Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 4
eftir sérstöku kerfi, þ.e. sett sam- an lir þrlhyrningaformum. Nán- ari lýsing á húsinu verður ekki gefin að svo stöddu, enda vænleg- ast aö sjá þaö með eigin augum. Ný húsgögn Sigurvfk, heitir nýtt innflutn- ingsfyrirtæki, sem flytur inn hiis- gögn frá Cassina á Italiu. Þessi hiisgögn eru allt öðru vísi en við eigum að venjast hér héima, og „gifurlega smart" að sögn þeirra, sem hafa séð þau. Sigur- vfk sýnir þessi húsgögn á sýning- unni og auk þess hægindastól eftir hinn heimsfræga franska innan- husarkitekt, Le Corbousier. Mat- ur er alþjóðleg vara enda verður hann ekki utundan á þessari sýn- ingu. Nokkur matvælafyrirtæki, t.d. Sól h.f. og Vifilfell taka þátt í henni. Ef allt fer eins og ætlað er, koma þau til með að bjóða upp á eitthvað gómsætt svona af og til. Ekki er ljóst, hvort betra er að sofa i vatnsrúmi eða venjulegu rúmi, en það geta þeir, sem vilja, gengið ur skugga um, með þvi að kikja i bás A. Guðmundssonar á sýningunni. Vatnsrúm hefur aldrei áður verið til sýnis á Is- landi. Nýtt bón, Bryngljáinn, sem kynnt hefur verið i dagblöðum, verður lika til sýnis, og er það m.a. nýjung, eins og svo margt annað. Nýjung í eldhúsinnréttingum! Kalmar eldhúsinnréttingar sænsk gæðavara Ef þú vilt fá eldhúsinnréttingu nákvæmlega eins og þú þarfnast, þá ættir þú 'að kynna þér sænsku Kalmar eldhúsinnréttingarnar hjá Litaveri Margar tegundir skápa. Mikið úrval lita. Mál- aðar, plasthúðaðar eða úr við. Kalmar eld- húsinnréttingarnar, skapa rétta útlitið jafnt í nýium húsum sem gömlum. ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? LITAVER dfi GRENSÁSVEGI 18-22-24- SlMAR 82444 30480 Hér hefur verið rætt um það helsta, og merkilegasta, sem verður á Alþjóðlegu vörusýning- unni I Laugardalshöllinni, en auð- vitað er fjölda margt óupptalið enn. Það má ekki gleyma erlendu sýningunum. Pólverjar setja upp sérsýningu með þátttöku ýmissa pólskra fyrirtækja, en auk þess verður austurþýsk heilbrigðis- sýning „Maður i umhverfi sinu" sem hefur notið mikilla vinsælda, " þar sem hún hefur verið sett upp. Ekki er úr vegi að geta þess hér, að búningar sýningafreyja eru sérhannaður af Friði Ólafsdóttur, fatahönnuði, og alveg sérlega fallegír, segja þeir, sem hafa séð, Þessi sýning er sú stærsta sinn- ar tegundar hingað til. Þetta er vörusýning i 122 deildum, og á að verða nokkurs konar þverskurð- armynd af öllum þeim vörum, sem eru á markaðinum i heimin- um i dag. Magnús sagði, að sýn- ingar með þessu sniði hefðu gifur- legt auglýsingagildi, þar sem við- skiptavinum gæfist stórkostlegt tækifæri á að sjá, koma við, reyna að eigin ósk vöruna, auk þess að bera saman verð og gæði sömu vörutegunda. Svona sýning er á við þúsundir heilsiðu auglýsinga, sagði Magnús. Til marks um á- gæti og árangur, sem sýnendur telja sig fá af bátttöku, má geta þess, að 55 fyrirtæki hafa sýnt 2- svar, 20 fyrirtæki 3svar og 7 fyrir- tæki hafa alltaf verið með. Þau eru: Fr. Bertelsen, Olafur Kr. Sigurðsson, Hurðaiðjan, T. Hannesson og Co., Gunnar As- geirsson, Eimskip og Loftleiöir. A sýningum Kaupstefnunnar hafa alls 386 aðilar sýnt 439 sinn um, en þeir eru fulltrúar fyrir 1830framleiðendurfrá 491öndum. Sýningin í ár er afmælissýning, þvi nU eru 20 ár liðin frá þvi að fyrsta sýning Kaupstefnunnar var haldin. Hún var haldin i Mið- bæjarskólanum og þátttakendur, Sovétrlkin, Kina og Tékkó- slóvakla.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.