Vikan


Vikan - 15.08.1974, Page 26

Vikan - 15.08.1974, Page 26
Jacqueline Beltoise, eiginkona Jean-Pierra Beltoise, er tuttugu og átta ára. Þau giftust fyrir f imm ár- um og eiga nú son, sem heitir Anthony. Hún er alltaf viðstödd keppnir manns síns. „Konur kapp- aksturshetja verða að gera sér grein f yrir því, að þær eru næstar í röðinni á eftir bílnum. Ég hef aldrei sett það fyrir mig, því að ég kann andrúmsloftinu kringum kappakst- ur vel og reyni að valda eins litlum vandræðum og mér er unnt. Á morgnumfyrir keppni verð ég að þegja eins og gröfin, því að Jean- Pierreerþá mjög uppstökkur, en þó getur hann alls ekki verið einn. Það þýðir ekkert annað en horfast í augu við hættuna. En ég reyni að ráða við hræðsluna og líta á hana sem hluta af lífi mínu. Ég fór að taka Ijósmyndir af kappakstri til þess að hafa eitthvað að hugsa. Ef ég ætti að sitja aðgerðarlaus meðan maðurinn minn er að keppa, yrði ég ein taugahrúga."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.