London. Tveim árum seinna fluttu þau i stærra húsnæði á Kensington Church Street. Þá tóku þau upp á þvi að innrétta alla búðina i gamaldags aldamótastil og mála i dökkum muskulitum, sem þá þóttu algert hneyksli. Rjómalitaðir veggir voru þeir einu viðurkenndu og til að þóknast fjöldanum reyndu hjónin á nýjan leik. Þau breyttu innréttingunum á hefðbundna visu, en þegar frá leið, tóku þau upp fyrri hugsunarhátt og blésu á álit almúgans. Gömlu húsgögnin og dökku litina tóku þau upp aftur og innréttuðu tizkubúðina i skemmtilega gamaldags en þó glæsilegum stil, sem þau hafa haldið æ siðan 1969 fluttu þau aftur og nú á High Street Kensington. Þeim var farið að vegna mjög vel og unga fólkið varð hugfangið af skemmtilegu andrúmslofti búðanna. Fatnaðurinn sem Barbara sjálf hannaði ásamt öðru, t.d. snyrtivörum, handklæðum, veggfóðri, lömpum og púðum, sló i gegn, þvi fólk kornst að raun um, að i Biba fengust vör- ur hannaðar af hugviti og góðum smekk. Siöast liðinn október, opnuðu þau eitt það at- hyglisverðasta og glæsilegasta vöruhús i allri London. Þetta hingaö til mesta ævintýri þeirra, er hus á fimm hæðum, byggt 1935—38 og staðsett við sömu götu og gamla Biba, nánar tiltekið beint á móti. Fyrsta hæðin er innréttuð I 1930 ára stil með spegilklæddum sýningarbásum, marmaragólfi og brúnum þykkum gólfábreiðum. Þetta gefur mikla viöáttu I salinn og er einstaklega glæsilegt. Þar eru seldar hljómplötur, skór, snyrtivör ur, töskur, hanzkar, hattar, og skartgripir. A annarri hæð er ævintýraland barnanna. Þar er stór kastali, gata úr villta vestrinu, hunda- kofinn hans Snata og fullt af leikföngum og rými þar sem börnin fá að leika sér frjáls. Einnig eru þar deildir innréttaðar sem risa- land eöa putaland. svo börnum finnst þau ýmist stór eða litil. Þriðja hæðin er fyrir herramenn og drengi. Einnig er þarhjákonu- deild með dýrúm fatnaði, t.d. pelsum, satin- undirfötum og náttkjólum. A 4. hæðinni er heimilisdeildir, þar sem fást t.d. glerhús- gögn, leirvörur, búsáhöld, veggfóöur, máln- ing og speglar. Fimmta hæðin er hinn dýrðl. regnbogasalur, ásamt veitingastaö og bar. I kjallaranum er nokkurs konar náttúru- lækningabúð með megrunarfæöi og heilsu- samlegum mat. Aður en langt um liður, hyggjast hjónin einnig opna hárgreiðslu- stofu, heilt kvikmyndahús og útiveitingastað á þaki hússins. A þessum siðum sjáum við Biba-fatnað ljósmyndaðan i tizkubúðinni Biba.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.