Vikan


Vikan - 05.09.1974, Page 29

Vikan - 05.09.1974, Page 29
Grayson-fjölskylduna, fínt og fágaö heimilið, stóran og fallegan garðinn, vel uppalin börnin og Alice frænku með sina óhaggan- legu hárgreiðslu og fráhrindandi bros. Þegar Ben bað hennar, hafði hún aðeins hugsað um hann, en ekki fjölskyldu hans. En Ben þekkti fjölskyldu hennar. Þau höfðu kynnzt þegar hann var að vinna þarna i bænum og leigði herbergi i sömu götu. Hann hafði verið daglegur gestur hjá þeim i heilt ár og vissi hvernig tengda- fólk hann fengi. Ben var svo sann- arlega heppinn! Hún leit yfir herbergið, sléttaði rúmteppið og fór yfir i svefnher- bergi foreldra sinna. Faðir henn- ar stóð fyrir framan spegilinn og var að hnýta hálsbindið. — Pabbi... — Halló, min kæra. Mér þykir þú vera snemma á fótum. Hvers vegna svafstu ekki svolitið leng- ur? Lestin kemur ekki fyrr en klukkan ellefu, eða er það ekki? — Nei, en... — Ekkert en, sagði faðir henn- ar og leit i kringum sigeftir jakk- anum. — Það er eiígin ástæða til kviða svona löngu fyrirfram. Eld-, skirnin er ekki fyrr en á morgun. Ekki i dag. Hann hikaði, fékk eftirþanka og sagði: — Er ekki allt i lagi. Ertu ekki... ekki... hamingjusöm og allt það? — Jú, pabbi. Auðvitað. En það er bara... Pabbi? 36. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.