Vikan


Vikan - 24.10.1974, Qupperneq 34

Vikan - 24.10.1974, Qupperneq 34
HANDAN VHD Rósa vaknaði af svæfingunni rétt eins og eftir langan djúpan svefn. Hún vissi ekki almenni- lega, hvar hún var og leit þung- lamalega kringum sig. En þá átt- aði hún sig á lækningastofunni. Hún lá á boröinu, með teppi yfir sér og yfirfrakkann mannsins sins þar ofan á. Það var heitt þarna og virarnir i rafmagns- ofninum rauðglóandi. Hún sá Lew sem sat I stól og starði á hana. Hún var þá lifandi. Hann haföi komið henni yfir þetta. Hatur hans hafði þá ekki orðið yfir- sterkara þörf hans á henni. Hún hreyfði augnlokin. Meðalið var enn aö verka. Hún vaknaði aftur. En nú var hún ein. Litil birta kom inn um gluggana, og hún gerði sér ljóst, að degi var tekið að halla. Hún strauk hendinni niður eftir sér og fann, að hún var i umbúöum. Hvað haföi eiginlega gerzt? Þvi gat hún ekki svarað, en svo tók hún að athuga sjálfa sig nánar, enda þótt heilinn i henni væri viö- bragöstregur. Hún haföi engan verulegan verk. Ofurlitil óþægindi aftan I hálsinum, en það gæti eins vel stafað af fallinu. Ef frá er talin þreytan i öllum limum, leið henni ekkert sérlega illa. Ef á þyrfti að halda, gæti hún farið á fætur og gengið heim. Aftur kom svefninn langur rökkurkenndur svefn. Gegn um hann gat hún heyrt i bilunum, þegar þeir voru ræstir úti á göt- unni. Og þegar svo dyr voru opn- aöar, vaknaði hún til fulls. Hún leit við og sá Lew koma inn, með töskuna sina i hendinnni. — Ertu vöknuð? Hann gekk að borðinu og laut yfir hana. Hún kinkaði kolli. Hann sagði: — Eg varð að fara út. Þessi flensufara'ldur hefur valdið nokkrum lungnabólgutilfeilum. — Hvað gerðist? Hvernig er ég? — Ég náði i þennan greinarstúf og dálitið af berki. Ég býst viö, að þetta verði allt i lagi. Að þvi er ég fæ séð. Henni létti og hún iagði höndina á handlegginn á honum. — Ég var svo hrædd. Þú varst svo skritinn á svipinn. Ég vissi ekki, hvort þú.... hvort ég mundi fara lifandi ofan af þessu borði. — Það voru nokkrar minútur, svo að ég vissi það ekki heldur. Ég ætlaði að valda slysi en gat það ekki þegar til kom. Heldur hélt áfram að hreinsa og sauma eftir beztu getu. Og ég held ekki, að það hafi tekizt sem verst. Hann bar hana út i bilinn ók henni heim og kom henni I rúmið. Hann bjó til mat handa henni og gekk svo frá henni undir nóttina — Ég er búinn að senda eftir henni Jennie. Hann Fenning ætlar, að fara út eftir meö hana frú Wetch, til ,að hjúkra gamla Indiánanum. Ég get hvort sem er ekki hjúkrað þér, eins og annrikið er núna. Hann yfirgaf hana siðan til þess aö fara i skógarhöggsbúöirnar langt úti i skógi, þar sem nokkrir mannanna höfðu fengiö flensuna. Vindurinn dundi á gluggunum og hún vaknaði á björtum, köldum morgni. Það var kalt i herberginu. Það var hvöss norð- anátt. Rúðurnar, sem höfðu veriö gráar af vætu, voru nú alsettar frostrósum. Trén stundu mæðu- lega þegar stormurinn hvein um þau. Það var aftur kominn vetur. Hún andaði að sér hressandi, hreinu loftinu. Henni fannst hún vera hress. Hún reis upp við dogg og hresstist öll við þennan hrein- viðrisdag. Hún var lifandi. Hún hafði sigrað. Hún var heilbrigð. Og hún var frjáls. Nú átti hún allan heiminn. Latimer beið hennar. Hún hafði skapað dásamlegt lif úr öllum þessum draumum sinum og þrám. Þessi yndislega fegurð hennar færi ekki framar til einskis i þennan leiðinlega og þunglamalega eiginmann, og bæ, sem sem hún hafði aldrei getað þolað. Og öll ástriðan i likama hennar, sem hún vissi, aö var enn ekki farin að blómgast, mundi lifna við I faðmi elshuga hennar. Eftir stuttan tlma yrði hún laus viö þessar umbúðir og sárið horfið og gróið... Henni var forvitni að vita, hvernig ástatt væri á heimilinu, og auk þess var hún banhungruð, svo að hún barði I gólfið. Jennie kom fljótt á vettvang. Hún sagöi: — Hann Fenning lögregluþjónn flutti mig heim i gærkvöldi. Hann afi getur ekki þolað hana frú Wetch. Hún varð eftir hjá honum og fór strax að biðjast fyrir. — Hvar er læknirinn? — Úti. Hann sagöist koma heim einhverntima i morgunmálið. Nú var Jennie komin I hreinan ein- kenniskjól, og Rósa þóttist alveg vita, að Lew heföi lagt að henni að vera liöleg. Lew kom heim klukkutima seinna. Hann var alveg upp- gefinn. Hann sagöist hafa verið mestalla nóttina úti i skóghöggvarabúö- unum, og fariö þangað aftur strax i morgunsárið. Hann tók umbúð- irnar af henni, athugaði sárið og þuklaði kring um það. — Það er ekkert farið að gróa enn. En það er bara -betra. Bezt að það grói innan frá. — Mér liður ágætlega. — Þú berð það alveg meö þér. — 1 gær, rétt þegar ég var að sofna, sá ég verkfærin þin. Þú hafðir notað þau við Indiánann. Og þau voru ekki sótthreinsuð. — Og þú veizt ekki, hvort ég hef sótthreinsað þau seinna eða ekki, eða hvað? Röddin I honum var þvermóðskuleg og grimmdarleg. — Þú hefur vonandi ekki van- rækt það, Lew? Hann var með blóðeitrun. Hún lyfti höfðinu og öskraði þetta að honum. Hún var dauöskelkuð. eftir Stuart Engstrand — Ég notaði þau viljandi, Rósa. Þú áttir ekki betra skilið Eitthvað I mér dó um leið og þetta, sem var I þér. En ég hafði ekki hug I mér til þess. Hann and- varpaði, rétt eins og hann minnt- ist einhvers fyrri ósigurs. — Ég notaöi ekki þessi verkfæri, heldur' tók ég önnur úr sótthreinsunar- skápnum. Hún sagði og nú var röddin orö- in sterk, eftir aö hún losnaöi við hræðsluna: — Ég geröi ekki annað en það, sem ég átti rétt á. Ég vil ekki eignast barn. Ekki enn. Ég er enn ekk'i farin að lifa lifinu. — Ég veit ekki, hvaöa merk- ingu þú leggur I orð eins og líf. Hann breiddi aftur ofan á hana. Enginn hefur verið nær dauðan- um en þú varst i gær . . . ekki af svona meiösli. En þegar ég sá þig liggja á borðinu, kom ástin — eða var það bara þörfin — aftur. Þess vegna.. Hann pataði hönd- unum, eins og i vandræöum .. . og þú ert lifandi i dag. Hann gekk frá rúminu, fitlaði eitthvaö viö töskuna sina og sagði slöan: — Þú átt fullan rétt á að fyrirlita mig. Ég hef enga mann- dáð I mér . . . engan sjálfstæöan vilja. Hann gekk út. Rósa beindi hug- anum frá honum, og fór að hugsa um brottfarardaginn sinn. Siödegis, þegar hún lá niöur- sokkin I þessa vökudrauma sina, kom faðir hennar I heimsókn. Hann sagöi, að maðurinn hennar heföi komiö viö hjá sér, til þess að segja honum frá þessu slysi henn- ar I skóginum. Ballou gamli sat i frakkanum og með skógarhúfuna niður fyrir eyru, þrátt fyrir hit- ann, sem þarna var inni. Rósa sagöi honum i mesta trúnaöi af brottfararáætlun sinni og hinu glæsilega lifi, sem beið frú Neil Latimer. Hann urraði eitthvað til samþykkis. — Ég hef nú alið þig upp til þess aö verða eitthvað. Og þú átt meira skilið en þú hefur fengið. Hún hélt áfram og sagði hon- um, að hún mundi flytja hann til borgarinnar, svo að þau gætu sézt oftar. En hann hristi höfuðiö og sagöist aldrei mundu geta lært að lifa i stórborg. En ef hún sendi honum fyrir farinu, mundi hann koma og heimsækja hana. Þegar hann spuröist nánar fyrir um veikindi hennar, sagði hún honum frá hálsrignum, sem vildi ekki fara. — Þú nærð þér bara í annan lækni. Einhvern frá Ashwood. Ég hef lika heyrt, aö þar sé einn ágætur beinalæknir, Það er sagt að hann lækni bæði smábörn og gigt og allt þar I milli. Næstu dagana lifði hún I æöis- 34 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.