Vikan


Vikan - 24.10.1974, Síða 29

Vikan - 24.10.1974, Síða 29
I Jón Björnsson Þegar rithöfundar eru spuröir aö því, hverja af bókum þeirra þeir heföu haft mesta ánægju af aö skrifa, hygg ég, aö flestum muni vef jast tunga iim tönn meö svariö. Mér er aö minnsta kosti þannig fariö, aö ég hef ánægju af starfinu, meöan þaö stendur yfir — væri þaö ööruvisi held ég, aö enginn myndi leggja á sig aö skrifa bækur. En aö sjálfsögöu hefur efniö misjafnlega sterk áhrif á höfund- inn. Hvaö mig snertir get ég kannast viö, aö þjóösagan um Valtý á grænni treyju, er ég not- aöi sem uppistööu i samnefnda skáldsögu, greip mig sterkum tökum — fyrst og fremst af þvl, að þjóösaga þessi er táknræn og hef- ur að geyma kristallaðan sann- leika, sem á viö alla tima. Um þær mundir sem ég var aö semja söguna, höföu nýlega fariö fram mjög viötæk réttarhöld af pólit- iskum toga spunnin, úti i heimi, og eins og ævinlega verður, þegar svo er ástatt, mun réttlætið oft lúta i lægra haldi fyrir öörum og lægri hvötum. Um þetta vanda- mál allra tima fjallar sagan og leikrit þaö, er ég samdi upp úr henni. En eins og áöur er sagt get ég ekki svaraö spurningunni af- dráttarlaust, svo aö þetta verður aö nægja til skýringar. HVERJA BÓKA ÞINNA HEFURÐU HAFT MESTA ANÆGJU AF AÐ SKRIFA? Indriði G. Þorsteinsson Þegar Vikan spyr, hvaöa bók manni hafi þótt skemmtilegast aö skrifa, veröur fátt um svör I ' fyrstu, vegna þess aö enga bók er skemmtilegt aö skrifa. Þaö getur hins vegar verið skemmtilegt aö hafa lokið við bók. En ætli ég mér aö reyna aö svara spumingunni, veröur fyrst fyrir sagan Þjófur I Paradis. Svo bar viö sumariö 1958, aö ég reiö um Langholtiö I fylgd Sigurjóns Jónassonar á Syðra-Sköröugili i Seyluhreppi i Skagafiröi og var aö rifja upp ýmislegt I minni mtnu vegna bókar, sem slðar fékk nafniö Land og synir. Þá komum viö aö melhól vestur undir Sæ- mundarhliöará. 1 austurhlíö hans komum viö aö hornaborg, sem augsýnilega haföi veriö gerö af fullorönum manni til gamans börnum. Þetta var viö túnjaöar á eyöijörö; og þekkti ég alla sögu staöarins, en ekki þann þátt sem skyldi, er aö hornaborginni sneri. Eftir aö lokiö var Landi og son- um, stóö ég uppi meö handfylli af fólki, sem ekki haföi komizt I verkiö, vegna þess aö lifshlaup þess heföi sprengt ramma sög- unnar. En hornaborgin og eyöi- býliö gleymdust ekki, og heldur ekki þaö fólk, sem haföi oröiö ut- angarös I sögunni. Svo var þaö einn dag, aö fitjaö var upp á nýrri sögu á milli erfiö- isverka. Hún varö seinna aö Þjófi i Paradis og geymir hornaborg- ina, sem minnisvarða um mann- gæsku, og hún geymir einnig þaö fólk, sem varö afgangs. Þótt fariö sé aö gróa i sporum þess, þá er þaö þó I þessari bók og mér um margt kærara en annað fólk. Þessi bók er einnig um hin dimmu meginlönd mannssálarinnar, sem enn eru ókönnuö og veröa um sinn, þótt allir sálfræðingar heimsins séu aö pota I strendur þeirra. Auk þess er Island I þess- ari bók, eins og ég man þaö bezt frá bernsku árunum, meö sinni laxveiði brautarendum og syngjandi ungú fólki aö ganga af engjum i kvöldkyrröinni.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.