Vikan - 24.10.1974, Side 37
mig þá þegar ég þarf á þér aö
halda?
— Af þvi aö það eru fleiri, sem
þurfa á mér að halda. Og sumt
það fólk á börn til að lifa fyrir.
Hán æpti upp yfir sig og
áreynslan af þvi olli henni sárum
kvölum niður eftir öllum hryggn-
um. — Þú þreytir mig með þess-
um predikunum þinum. Hún reis
upp við olnboga. — Ég sé vel
gegnum þessi brögð þin. Þú vilt,
aö ég verði farlama, svo að þú
getir alltaf komiö kjökrandi til
min . . .
Hann svaraði og röddin var
þung, rétt eins og hann styndi: —
Það haföi mér ekki dottið i hug.
Það gæti vel hugsazt. Hugurinn
hefur í sér fólgnar ýmsar langan-
ir.
— Þú viðurkennir það þá.
— Ég skal gera hvað ég get. Ég
vil, að við getum verið hamingju-
söm saman. Hann þagnaði en hélt
siðan áfram: — Þú manst hvað
hann Elgur var alltaf að segja um
þessar þrár — að við verðum að
lokum það sem við þráum að
vera.
— Æ, guð minn góður! Láttu
hann Elg I friði i gröfinni. Hann
hélt áfram rétt eins og hann hefði
ekki heyrt til hennar:
— Kannski hef ég þráð þessa
linku, sem ég hef til að bera.
Kannski er linkán hemill á styrk-
leikann. Styrkleika, sem gæti
annars orðið hættulegur ....
— Hættulegur hverjum?
Hann yppti öxlum, brosti dauf-
lega og sagði: — Ég veit ekki. Ég
var vist bara að hugsa upphátt.
Hann tók töskuna og gekk til
dyra.
■ — Lew! kallaði hún. — Hvað er
ég mikið veik?
— Ég er nú ekki slyngur að
greina sjúkdóma. En eftir öllum
sólarmerkjum aðdæma, ertu með
blóðeitrun.
Hún hallaði sér aftur á kodd-
ann, dauðuppgefin en full haturs.
Hann var að ljúga, bara til þess
að kvelja hana. Þetta var hans
sniöuga aðferð til þess að hefna
fyrir fósturlátið. Hann var að
leggja stein I götu hennar, nú sem
endranær. Hann var fjandmaður
hennar en faldi sig bak við þessa
grímu umhyggju og vingjarn-
legra orða. Hún bölvaði með
sjálfri sér og ásetti sér að verða
fljótt komin á fætur. Þá skyldi
hún hlæja að honum, gera lltið úr
honum og auðmýkja hann. Hann
haföi valdið þessum þunga henn-
ar en svo ekki viljað losa hana viö
hann, heldur neitt hana til að
gripa til örþrifaráða. Hann var
upphafsmaður að þessum kvöl-
um, sem hún var með I hálsinum.
Áður en klukkustund var liöin
var kvölin komin I kjálkann, og
færðist siöan I kinnavöövana. Og
henni fannst eins og verkirnir
færu eftir endilöngum hryggnum.
Þegar hún lyfti hendinni til þess
að þukla á kinninni og hökunni
kom sár verkur i axlarvöðvana.
Hún barðist gegn þessum stirð-
leika, dauðskelfd. Holdið undir
skinninu var grjóthart og lét ekki
undan. Hún snerti á sér munninn
og fann, að hann eins og togaðist
aftur og niður. Fingurinn strauk
eftir vörunum. Þær voru stirðn-
aöar I öfugu glotti.
Hún rak upp óp og reyndi að
kalla, en munnurinn vildi ekki
opnast til þess að koma upp
hljóði. Hann var harðlokaður og
tennurnar samanbitnar. Einhver
kokhljóð mynduðust inni I munn-
inum, er hún kallaði nafn manns-
ins sins.
Aftur hreyfði hún arminn, náöi i
náttborðið og hristi það, þrátt
fyrir allar kvalir og verki.
Jennie kom i hægðum sínum og
lallaði aö rúminu. Rósa kallaði til
hennar að ná strax I lækninn. . .
Hún heyrði sina eigin rödd, sem
tautaði eitthvert óskiljanlegt bull.
Indiánastúlkan gekk hikandi til
hennar og þuklaði varir hennar
og háls.
— Frú Moline, veinaði hún. —
Þetta er ginklofi.
Rósa heyrði orðið. Hún var nú
nýbúin að segja það við sjálfa sig,
en gat með engu móti trúað þvi.
Þetta óp Indíánastúlkunnar var
rétt eins og gröfin hefði lokazt yfir
henni. Jennie hljóp út. Hugsun
Rósu og svo eyrun voru i full-
komnu lagi. Það var eins og þau
hefðu öðlazt einhverja nýja
glöggskyggni. Hun gat heyrt að
neðan, þegar Jennie æpti i sim-
ítúlkan kom aftur inn, hlaup-
andi með skyrtulöfin flaksandi
upp úr buxunum. — Ég get ekki
náð I hann. Lyfjafræöingurinn
segir að hann sé einhversstaðar
úti.
Rósa engdist af kvölum og
vöövar hennar hnýttust. Hver
andardráttur hafði i för með sér
ægilegustu kvalir. Hún reyndi að
æpa upp yfir sig, en orðin komust
aldrei út úr munninum.
Vogar-
merkið
24. sept. —
22. ok(.
Þú færð mjög freist-
andi tilboð, en þú skalt
hugsa þig vandlega
um, áöur en þú tekur
þvi. bú skalt samt
ekki vera óþarflega
áhyggjúfullur, þvi að
engin hætta er á þvi,
aö þú spilir rassinn úr
buxunum fyrir fullt og
allt.
Dreka-
merkið
24. okt. —
22. nóv.
Sá á kvölina, sem á
völina, stendur ein-
hvers staðar og það á
sannarlega við þig i
þessari viku. Aldrei
nokkurn tima hefurðu
átt eins margra kosta
völ. Reyndu að láta
þér veröa sem mest úr
vikunni.
Bogmanns-
merkið
23. nóv. —
21. des.
Þú ættir að kaupa
allar gjafir, sem þú
þarft aö gefa á næst-
unni, 1 þessari viku,
þvi að þér gefst aldrei
betri timi til þess en
einmitt núna. Heilla-
litur er blár.
Geitar-
merkið
22. des. —
20. jan.
Þú þarft að hraða þér
og skila hlut, sem þú
hefur haft að láni, þvi
að eiganda hans er
farið að liggja á hon-
um og er farinn að
halda, að hann sé glat-
aður. Eyddu kvöldun-
um viö bóklestur.
Vatnsbera-
merkið
21. jan. —
19. febr.
t þessari viku ættirðu
aö láta allt útstáelsi
eiga sig, þvi aö það
getur komið þér i koll.
Láttu ekki hugfallast,
þó að vinur þinn snúi
við þér bakinu. Alltaf
má fá annað skip.
Fiska-
merkið
20. febr. —
20. man
Kunningjar þinir hafa
eitthvaö það á prjón-
unum, sem þér lizt
engan veginn á. Þér
liður illa I návist
ákveðins ættingja
þins. Vertu heima á
fimmtudagskvöldið.
43.TBL. VIKAN 37