Vikan


Vikan - 24.10.1974, Síða 39

Vikan - 24.10.1974, Síða 39
mig dreymdi REYKINGAR Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem g dreymdi fyrir stuttu. Hann er svona: Bróðir minn var að kenna mér að reykja. Hann sagði, að ekki mætti taka fyrsta reykinn ofan í sig. Þegar hann var búinn að segja þetta, vaknaði ég. Vonandi getur þú ráðið þennan draum. Með kveðju. Jónína. Brugðið getur til beggja vona um eitthvert áform þitt. Vandaðu val félaga þinna. ....•■■■■■................................... TVEIR DRAUMAR S.S. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Sá fyrri var svona: Ég f ór til dyra heima hjá mér. Úti f yrir stendur son- ur minn og er niðurlútur. Hann var klæddur rauðum fötum. Svo verður mér litið inn í stof u, og þar sé ég, að hann stendur líka — í sömu stellingum og sömu fötum. Þarna stóð ég og horfði á hann til skiptis úti og inni. Ekki man ég, hvort við töluðum saman. Seinni draumurinn var á þessa leið: Mér fannsfég vera að bíða eftir rútu, en með henni átti ég von á blómum frá systur minni. Ég man ekki naf nið á blómunum, en þau voru rauð að lit. Þegar ég hef tekið við blómunum, kallar vinkona mín til mín og gefur mér rauðan rósavönd. Ég bauð henni að koma með mér heim. Maðurinn minn var þarna með mér, og var hann óánægður yfir því, að ég skyldi bjóða henni heim og líka yf ir blómsendingunum, en hún kom með mér heim þrátt fyrir það. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. S.S. Samkvæmt seinni draumnum er óhætt að spá þér gleði, hamingju og góðum gjöfum. Sennilega berast þér góðar og óvæntar gjafir úr tveimur áttum. Fyrri draumurinn bendir að sumu leyti til hins gagnstæða, þ.e.a.s. einhvers mótlætis. En líklega eru orsakir mót- lætisins að finna hjá þér sjálfri. Þú ætiast til einhvers annars af syni þínum en hann hyggst fyrir. Það er ó- varlegt, því að engin gæfa er það neinum að beina honum inn á aðrar brautir en hann sjálfur vill kjósa. SETIÐ AÐ SUMBLI. Háttvirti draumráðandi minn! Ég er í alveg svakalega góðu skapi, og það er vegna þess, að mig dreymdi svo dásamlega drauma í nótt og mig langar alveg óumræðilega mikið til að biðja þig að ráða þá. Draumarnir voru svona: Það hringdi til mín strákur og bauð mér á ball. Ég þáði það. Þar voru fleiri strákar, sem ég þekkti og þeirra á meðal strákurinn, sem ég er hrifin af. Við vorum fimm saman í allt. Svo man ég ekki eftir mér fyrr en ég kem til þessara stráka inn I herbergi, sem mér fannst ég kannast við. Þar voru þeir með vín og voru orðnir töluvert kenndir. Ég settist upp í hjá stráknum, sem ég er hrif in af, og hann lagðisthjá mér, en sagði, að ég mætti ekki verða ófrísk eftir hann, enda varð ég það ekki. Svo sendu þeir mig eitthvert til að sækja konu, sem ég þekkti lít- ið. Þá var ég búin að liggja góða stund hjá þessum strák, sem ég elska, Ég man svo varla meira, en ég smakkaði ekki vínið. Svo vaknað ég, en þegar ég sofnað aftur, dreymdi mig annan draum. Mér f annst pabbi vera að aka þess- um strákum eitthvert, og ég og strákurinn, sem ég er hrifin af, sátum frammi I á leiðinni Svo vaknaði ég, en þegar ég sofnaði aftur, dreymdi mig annan draum. Mér fannst pabbi vera að aka þess- um strákum eitthvert, og ég og strákurinn, sem ég er hrifin af, sátum frammi I á leiðinni. Þeir voru að tala um það sín á milli, að hver þeirra ætti tvær f löskur, og nú skyldi ég smakka á vökvanum í þeim öllum. En þá vaknaði ég. Kæri draumráðandi! Ég hef skrifað þér þrisvar eða f jórum sinnum, og öll bréfin hafa farið beint í rusla- körf una. En núna vona ég, að draumráðandinn verði í eins góðu skapi og ég, þegar hann les þetta og ég fái svar sem fyrst. Ein ung og ástfangin fyrir norðan. Þessi draumur þinn er fyrir vætutíð í haust og fram á vetur. Hann er á engan hátt fyrir framtið þinni í piltamálum, en mundu samt, aðþaðer bara í draumn- um, sem nóg er að segja, að þú megir ekki verða ófrísk. Slíkar getnaðarvarnir koma að litlu haldi í raunveruleikanum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■ DREPSÓTT. Kæri draumráðandi! Viltu gera svo vel að ráða þennan draum fyrir mig? Ég á heima í f jölbýlishúsi, sem er byggt í U, og er stof uglugginn minn í einu horninu á U-inu. I draumn- um stóðu ég og maðurinn minn við stofugluggann og horfðum á, þegar lík voru borin út úr öðrum stiga- gangi í húsinu og brennd á móti glugganum okkar. Ég hugsa með mér, að drepsótt geisi, þar sem líkin eru borin út. Onnur líkkistan var tvíbreið og áttu hjón að hvíla í henni, en hin líkkistan var bara f jalir, sem lík af stúlkubarni var reyrt niður á, og um leið og því var rennt niður í brennsluofninn, gaf það frá sér hljóð og brosti. Ég þekkti ekkert af fólkinu, sem kom fyrir í draumnum, nema manninn minn. Með þakklæti fyrir ráðningu. H.J. Þessi draumur er fyrir daglátum eins og kallað er. Einhver umgangspest herjar á ykkur þarna í hverf- inu, en hún getur ekki talizt alvarlegri en gengur og gerist. SVAR TIL VILHJALMS. Því miður kemst svarið til þín ekki að fyrr en núna, en vonandi kemur það ekki mjög að sök. Sannleikur- inn er sá, að mjög erfitt er að ráða þessa drauma í heils, því að þeir bera svo mjög á móti hver öðrum, hvað ráðningu snertir. Sumir eru að því er virðist fyrir mjög hamingjuríkri framtíð þinni og stúlkunnar, en aðrir hinu gagnstæða. Að öllu samanlögðu virðist einna helzt, að þið séuð ekki skilin að skiptum fyrir fullt og allt. Þiö eigið eftir að vera mikið saman, og þó aðekki verði alltaf friðsamlegt á milli ykkar, er eins og þið kynnist betur með tímanum og áttið ykkur á því, hvort þið eigið í raun og veru saman eða ekki.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.