Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 19
Maöurinn minn er i megrun: i staö sykurs I kaffiö fær
hann sér einn koss — notiö þér sykur I kaffiö?!
andlit hans var blátt, hann andaði
ekki einu sinni.
„Vitlausi asninn þinn,” sagöi
pabbi. „Hvað hefurðu gert við
bróður þinn?” Mamma grét og
nuddaði hálsinn á David, icom
með glas af vatni handa honum,
lét hann lykta af ilmsalti. ,,Þú
vondi strákur,” sagði hún við
mig. „Vondi, vondi strákurinn
þinn”.
Síðan batnaði David, og
hann útskýröi allt og mamma og
pabbi töluðuaftur fallega til min.
„Þaö eru bara smábörn, sem trúa
á mannflugur”, sögðu þau við
mig.
Þau héldu áfram að segja þetta
við mig lengi á eftir, i hvert skipti
sem þau sáu mig sitjandi inni,
meðan David og hin börnin i göt-
unni léku sér úti i sólskininu: ég
sat þarna með flugnadrápara og
horfði á loftið og veggina.
Auðvitað var þetta bara striðni
i bróöur. minúm þessa nótt, en
þrátt fýrir það heyrði ég enn i
mannflugunni eftir að hann var
raunverulega sofnaður og fann
hana snerta mig með klistrugum
löppunum, og þetta hef ég heyrt
og fundið á hverri nóttu siðan.
Eins og ég sagði áður, er hann
horfinn núna. David bróðir minn,
svo er einnig um pabba og
mömmu. Litla systir min er núna
fullorðin gift kona með sina eigin
fjölskyldu og býr þrjú þúsund
milur i burtu i öðrum landshluta.
En ég er hér enn, og það er
mannflugan einnig, og nótt eina
veit ég að meðan ég ligg i myrkr-
inu og hlusta á suðið, mun hún
steypa sér niður og mylja mig
með kröftugum kjálkunum.
Aumingja konan min! Hún bara
skilur ekki af hverju ég sef alltaf
meö höfuðið undir koddanum.
Það var þannig með David, að
hann liktist pabba meir og meir. '
Eftir nokkur ár trúði hann ekki
heldur á mannfluguna, en ég helt
áfram að trúa. Það er þessvegna,
jafnvel meðan ég sit hérna meö
pennann i annarri hendi og skrifa,
sem ég er með fiugnadrápara i
hinni.
GI5SUR
GULIRASS
3/LL KAVANAGU &
FRANK FLETCUER.
37. TBL. VIKAN 19