Vikan - 26.12.1974, Qupperneq 4
SVIPMYNDIR
FRA PERLU
AUSTURSINS
Myndir og texti:
Jón Björgvinsson
Droparnir buldu á götunni, og
mynd bilanna blikaði I regnvotu
malbikinu. Það var eins og bil-
stjórarnir fylltust skyndilegri
heimþrá, er regnið tók að fossa
niður af himninum. Þeir þræddu
fram hjá holunum á miklum
hraða. Sporvagninn renndi sér
hins vegar eftir teinum sinum I
áttina að Western Market, þar
sem hann beygði niður að höfn-
inni og sveigði svo aftur vestur
Des Voeux stræti. Gluggunum
hafði verið rennt niður, svo kvöld-
loftiö lék frjálst um vagninn og
gerði manni hitann bærilegri. A
veggnum var skilti, sem bannaði
fólki að hrækja á gólf sporvagns-
ins, og annað, sem I stað þess að
áminna farþegana um heiðar-
leika, varaði þá við prettpm
miðasalans. „Gætið þess, að hann
gati miðana I ykkar viðurvist og
afhendi ekki notaða miða”.
Ég steig út I regnið og myrkrið
og komst I skjól við háhýsin, áður
en ég varð gegnvotur. Smellirnir,
sem bárust viða út um gluggarif-
ur, gáfu til kynna, að húsráðend-
ur sætu yfir Mahjong spili vin-
sælasta tómstundagamninu hér
um slóðir. í hliðargötu hafði mis-
litum flekum verið hlaðið upp
viö útveggi háhýsanna. Þetta
voru matsölustaðir kúlianna, kln-
Landrýmið er ekki mikið, og þá er bara að byggja upp á viö. A miili há-
hýsanna leynast hrörleg fátækrahverfin,.
Mtfúuf,-
m 1 í > t
r<’ • V WÉF/
Fæstar af þessum kinversku júnkum leita nokkru sinni til sjávar. Litlir
sampan bátar flytja ibúana á milli fyrir fáeina aura. Fargjaidið fyrir
útlendingana er mun meira.
4 VIKAN 52. TBL.