Vikan


Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 6

Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 6
Striðsmaður úr föstum leir. Þessi litla stytta er einkennandi fyrir brenndu leir- munina, sem fundizt hafa á Jaina, ey hinna dauðu, í Kampecheflóanum við Mexíkó. Styttan er um 28 sm á hæð og talin vera f rá 9. — 10. öld. Varðveitt á Stolpersafninu í Munchen. ▲ § Á ▲ i MENNING f norðri ^perlan um háls heimsins", eins og innfæddir kalla gjarna Yucataskagann, í vestri Chiapas, hálendi Guatemala, land hins eilífa vors, éins og sagt er í túristapésunum, í austri banana- lýðveldið Honduras, og í suðri Kyrrahafið — þetta er umgjörðin um heimkynni Mayaindíánanna. Mayaindíanar eru u.þ.b. 2 millj- ónir í dag, og það voru forfeður þeirra, sem skópu einhverja stór- kostlegustu . menningararfleifð hinnar gömlu Ameríku. Mayarnir gátu ekki byggt menningu sína á gullforða eins og Inkarnir, og saga þeirra er heldur ekki lituð æsilégum viðburðum eins og saga Aztekanna. Höfuðþættirnir ,í menningu Mayanna byggjast á trúarbrögðum þeirra, timatali þeirra og dularfullu rúnaletri, sem lagt var niður meira en hálfri öld fyrir landvinninga Spánverja á þessum slóðum. Helgirúnir þeirra leiða okkur allt aftur til 6. júli 292, og síðan er leiðin vörðuð dagsetningum ýmissa helgi- athafna allt til ársins 909, en þá er eins og klippt sé á þennan þátt Mayamenningarinnar. Nýjar borgir mynduðust norðan til á Yucataskaganum, og þeirra mikilvægastar urðu Uxmal, Kabah og Chichén Itzá. Veraldleg endur- reisn kom í kjölfar guðstjórnar- tímabilsins, þessa tímabijs, sem geistleg yfirvöld höfðu tögl og hagldir. „Prinsar" tóku stjórnina af klerkunum. Borgríki, stjórnað af prinsum og kóngum, ef það má kalla þá svo, tóku við af kirkjuvaldinu. Byggingalistin breytti um svip, þegar hún hætti að miðast eingöngu við guðdóm og helgitákn. Og svo tóku höfðingjaættirnar að berjast um völdin. Hrun Maya- menningarinnar blasti við. Sigur- vegarnir skráðu síðustu línurnar í sögu Mayanna með latnesku letri. Um sögu fýrstu landnemanna er nánast ekkert vjtað. Mayarnir kunna vel að vera afkomendur inn: flytjenda frá Asiu, eins og aðrir Indíánaflokkar. Er talið, að þeir hafi komiðtil Ameríku um Berings- sundið í lok síðustu ísaldar. Engar sannanir eru hins vegar til um þjóð- flutninga yfiH Atlants- eða Kyrra- haf. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að eitthvað hefur raunveru- lega vitnast um líf og menningu Mayanna. Ýms jarðlög hafa verið rannsökuð við uppgröft fornleifa á þessu landsvæði. Það hefur t.d. komið í Ijós, að þeir hafa raektað korn, einkum maís, sem þeir hafa líklega sótttil miðhálendis Mexíkó. Það virðisteinnig Ijóst, að þjóðfélag þeirra hefur skipzt í borgriki, sem þróast hafa úr fyrstu þorpunum. Kjarni sliks borgríkis voru hóf guðanna, íþróttamiðstöðvar, hallir prestanna og hinna veraldlegu valdhafa, hús iðnaðarmanna og vísindamanna. Bændurnir bjuggu utan þessa kjarna, nálægt ökrum sínum. Þeir voru láegra settir og urðu að þjóna yfirstéttunum í einu ög öllu. Borg- ríki Mayanna minna á grísku borgríkin. munurinn liggur aðal- lega i því, að hinn venjulegi borgari, í þessu tilfelli bóndjnn, gat engin áhrif haf t á stjórnun ríkisins.,, Litla manninn" er hvergi að finna í hinum fjölmörgu leirstyttum eða minnismerkjunum, sem reist voru til heiðurs prestunum og prinsunum og guðum þeirra. Það var þó ekki þjóðskipulagið, sem olli því, að farið var að tala um „grísku Ameríku", heldur stór- kostleg afrek Mayanna í byggingalist, tímatalsvísindi þeirra og háþróuð listsköpun. Til eru u.þ.b. 4 þúsund mis- munandi helgitákn, sem fundizt hafa höggvin í stein, mótuð í leir, máluð á vasa og styttur. En aðeins þriðjungur allra þessara tákna hefur verið ráðinn. Hin eru ennþá óráðin gáta. Flest hinna ráðnu tákna snerta tímatalið. Þannig hef ur ekki tekizt að fá vitneskju um nein söguleg nöfn, engin læsileg skýrsla eða rit eru til, ekki einu sinni fullvíst, að tekizt hafi að ráða rétt nöfn hinna fjölmörgu guðs- dýrkunarstaða, sem þekktir eru f rá gullaldar-tímabilinu. Þrjár heillegar bækur eru til frá 6 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.