Vikan


Vikan - 24.10.1974, Side 9

Vikan - 24.10.1974, Side 9
VONLAUST VERK „Ég gæti vafalaust vanið mig af sigarettureyk- ingum, ef ég reyndi það, hitt yrði mér vonlaust verk — aö venja mig af að skrifa, ég gæti alveg eins prófaö, hvort ekki sé gerlegt að leggja niður andardráttinn. Kannski geta sumir hrundið af sér ásköpuöu lifsformi — meöfæddu eðli, — ég get það ekki”. Þannig m.a. svaraði Guðmundur Daníels- son spurningu, sem Vikan lagði fyrir átta þjóð- kunna rithöfunda. Sjá bls. 24—27. TÖFRAÐI PAFA OG KARDINÁLA „Hann var alls staðar aufúsugestur, töfraði páfa og kardinála, hreif keisara og konunga. Hann var kunnugur öllum furstahirðum Evrópu. En Casa- nova sat ekki alltaf til borðs meö háaðlinum. Hann þekkti einnig til meðal hinna lægra settu — og þá einkum kvenfólksins. Hann fórnaði öllu fyrir kon- ur og fé”. Sjá bls. 16—19. HUNDARNIR MISSA GELTIÐ „Suður i Perú eiga lögregluyfirvöld i miklum erf- iðleikum með innbrotsþjófa. Þeir hafa fundiö það út, að varðhundum, sem gæta heimila flestra betri borgara, verður svo mikið um að sjá nakinn mann, að þeir hafa ekki einu sinni rænu á að gelta, hvað þá að búast til árásar”. Spaugileg grein um striplinga birtist á bls. 15. KÆRI LESANDI ,,En hver var hún eiginlega, þessi nýja stjarna? Hvaðan kom hún? Áhorfendur voru litlu nær, þótt þeir læsu ævi- sögubrotin (sem Barbara hafði skrifað sjálf) i fyrstu leikskránni. „Ekki félagi i leikarasam- tökunum. Ungfrú Streisand er 19 ára, og þetta er fyrsta hlut- verk hennar á Broadway. Hún er fædd á Madagaskar, alin upp i Rangoon og hlaut mennt- un i Erasmus framhaldsskól- anum i Brooklyn”. Þegar stjórn leikhússins átt- aði sig á, að eitthvað var bogið við þessa ævilýsingu, viður- kenndi Barbara, að þetta með Madagaskar og Rangoon væri ekki satt. Það hefðu i raun- inni verið Zanzibar og Aruba, sagði hún. Hún væri með landafræði á heilanum. ,,Hug- myndaflug einstaklings er miklu mikilvægara en ein- staklingurinn sjálfur. Það er sannleikur leikhússins”, til- kynnti hún stjórnendum leik- hússins. Siðasta sýningin var 8. desember 1962. Fljótlega eftir giftist ungfrú Streisand aðal- leikaranum. Hann hét Elliott Gould. Hann áleit hana enn smáskrýtna. ,,En hún var svo.... sak- laus”, sagði hann. ,,Hún hafði þennan hreinleika — eins og fögur, óútsprungin rós. Þessir kostir hennar hræddu mig jafnvel”. Með þessari tilvitnun vekj- um við athygli á grein um Barböru Streisand, sem hefst á bls. 30. Barbara þykir tals- vert furðuleg og athyglisverð persóna, og frami hennar á leiklistarbrautinni hefur verið ævintýri likastur. Leiðin upp á toppinn er hins vegar sjaldn- ast rósum stráð, og Barbara hefur þurft að berjast fyrir sinum frama. Um það má lesa i greininni um hana, sem birt- ist i tveimur hlutum, siðari hlutinn i næsta blaði. Vikan BLS. GREINAR 2 Fallhlífarstökk á (slandi 4 Trúir þú á guð? Sjálfskönnun 6 Mayamenningin, sagt frá fornri menningu Mayaindíána. 15 Stripliogar á þingi 16 Mestur allra glaumgosa. Fáein æviatríði Casanova rifjuð upp með aðstoð málarans Adolphe Chauvet 30 Ef þeir gætu séð mig nú, fyrri hluti greinar um Barböru Strei- sand VIÐToL: 24 Átta rithöfundar svara spurning- unni: Hverja bóka þinna hefurðu haf t mesta ánægju af að skrifa? SÖGUR: 12 Stúlka eins og Maggí, smásaga eftir Jane More 20 Franski arfurinn, framhalds- saga, fimmti hluti 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, átjándi hluti Y MISLEGT: 28 Haust- og vetrartízkan, tízkuþátt- ur í umsjá Evu Vilhelmsdóttur 41 Matreiöslubók Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit 44 Framfarir barnsins fyrsta árið FORSlDAN Einhver annar en Eirikur Kristins- son hefði líklega sýnt annars konar svipbrigði en svona ánægjulegt bros, þar sem hann lætur sig falla úr f lug- vél í 9—10 þúsund feta hæð. Myndin var tekin af Eiríki, þegar hann var við nám í faIIhlífarstökki í Banda- ríkjunum árið 1966. Sjá nánar um fallhlífarstökk á fslandi á bls. 2. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Olafsson, Þórdís Árnadóttir. útlits- teikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Olafsdóttir. Ritstjórn, Auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsár- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 43. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.