Vikan


Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 42
í Aspassúpa með hátfðasvip. 1. dós aspassúpa 1 litil dós aspastoppar vatn, rjómi og aspassoð 1 dl. rjómi og 100-150 gr. rækjur Þeytið rjómann og setjið rjóma- topp á hvern disk og skreytið með rækjunum. Súpa með kjúklingaafgangi Þetta er fljótleg súpa, búin til úr hænsnakjötsafgangi I hana er notað kjötsoð og ýmsar tegundir grænmetis, t.d. púrra, blómkál, tómatar, gulrætur og baunir, og steinselja. Gætið að suðutima grænmetisins, sem er misjafn eftir tegundum. Þessa súpu er skemmtilegt að bera fram sem náttverð, t.d. eftir kvikmynda- hús- eða leikhúsferð og það skemmtilegasta 'við hana er, að það þarf að tyggja hana. Karrýsúpa með hrisgrjónum og rækjum. 1 dl. hrisgrjón 1 saxaður laukur 1- 1 1/2 tsk. karrý 2msk. smjör Látið þetta allt krauma við vægan hita og gætið aö það brúnist ekki. Hellið 1 1/4 ltr. af hænsnakjöts- soði (úr teningum) yfir, og látið sjóða i 20 minútur. Kryddið með salti og sitrónu. Rækjurnar sett- ar saman við. Að lokum er settur 1 dl. af hálfþeyttum rjóma saman við. Fiskisúpa á suðrænan máta Þetta er súpa sem nota má sem aðalrétt. 1 ds. fiskbollur, og fiskur, gjarnan fleiri en 1 tegund. 1/2 dl. hrisgrjón 1 1/2 ltr. vatn 1 hænsnakjötskraftteningur 1 tsk. karrý saffran á hnifsoddi (eða turmeric sem setursama finagullna blæinn á súpuna) 1 lárviðarlauf, 1 hvitlauksbátur 2 msk. tómatkraftur 1 dl . fintsneidd púrra 1 lítil dós mais 1 ds. kræklingur 2- 400 gr. rækjur 1/2 dl. þurrt hvltvln steinselja Sjóðið upp hrlsgrjón, soðf karrý, saffran, lárviðarlauf, hvitlauk tðmatkraft og púrru. Látið krauma undir loki I ca. 15 minútur. Setjið fiskinn saman viö og látið krauma áfram þar til fiskurinn er soðinn. Að siðustu er malsinn settur saman við, ásamt rækjunum og kræklingnum. Sterk grænmetisúpa Sterk súpa I bragði, en hita- einingasnauð. 3 púrrur 1 lítill laukur 1 gulrót sellerl 1 pakki frystar baunir, 1 btint steinselja 1 búnt graslaukur 1 tsk. timian 2 msk. smjör 1-1 1/2 ltr. kjötsoð. Skerið grænmetiö I litla bita og látið steikjast 1 smjöri I ca. 10 minútur. Þynniö meö soðinu. SUPUR eldhús vikunnar UIVISJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT Hl SM.EDRAKENNARI m N, >■ ■ Setjið baunirnar saman við. Kryddið með timian og ef vill með salti og pipar. Látið súpuna krauma dálitla stund og klippið að siðustu mikið af grænu saman við. Skerið siðan rúgbrauð eða annað grófbrauð i sneiðar og leggið margar saman og skerið siðan i fallega bita, og borðið með súpunni. Ljúffeng tómatsúpa 4 laukar 2 msk. olia 1 ds. tómatar 1 ds. vatn 2 tsk. súpukraftur (eða 2 teningar) 1 lárviðarlauf steinselja. Skerið laukinn I sneiðar og látið krauma I oliunni.Setjið innihald tómatdósarinnar úti og jafn mikið af vatni ásamt kraftinum og lár- viðarlaufinu. Látið súpuna krauma þar til laukurinn er orö- inn meyr og tómatarnir jafnaðir. Kryddiðmeðsalti og pipar. Stráið steinselju yfir og berið fram með ristuðum brauðteningum. Laugardagssúpa Þetta er fljótlegur réttur til að hafa til miðdegisverðar og hæfi- lega mettandi, þegar ætlunin er að hafa eitthvað ljúffengt að kvöldinu. Sjóðið fyrst 1 dl. af spaghetti- núðlum I léttsöltu vatni'Sjóöið þáð ekki I súpunni, þá vill hún verða seig og ekki eins tær. Skolið siðan i köldu vatni. Sjóðiðsiðanlauk, púrru, gulrætur, kál og/eða sellerl (maöur notar aðeins það sem við h’öndina er) I kjötsoði og látið rétt verðá meyrt. Setjið síðan pylsubita, kjöt- búðingsbita eða einhverja kjötaf- ganga útl. A6 lokum eru núðlurn- ar settar saman við og látnar hitna með. Rétturinn er tilbúinn og berið slðan fram með brauði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.