Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 31
hún var bara alls ekki nógu brött
þessi brekka. Tankbillinn myndi
ekki þurfa að minnka hraðann.
Mann var reiður út i þetta lands-
lag. Hann var á niðurleið og enn-
þá var tankbillinn ekki kominn
upp á hæðina.
En þá lá við að Mann öskraði
upp yfir sig. Rétt framundan var
skilti og á þvi stóö: VEGAGERÐ
— VARÚÐ! Báðar akreinar voru
tepptar, en svört pila benti á mjó-
an stig fram hjá vegavinnumönn-
unum. Hann stundi þungan, þeg-
ar hann sá að það var mjór mal-
arevgur. Hann hemlaði ósjálf-
rátt. Andartak fannst honum aö
hann myndi aka út af, en hann gat
haldiö sig á veginum og átti i fullu
fangi með að halda bilnum á
þessum mjóa vegi. Hann rak aft-
ur upp vein, þegar hann fann að
afturstuðarinn slóst utan i gaml-
an girðingarstaur og skóf stuðar-
ann af. Hann náði þvi rétt aðeins
að halda veginum. Nú fann hann
jafnmikiö æðasláttinn I höfðinu
eins og i hjartanu. En beygjan
var ekki löng og fljótlega var
hann kominn út á malbikið aftur.
Hann sá i speglinum, að skrimslið
hægði á sér, en var samt á hælun-
um á honum. Þetta var leitt, Kell-
er, hugsaði hann, þú náðir mér þá
ekki einu sinni núna.
Bfllinn var kominn miðja vegu
upp 1 næstu brekku, þegar i-
skyggileg gufa fór að læðast und-
an vélarhlífinni. Mann varð bók-
staflega stjarfur. Það kom æ
meiri gufa og að lokum var þetta
eins og goshver. Brekkan var
endalaus, fannst honum. Hann
var búinn að heyra draugalegar
dunur i vatnsgeyminum og beygj-
urnar voru ógnvekjandi. Hann
gat ekki numið staöar. Hann
hlaut að deyja.
Hann sá rauða ljósið á mæla-
borðinu. Hve mikið kælivatn
skyldi vera eftir? Hann sá varla
út um framrúðuna og setti þurrk-
arana i gang. Það hlaut að vera
nóg kælivatn, til að komast upp
þessa fjandans brekku. En hvað
svo? spurði hann sjálfan sig i
angist sinni. Hann gat ekki kom-
izt neitt, nema hann gæti bætt á
kælivatni. Smám saman hægði á
ferðinni. Honum var ljóst að inn-
an skamms myndi vélin drepa á
sér og þá stóð hann þarna á miðj-
um veginum, varnarlaust fórnar-
dýr drekans.
Hann var samt kominn næstum
þvi upp á brekkubrúnina, en
tankbillinn vann á. Hann steig
ennþá fastar á bensingjöfina, en
heyrði aðeins einhver skerandi
hljóö frá vélinni. Góði guð, hjálp-
aðu mér! öskraði hann með sjálf-
um sér. Nú var brúnin rétt fram
undan, — nálgaðist óðum. Billinn
ksörnglaðist til og frá og hraðinn
minnkaði stöðugt — gufustrókur-
inn stóð ennþá upp I loftiö og
þurrkurnar höföu ekki við. Hjart-
að hamaðist i brjósti hans. Góði
guð, láttu mér takast þetta!
Yfir hæðina! Það tókst. Billinn
fór að renna niður á móti. Hendur
Manns titruðu, þegar hann slökkti
á vélinni, kúplaði frá og lét bílinn
renna. Þetta var löng brekka.
Hann rann fram hjá skilti og á
þvi stóð: LANGFERÐAMENN,
AKIÐ A LÁGUM GIR NÆSTU 20
KM. Tvær milur! Einhvers stað-
ar hlaut hann að fá gott tækifæri.
Einhvers staðar!
Hraðinn jókst. Attatiu kiló-
metrar. Rauða ljósið lýsti ennþá.
En hann gat hlift vélinni langan
spöl ennþá. Þessar tvær milur
hlutu að kæla hana. Bara að drös-
ullinn kæmi ekki fast á eftir.
Hraöinn jókst. Attatiu og fimm.
og ennþá kom hann ekki auga á
tankbilinn i speglinum. Ef hann
væri heppinn, þá átti hann að geta
fengið gott forskot.
Hann leit I spegilinn, tankbill-
inn var að koma upp á hæðina og
rann á miklum hraða niður á
móti. Þaö yrði ábyggilega ekki
langt, þangað til hann væri búinn
að ná honum. Hann ók á niutiu.
En það nægði ekki. Hann varð að
nota vélina lika. I örvæntingu
sinni sneri hann kveikjulyklinum,
en ekkert skeði. Enginn -anz!
Mann var nú örvæntingu nær og
sá, sér til skelfingar, að bilið á
milli þeirra minnkaði óðum. ör-
væntingin náði algerlega tökum á
Mann, það var eins og isköld hönd
gripi um hjarta hans.
Svo kom hann auga á undan-
komuleið, nokkurn spöl framund-
an, útskot, eöa vegarspotta, þar
sem hægt var að komast af hrað-
brautinni. Hann átti ekki á öðru
völ, en að nota þetta tækifæri.
Annaö hvort varð hann að beygja
inn á þetta útskot, eða þá að
skrlmslið myndi aka yfir hann.
En hann mátti ekki láta brjálæð-
inginn vita hvað hann hefði i
huga, fyrr en á siðustu stundu.
Nokkrum sekúndum áður en
hann kom að útskotinu, sneri
hann stýrinu snögglega. Billinn
hallaðist, hættulega nálægt berg-
brtíninni. Hann steig fast á heml-
ana og sveigði út af hraðbraut-
inni, svo að hjólin mörkuðu djúp
för i mölina, áður en billinn
stöövaðist, með svo miklum
hnykk, aö hann fann til i hnakk-
anum.
Hann reyndi samt að snúa
striöum hálsinum og gá aftur fyr-
ir sig, og sá tankbllinn, með allri
aftanltrossunni aka áfram á eftir
honum/ann sat algerlega lamaö-
ur. Hann vissi að dauðastundin
nálgaðist, en þegar hann sá fer-
likið nálgast, varð hann svo ótta-
sleginn, að hann skynjaði bók-
staflega ekki það sem var að ger-
ast.
Hann rankaði samt við sér,
þegar hann sá tankbilinn velta á
hliðina, eins og eitthvert forn-
aldardýr og svo var hann horfinn.
Mann skrönglaðist út úr bflnum
og staulaöist fram á bergveggnm,
staulaðist hann aftur fram 'ð
brúnina. Kolsvartur ollureykur
huldi flakið, sem stóð i björtu
báli.
Svo komst hanp aö lokum til
sjálfs sin. Hann fann hvorki fyrir
hryllingi né velgju, það kom ekki
fyrr en seinna. Nei, það sem var
e^t I huga hans þessa stundina,
það var hin ævaforna tilfinning
þess manns, sem hefur sigraö
hættulegan óvin.
GI5SUR
GULLRASS
E-FTIR •
BILL KAVANAGU e.
FRANK PLBTCUER.
Hvernig kunni Rassmina]
við herra Bestill?
*
33. TBL. VIKAN 31