Vikan


Vikan - 24.10.1974, Page 8

Vikan - 24.10.1974, Page 8
Máluð leirskál, prýdd myndum af sitjandi prestum með dýragrimur. Skálin er 16 sm há og er frá 950 — 1200, varðveitt á safni í Mexíkó. Rústir Labná hallarinnar á Yucatan- skaganum í Mexíkó. Þar hefur varðveitzt byggingarlist Mayanna frá fyrri hluta hnignunartimabilsins frá 950 — 1200. nota, svipar til bronzlistar Kín- verja. I báðum tilvikum er hrúgað saman alls konar táknum og formum, sem alls ekkert virðast eiga sameiginlegt. Þar er blandað saman rúnaletri, óhóflegri skreyti- list og ruglingslegum táknmyndum Iguða og presta. En á tímavörðunum kveður við svolítið annan tón, þar sem listamennirnir verða fyrir áhrifum af raunveruleikanum. Og hvert borgríki hefur sinn sérstaka stíl í byggingalist og skreytilist. Höfuðborgin Tikal (Guatemala) hefur á sér svip strangleikans. Pýramídar hennar eru yfir 70 Imetrar á hæð, og gera ekki aðrar borgir betur. Borgin Palenque (Mexíkó) ber aftur á móti svip barokklistar. Borgirnar a Yucatan- skaganum trá siðari hluta blóma- skeiðis Mayanna og á hnignunar- tímabilinu geta naumast flokkast undir neina sérstaka stefnu i bygginga - og skreytilist. Það rýrir ekki fegurðargildi þeirra, en þær hafa á sér véraldlegri svip heldur en menningarmiðstöðvarnar inni í landinu, sem voru alls ráðandi á blómaskeiðinu, en frumskógurinn hefur nú gleypt. Litlu leirmyndirnar, sem þjónuðu sem grafarfórnir, eiga uppruna sinn á eynni Jaina við Yucatan- skagann. Þær gefa margt til kynna um hina fornu Maya og konur þeirra. Þessar litlu haglega út- Skornu styttur veita upplýsingar um klæðaburð og f egurðarsmekk þessara tíma. Þær sýna hið eilífa mannlega umhugsunarefni um gamla manninn og ungu konuna og bregða Ijósi á margar löngu gleymdar goðsagnir. Byggingalist Mayanna, djarf- lega útfærðar lágmyndir, tíma- vörðurnar og litlu Jainastytturnar — aðeins örfáir sentimetrar a hæð — þetta er Mayamenningin. 8 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.