Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 39
ILLA FARNARTENNUR! Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum fyrir stuttu, sem mig langar mjög mikið að fá ráðningu á. I draumnum fannst mér ég og kona, sem vinnur með mér, fara í heimsókn til konu einnar hér í bæ, og fannst mér þessi kona verða mjög undrandi á því að f á okkur tvær í heimsókn, en bauð okkur þó í eldhúsið. Þær konurnar fóru að tala eitthvað saman, en ég lagði lítið til málanna. Allt í einu fannst mér ég verða mjög dof in i munnin- um, eins og eftir deyfingu vegna tanntöku, og varð mér erfitt um mál vegna þessa. Svo f irrn ég, að einn jaxlinn í mér er farinn að losna iskyggilega mikið og þar kemur, að hann dettur úr' Ég fer þá fram á salerni til að athuga þetta nánar. [ speglinum sé ég, að mikið blásvart blóð f ylgir tönninni og einnig finnst mér eins og stykki úr gómnum hafi losnað með henni. En þarna, sem ég er að skoða upp í mig í speglinum, get ég hvergi f undið sárið í gómnum eftir tönnina og stykkið úr gómnum. En þar sem tönnin haf ði áður verið, var svolítið eftir af silfurtannfyllingu. Mér varð . mikið um að missa tönnina, en hugsaði eitthvað á þá leið, að nú losni ég við að láta gera við þessa tönn í framtíðinni. Þá fann ég, að fleiri jaxlar voru farnir að losna og þótti mér það allískyggilegt. En ég vaknaði, áður en fleiri jaxlar dyttu úr mér. Virðingarfyllst. Dísa. Þú þarft ekki að vera hrædd vegna þessa draums. Hann er fyrir því einu, að þú losnar við eitthvað ó- þægilegt, sem hingað til hefur lagzt þungt á þig og valdið þér óþarfa áhyggjum. Ekki er draumur móður þinnar verri. Þar kemur meira að segja fram, að afl- inn verður góður hjá.. bátunum i vetur. VOGARSKALAR Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig um að ráða f yrir mig eftirfarandi draum, sem mig dreymdi fyrir nokkrum árum, en honum er alltaf að skjóta upp i huga mer aftur og af tur, því að hann var svo einstaklega skýr og greinilegur. Ég þóttist vera að vinna í verzlun, sem var mjög skemmtilega innréttuð í gömlum stíl. Þarna var eld- gömul vigt, sem allt var vegið á, sem selt var í verzl- uninni. Ég var klæddur svörtum fötum og með harðan flibba við afgreiðsluna. Inn í verzlunina kom kona og ætlaði að kaupa tvö pundaf rúsínum. Ég tók fram rúsínukassann, og ætl- aði að fara að vega tvö pund af rúsínum úr honum handa konunni, en gat þá alls ekki munað hve mörg grömm eru í pundinu. Ég spurði alla, sem voru í verzl- uninni, en enginn gat sagt mér hve mörg þau eru. Þessu reiddist konan, strunsaði út og sagðist aldrei koma oftar inn í þessa búðarholu eins og hún kallaði verzlunina. Ég þekkti ekki konuna í draumnum og ekki heldur neinn annan, sem var inni i verzluninni, og var þar þó margt fólk að verzla. Mér þætti óneitanlega mjög gaman að fá ráðningu á þessum draumi, sem ég hef verið að hugsa um öðru hvoru í mörg ár. Með von um ráðningu. Hallsteinn. Draumráðanda er sönn ánægja að því að verða við bón þinni um að ráða þennan draum, sem er óneitan- lega með sérstöku yf irbragði. Sá einn hængur er á því að ráða hann fyrir þig núna, að úr því að svona langt er um liðiðsíðan þig dreymdi hann, er Ifklegt, að hann sé kominn fram fyrir óralöngu. Draumurinn hefur verið fyrir einhverjum breytingum i lífi þínu, sem þú hefur átt svolítið erf itt með að sætta þig við. VIÐ DÓNA Kæri draumráðandi! Um daginn var ég að skoða landakort með vinum mínum, því að við vorum að hugsa um að f ara í ferða- lag Cmn Evrópu þvera og endilanga næsta sumar. Þetta voru heilmiklar bollaleggingar og mikill ferða- hugur í okkur. Ekki tókum við þó neina ákvörðun um ferðalagið þarna um kvöldið. Um nóttina hrökk ég svo hvað eftir annað upp af værum blundi við það, að mig dreymdi stórfljót í svo miklum vexti, að það nálgaðist að vera flóðbylgja. Alltaf vorum við krakkarnir i þessum draumi og í stöðugum vandræðum vegna vatnavaxtanna í þessu f Ijóti, sem mér þótti veraeinna helzt Dóná. Mikið þætti mér vænt um, ef þú sæir þér fært að koma þessum draumi inn í draumaþáttinn, því að ég hef svo miklar áhyggjur af því, að við lendum í ein- hverjum vandræðum, ef við förum í þetta ferðalag. Með beztu kveðju. Jónína. Þessi draumur er ekki fyrir illa heppnuðu vand- ræðaferðalagi og sennilega hefur þér aðeins fundizt fljótið vera Dóná vegna þess að þú hefur verið undir áhrifum bollalegginganna um Evrópuferðalagið í svefninum. Draumurinn er þér fyrir fjárhagslegum ávinningi, en hve miklum er erfitt að spá um. Þó að vatnið risi svona hátt í ánni, þarf ekki endilega að vera um svimandi háa upphæð að ræða. FÉLL ÚTBYRÐIS I DRAUMI! Kæri draumráðningaþáttur! Viltu vera svo góður að ráða fyrir mig þennan draum, sem bróður minn dreymdi stuttu eftir að hann réði sig í skipsrúm fyrir vertíðina í vetur. Honum fannst hann verá farinn að vinna á skipinu, sem heitir...og er gert út frá .... Þeir voru ekki farnir að leggja út netið, eða f iska á annan hátt, held- ur sigldu þeir bara út einhvern f jörð, sem hann vissi ekki hver var. Veðrið var gott og sjórinn stilltur. Allt í einu fannst bróður minum eins og hann missti jafnvægið og félli útbyrðis. Honum fannst eins og hann hrapaði lengi, áður en hann lenti loks í sjónum, ■ sem honum f annst vera ískaldur. Draumurinn endaði, þegar hann lenti í sjónum. Við höfum áhyggjur af þessum draumi, en höfum engum sagt hann. Þess vegna þætti okkur óumræði- lega gott, að þú réðir hann fyrir okkur. Með fyrirfram þökk. D.D. Það er á engan hátt fyrir slæmu að falla í sjó, þó að vel sé skiljanlegt, að draumurinn valdi ykkur áhyggj- ur. Líklega kvíðir bróðir þinn fyrir því að fara á sjó- inn, en það er óþarfi, því að samkvæmt þessum draumi mun hann hafa mikla ánægju af starfinu þar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.