Vikan


Vikan - 24.10.1974, Side 31

Vikan - 24.10.1974, Side 31
Síðasta sýningin var 8. desem- ber 1962. Fljótlega eftir giftist ungfrú Streisand aðalleikaran- um. Hann hét Elliott Gould. Hann áleit hana enn smáskrýtna. „En hún var svo.... saklaus”, sagöi hann. „Hún hafði þennan hreinleika — eins og fögur, óút- sprungin rós. Þessir kostir henn- ar hræddu mig jafnvel”. Ég vildi vera eitthvaö annaö Nú vita allir hver Barbara Stei- sand er. Siðustu 10 árin hefur hún verið i sviðsljósinu og unnið hvern leiksigurinn af öðrum. En hvern- ig var ferill hennar fram að þeim tima? Þegar hún var spurð i blaöaviötali, hvar hún vildi hefja ævisögu sina þagði hún um stund en sagði siðan hægt: „Þetta er góð spurning og svarið er: Arið 1962, þegar ég kom til reynslu- leiks fyrir „Heildsöluna”. Þar byrjaði framtið min. Arin 19 þar á undan reyni ég að má úr huga minum. Hatur, óréttlæti og ljót- leiki þessara ára — mig langar til að gleyma þeim”. Barbara Joan Streisand fæddist 24. april 1942. Hún bjó i 6 hæða ibúðablokk f Pulaski stræti i hinu skuggalega Bedford-Stuyvesant- hverfi i Brooklyn. „Útsýnið var ekki sérlega fall- egt, en ég sá alltaf fyrir mér betra lif”, sagði hún siðár. Faðir hennar, Emmanuel, var kennari, en Diana, móðir hennar, húsmóðir. „Hún var svona kona, sem bara andaði og lifði”, sagði dóttir hennar. Faðir hennar dó úr heilablóð- falli, þegar hún var aðeins 15 mánaða. Eftir að hafa syrgt hann lengi fékk móðirin sér vinnu á skrifstofu. Barbara og Sheldon bróðir hennar (hann er 8 árum eldri og nú framkvæmdastjóri auglýs- ingastofu á Madison Avenue) urðu að sjá um sig sjálf. Eins og mörg önnur lykilbörn þessarar kynslóðar öðlaðist Barbara mikiö sjálfstraust út á við, svo við lá að hún væri uppáþrengjandi-. „Já, já- Ég hafði mjög sterka sjálf- stæðiskennd og fannst ég oft ekki þurfa á öðrum að halda”. En hve mikið af þessu fullorð- inslega sjálfstrausti var aðeins innbyggð sjálfsvörn óöruggrar, ó- friörar lltillar stúlku, — stúlku, sem að eigin sögn var aldrei boðið i bió og tók aldrei þátt i félagslifi i skólanum? Þegar hún fékk vinnu sem sætavisa skýldi hún andliti sinu. Hvernig átti nokkur að geta litið á hana sem stjömu siðar, ef hann myndi eftir henni sem starfsstúlku i litlu kvikmyndahúsi? 43. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.