Vikan


Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 15
aðrir klæddir en afgreiðslufólkið og fit, ef sézt til nakins likama, sem kominn er af barnsaldri. Al- þjó&legar fréttastofnanir senda meö hraöi kringum hnöttinn fréttir af þvf aö striplingur hafi hlaupiö þvert yfir iþróttavöll I miöri fótboltakeppni (án þess aö gera nokkuö annaö af sér), hleypt upp keppni, sett lögregluliö vall- arins út af laginu og valdiö gpös- hræringu meöal áhorfenda. Svo ekki sé talaö um þegar striplingar fara i flokkum um götur borga og valda umferöartöfum og meiri háttar truflunum meö þvi einu aö vera klæöalausir. Þá loga sima- linur um allan heim, þvi svo mik- iö liggur blööum á aö fá sima- myndir af atburöinum. En nektin hefur stundum á sér svolitib spaugilegar hliöar. 1 Houston I Texas geröi gaman- samur náungi sér þaö til dægra- styttingar aö fara um nakinn og hringja dyrabjöllum ibúöarhúsa. Þegar húsmæöur komu til dyra brosti hann sinu bliöasta brosi, kvaddi og hélt til næsta viökomu- stabar. Þegar lögeglunni haföi loksins tekizt aö hafa uppi á manni, sem hún taldi geta veriö þann seka, voru húsfrúrnar, sem kvartaö höföu, kallaðar til. Frúrnar voru leiddar fyrir sak- borning, sem nú var alklæddur, og þá brá svo viö, aö engin kvenn- anna treysti sér til aö segja til um, hvort þetta væri sá rétti. Þær höföu nefnilega aldrei litiö fram- an 1 striplinginn. Suöur I Perú eiga lögregluyfir- völd I miklum erfiðleikum meö innbrotsþjófa. Þeir hafa fundið þaö út, aö varðhundum, sem gæta heimila flestra betri borgara, veröur svo mikiö um að sjá nak- inn mann, aö þeir hafa ekki einu sinni rænu á aö gelta, hvaö þá aö búast til árásar. Innbrotsþjófarn- ir stripuðu geta þvl sinnt störfum sinum I rólegheitum og horfiö á braut, án þess að þeirra veröi vart. En þegar húsráöendum verður ljóst, að óboðinn gestur hefur verið á ferö, er lögreglan aö sjálfsögöu kölluð til — og þá tekur seppi viö sér og býst til árásar, en þjófarnir hlæja dátt. Hér á Islandi ættu menn aö geta andaö rólega, þvi fremur er ólik- legt aö striplingavandamál komi hér upp. Veðráttan sér fyrir þvi. Fulltrúar 22 þjóða komu til fjórtánda alþjóðaþings striplinga, sem haldið var I Frakklandi sl. sumar. 43.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.