Vikan

Tölublað

Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 17
býst við, að viö höfum verið komnir hálfa leið aö staðnum, þar sem pabbi hafði komið fyrir leigðu sólhlifinni, þegar það rann upp fyrir okkur — raunar rann það fyrst upp fyrir David. Hann snarstansaði, og ég lenti næstum þvi á honum. „Heyrðu, þetta efni, sem við vorum að kaupa handa Marty,” sagbi hann. „Var það ekki flugna- eitur?” Við stóðum þarna og horfðum hvor á annan, og tikallinn i lófan- um varð eins og heitt blý. ,,Eg er hræddur”, sagði ég. „0, það er ekkert að óttast” sagði David hlæjandi.en ég sá, að hann var hræddur lika. „Kannski ætluðu þeir bara að drepa nokkrar raunverulegar flugur i viðundrasýningunni”, sagði hann. „Flugur eru alls staðar, er það ekki? Billjónir og trilljónir af þeim. Ég þori aö veöja að núna eru tiu trilljón flug- ur á Coney Island.” Hann var að reyna aö sannfæra sjálfan sig, en sama myndin var að brjótast f huga hans og min- um: Marty, hróparinn, þarna út frá með mannfluguna, eltandi hana með skordýraeitrið og sprautandi þvi á hana á loftið, á veggina.... „Þeir drápu hana”, sagði ég, og allt i einu sat ég þarna i sandinum grátandi örlög viðundurs, sem ég hafði aldrei séð, viðundurs sem var hálf fluga og hálfur maður. Bróðir minn tók tikallinn úr hendi minni, fór yfir i næstu sjoppu og kom til baka meö tvo brjóstsyk- urmola. Pabbi, mamma og litla bamið voru enn þarna úti i vatn- inu að busla. „Komdu að synda”, sagði David eftir smástund, eða kannski sagði hann: „Sá sem verður síðastur út i....” og svo framvegis. Hvað um það: við stungum okkur i öldurnar. A sundinu skemmtum við okkur við aö horfa á fólkið og sólhlifa- mergöina og nutum síðan hins gómsæta matar, sem mamma hafði tekiö með að heiman, auk sérstakrar uppbótar af pylsum, eplasultu, kandls og is. Þaö var ekki fyrr en nokkrum tlmum seinna, þegar sólin var sest og viö höföum farið I þurr föt og vorum aö fara framhjá viðundrasýningunni á leið til 37. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.