Vikan

Tölublað

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 17
IR SKIPTIR bindindissemin varð rík í mér. — Svo braust stríðið út árið 1914, og ég var í Bretlandi öll stríðsárin, komst eiginlega ekki heim. Fyrir stríðið flæddi allt í mat — alls kon- ar fínheitum — I Englandi, ég hef aldrei vitað aðra eins matarveislu. Þ6 fannst mér, Islendingnum, í fyrstu eins og fólkið væri alltaf að éta gras, en ég vandist grænmet- inu fljótt og þótti það gott. En með stríðinu fór að verða knappt um mat og hann skammtaður, en ég fann nú aldrei neitt fyrir sulti af skammtinum fyrren þjóðverjar fóru að sökkva skipunum, sem fluttu kartöflur til Englands. Þá varð maðurstundum soltinn. — Ég kynntist góðu fólki 1 Eng- landi, miðstéttarfólki, sem mér fannst vera reglulegt fólk, en svo var þar líka til ,,fínt” fólk, sem var ósköp snobbað. En það skrítna var, að það var mikið dekur 1 almenn- ingi við þetta fólk. Það Stti ég ekki til, þótt ég snuðraði auðvitað I kringum konungshöllina til að vita, hvort ég sæi ekki framan í kónginn, en það varð nú aldrei af því. — Loftárásir voru nokkuð tíðar á London 1 fyrra stríðinu, og mað- ur var stundum svolltið hræddur, en það vandist smám saman af manni. Ég held það sé eitthvað, sem náttúran gefur. Einu sinni að kvöldlagi var ég að koma af sníðanámskeiði, og þá var gerð loft- árás. Undir sllkum kringumstæð- VESTURFÖR a um var vani að hlaupa einhvers staðar í skjól, og við hlupum þarna undir járnbrautarbrú, sem lá yfir byggingar skammt frá ánni. Ég fór eitthvað afsíðis og rakst þá á tvo eða þrjá menn, sem voru hálf- fullir. Þeir fóru eitthvað að tala við mig, og ég ansaði þeim með jái á ensku. Ég var nú montinn af góðri ensku, en þeir þóttust þó heyra á þessu eina orði, að ekki væri ég englendingur, og einn þeirra sagði: ,,You are German!” Ég þrætti fyrir það, en játaði samt, að ég væri ekki englendingur. ,,Nei, ég heyri það, auðvitað ertu þýskur spæjari! ” segir hann. ,,Ég veit það, því að égerskoti!” , Jæja” segi ég. ,,Ég er nú samt íslendingur! ” ,Já, vissi ég ekki,” segir hann. ,,Þaðeralveg þaðsama!” Og hann lét svo mikið, að ég lenti I hálfgerðum vandræð- um. Svo heimtar hann að fá að sjá passann minn. ,,Hef cngan passa handa þér!” ansaði ég og fór nú að verða heldur hortugur. Þarna var kominn hópur fólks, og hann segir því, að ég sé þjóð- verji og líklega þýskur spæjari. I hópnum var góðlegur maður, sem reyndi að fá hann ofan af þessari vitleysu, og þessi maður spyr mig, hvort ég geti sagt squirrel. Ég þóttist nú geta það. ,Já, þjóðverji hefði aldrei sagt það svona,” segir hann og ætlaði að Játa það duga. En sá skoski var ekki á því, sagðist ætla að sækja lögregluþjón og rauk af stað. Ég sá til hans, þar sem hann var að tala við lögregluþjón- inn skammt frá, en lögregluþjónn- inn virtist ekkert áfjáður í að koma með honum, svo ég labba heldur snúðugur til þeirra, ávarpa lög- regluþjðninn og segi, að mér finnist nú áhætta að láta svona menn ganga lausa, hann hrópi hér um, að ég sé þýskur spæjari. ,Ja,” segir lögregluþjónninn. ,,Hann segir, að þú viljir ekki sýna sér passann sinn. Hefurðu nokkurn passa?” „Auðvitað læt ég ekki svona fólk sjá passann minn,” segi ég, ,,hann er nú of dýrmætur til þess.” ,Já, rétt!” segir lögregluþjónninn,” en er þér sama, þótt ég sjái hann?” Ég átti nú eiginlega engan passa I vasanum, nema kort, sem ég hafði undirskrifað I Southport, en lög- regluþjónninn gerði sig alveg ánægðan með það. ,,Heyrðu, viltu að ég taki hann?” spyr hann 52. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.