Vikan


Vikan - 15.08.1974, Side 22

Vikan - 15.08.1974, Side 22
hennar voru blinduð af tárum, og sagði: — Já, það er rétt, þú skalt fara, þegar allt er yfirstaðið. 1 dag hafði Mary lagt sig fram I slðasta sinn. Stóra stofan með eikarþiljunum var nú opin út i garðinn og sjávarloftið streymdi inn, og þaö logaöi glatt i arninum. Það var lagt á marmaraboröið, sem faöir hennar hafði einu sinni dröslaö meö sér heim frá Italiu. Gamii presturinn stóð viö arininn og sólargeislarnir brotnuðu i fag- urskornu krystalsglasinu, sem hann hélt á I hendinni. Mary tók yfirhöfnina af Winifred og dró af henni þrönga glófana, og gamli maðurinn reyndi að haida uppi einhverjum samræðum. Peter Callaghan hellti vini i glas handa henni og Winifred sá þessa tvo dökkklæddu menn eins og i móðu. Fram að þessu hafði enginn ótti fyrir framtlðinni gripið hana. Þegar gamli presturinn þrýsti hönd hennar I kveðjuskyni, bjóst hún viö að lögmaðurinn færi að dæmi hans og beið þolinmóð eftir þvl að Peter Callaghan kveddi, en þaö gerði hann ekki. Hann stóð þarna og virti hana fyrir sér, sneri bakinu I arineld- inn, aö þvl er virtist mjög rólegur. En hann var að yfirvega hvernig hann ætti að orða bezt, það sem hann þurfti að segja henni. Það yrði erfitt og hann vissi ekki hvernig hún myndi taka þvi. Richard Culkin, faðir hennar — guð veri með sál hans, — hafði veriðlærður heiðursmaður og svo aðlaðandi, að hann gat lokkaö til sin fuglana I trjánum, hvaö þá annáð. En hann hafði hvorki áhuga eöa þekkingu á veraldar- amstri. — Sjáðu til, Winifred, sagði hann, — ég þarf aö tala við þig um framtlð þina. Ég tala þar auðvit- að sem lögfræðingur fööur þlns. Ég er með síðustu boð hans til þln. Hún svaraði ekki og hann tók aftur til máls: — Þaöerum framtið þlna, sem viö þurfum aö tala, endurtók hann og klóraði sér I hnakkanum. — Við verðum að gera einhverjar ráðstafanir þvl viövikjandi. — Hvers vegna? Sviplaust and- lit hennar sýndi greinilega, að hún fylgdist varla með því, sem hann var að segja. Hún beið ein- göngu eftir þvl, að þessi maður færi og léti hana I friði. — Winifred. Hann reyndi að vekja áhuga hennar, en hún virt- ist ekki hafa neitt I huga. — Faðir þinn, hélt hann áfram, — hafði aöeins mjög litlar tekjur. Þú veizt það kannski? Hvaö átti hún aö vita? Eitthvað um tekjur? Þau höfðu aldrei rætt þaö, hún og faðir hennar. Carrig- more var þarna og Mary hélt öllu I sæmilegu standi. Hún hreinsaði húsiö, lagöi mat á borð fyrir þau og þau gerðu ekki kröfu til neins annars. Hún starði þegjandi á lögmanninn og hann óskaði þess Innilega, að hún opnaöi munninn, spyrði einhvers. — Hann ræddi aldrei um tekjur slnar, ekki einu sinni viö mig, héit hann áfram, — aldrei um tekju- stofn sinn, sem ábyggilega var af skornum skammti. En þaö veit ég, að við fráfall hans, falla þær tekjur niður. Hann fór að fletta skjölum, sem hann hafði meðferöis og horfði ekki á hana, vonaði að þetta færi að læöast að henni, áður en hann héldi frekar áfram. Loksins sagði hún: — Þú átt viö, að ég hafi engar tekjur mér til framfæris? Það var greinilegt, að hún hafði ekki meiri áhuga á þessu, heldur en þótt eldurinn færi að rjúka eða að rigning að bylja á gluggunum. Þolinmæðin fór að þverra. hjá honum, en þegar hann leit á þetta skilningsvana andlit, fylltist hann meðaumkun, honum var ljóst, að hún skynjaði ekki neitt nema þá hryggilegu staðreynd, aö faðir hennar var horfinn. En hann gat ekki látið þetta mál afskiptalaust. Hann hafði ströng fyrirmæli. • — Já, þaö er einmitt þaö, sem ég á við, sagði hann afdráttar- laust og hún hrukkaði ennið og strauk fellingarnar á kjólnum sinum, gerði sitt bezta til að skilja hvað hann var að fara. • — Ég get búið hérna og reynt aö fá mér einhverja vinnu, ég þarf ekki mikið til að lifa af. Lögfræðingurinn andvarpaði. Þetta ætlaði að verða honum erf- itt. • — Mér þykir fyrir þvi að þurfa að valda þér vonbrigöum, sagði hann. — En það verður að selja húsið, til að greiöa skuldir föður þíns. Og allt sem I þvl er. Hann haföi litlar tekjur, eins og ég sagði þér áðan, og eins og þú veizt sjálf, þá létuð þið ykkur aldrei vanta neitt — og svo allar utan- landsferðirnar. Nú leit hún á hann með þrjózku- svip. Allar þessar utanlandsferð- ir. Töfralöndin, gönguferðir i sól- skininu, dagdraumar undir grein- um ólífutrjánna.... — Ég hefði ekki getað óskað neins frekar, sagði hún og það kenndi nokkurrar reiði i röddinni. y- Þarf ég þá að svelta núna? ■ — Nei, svaraði hann. — Það gerir þú ekki. Hann leit á skjölin. Henni var ekki ljóst hve mjótt var á munun- um. Enhannhaföiþóvakið áhuga hennar og hann beindi athygli sinni að bréfi, sem hann hélt á. Það var svolítiö forvitnilegt, en það var að sjálfsögðu ekki I hans verkahring aö leggja fram spurn- ingar. — Það er eitt, sem þú getur gert, væna mln, hélt hann áfram eins glaðlega og honum var unnt, — þú getur tekið að þér kennslu. Það eru mjög fáar stúlkur eins vel menntaðar og þú. Hve mörg túngumál kannt þú? Hann vissi svarið fyrirfram. Arið 1790 voru ekki margar stúlk- ur, sem voru svo vel menntaðar og höfðu feröast eins mikiö og hún. — Fimm, svaraði hún, eins og þaö væri ósköp venjulegt. Kenna? Hún, sem alltaf hafði veriö hinn ákafi nemandi, sem naut þess að gleypa I sig vlsdóminn af vörum þess manns.sem hún elskaði ein- an. Hvernig átti hún að kenna, hún gat ekki séð að það væri leiö, til að framfleyta llfinu? Hann reyndi að velja réttu orð- in til að koma henni til að átta sig. — Ég skal segja þér eitt, ég held þú hafir heppnina með þér. Gam- all vinur fjölskyldu minnar er um þetta leyti staddur I Galway. Hann er að leita að kennslukonu handa tveim ungum dætrum sin- um. Mér var aö detta I hug, aö það væri mjög hentug atvinna handa þér. Hentug atvinna. Það var engin hentug atvinna til handa henni. Hún kærði sig heldur ekki um neina atvinnu. Það var allt svo fjarlægt henni. Hún óskaði þess eins, að llf hennar heföi ekki tekið þessum breytingum. Ljúfi guð, voru aöeins fimm dagar siðan? Hún hafði komið inn i herbergið hans, eftir gönguferð um garðinn. Þrestirnir voru óþreytandi að kynna komu vorsins og i fjarlægð heyrðist öldugjálfrið viö tröndina. Faðir hennar hafði setið I stólnum sinum, einkennilega ákafur á svip og rétti henni hönd slna. Hún flýtti sér til hans, en þegar hún náði til útréttu handarinnar, þá vorú fingurnir kaldir. Dáinn. Hentug atvinna. Bara að þessi maður vildi koma sér 1 burtu. Gat hann ekki skilið, að hún vildi vera ein með sorg sína? — Þú myndir ekki þurfa aö gera annað, en að hafa umsjón með telpunum, þær eru tiu og tólf ára. Það er aðallega franska og enska, sem þú munt eiga að kenna þeim. Þaö yrði ekki erfitt fyrir þig Winifred. Þú gætir ekki á betra kosið. Péter Callaghan var vandræöalegur, þetta var i fyrsta sinn, sem hann haföi þurft aö sinna slíkum störfum. Hann reyndi að vekja áhuga hennar, meö þvl að tala innilega til hennar, en hann sá ekki votta fyrir áhuga á stjörfu andlitinu, svo hann gafst upp. Hann haföi hugsað mikið um þaö, hvernig þessi maður hafði fengið vitn- eskju um Richard Culkin en hann myndi aldrei komast að þvi. Hafði Richard haft grun um, að hann ætti ekki langt eftir. Bréf hans haföi komið eins og þruma yfir Callaghan, en honum var ijóst, að hann varð að verða viö siöustu óskum hans... Hafði hann byggt upp þessa furðulegu veröld handa dóttur sinni, vel þess vit- andi, að hún gat aldrei staðizt? — Það er sérlega heppilegt, að þessi maður skuli einmitt nú vera i Galway i viöskiptaerindum. Heppilegt fyrir mig lika, ann- ars hefði þetta tekið mig fleiri mánuði. 1 bréfinu hafði Richard beðið hann að hafa samband við þennan mann, meðan hann dveldi 1 Englandi, en hann var um það bil aö fara til Spánar. Ef hann næði ekki sambandi við hann þar, átti hann að skrifa til Spánar. Svo sagði hann viö Winifred: — Ég er búinn að hafa spurnir af honum og þú getur hitt hann þar klukkan þrjú á morgun. Ef ykkur semur, þá getur þú fariö strax meö honum á skipinu, hann lætur úr höfn eftir tvo daga. — Farið með honum? Hann sá nú loksins eitthvað i svip hennar, sem benti til áhuga, en það var ekki meira en svo, aö hann hefði veriö að stinga upp á þvi viö hana, að hún færi milli bæja á trlandi. — Já, Spánn, sagði hann fast- mæltur. — Þú hefur verið þar með föður þínum, já þú hefur ver- ið þar áður. Já, það hafði verið ein slöasta ferðin þeirra. Það var vor. Hæö- irnar voru þaktar hvitum hibiscusblómum, sem álengdar litu út eins og snjóbreiður og síð- 22 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.