Vikan

Tölublað

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 29
eins og hann vxri að búa sig undir að fara að sofa. „Beaufort er dálítið romantískur. Hann hefði verið reiðubúinn að leggja allar námur Salómons að veði gegn þér ,,Sem hann hafði vitaskuld ekki aðgang að.” ,,Rétt er það. En ég held, að hefði hann tapað, þá hefði hann ekki hikað við að stela til þess að greiða jafnvirði þína. Hann er svei mér mikill aðdáandi þinn. Því miður var það ég sem tapaði. En þeir dagar koma, að lánið leikur mann grátt.” Léttúð hans jók á reiði Marianes. Laglegt, óskammfeilið og brosandi andlit hans, gerði það að verkum, að reiðin varð óbærileg. ,,Og þú áttir von á því, að ég myndi greiða skuld þína?” sagði hún. ,,Guð sé oss nsestur, alls ekki! Þú ert vel upp alin, jafnvel þótt þú sért frönsk i aðra ættina. Ég var þess fullviss, að þú myndir vísa hin- um ameríska vini okkar til föður- húsanna. Og það gerðir þú líka, enda heyrði ég hann ríða á brott, og hér ert þú komin. En hvað ertu eiginlega að gera með þetta sverð? Leggðu það frá þér, áður en slys hlýst af. ’ ’ Hann rétti fram höndina, syfju- legri en áður, fyllti glas sitt og bar það að vörum sér. Marianne tók eftir dökkum roða, sem var byrjaður að leggja undir sig hefðarlegt andlit hans, og hún fylltist viðbjóði. Hann var þegar orðinn allþéttur. Hún sá hann bregða fingrunum taugaveiklunarlega inn undir háa mússulinshálsklútinn og losa um hann. Er hann txmdi dreggjarnar úr glasinu, horfði hún á hann með fyrirlitningu og sagði snöggt: „Stattu upp!” Önnur augabrún hans lyftist spyrj- andi. „Standi ég upp? Því þá það?” ,,Ekki vxnti ég þess, að þú xtlir að berjast við mig sitjandi í hxginda- stólnum.” Um leið og hún talaði, seildist hún eftir öðru sverði og fleygði því til hans. Hann greip það ósjálf- rátt, og ekki dró það úr reiði Mari- annes. Kannski var hann drukkinn, en ekki nóg til þess að gera hann klaufskan. Hann skorti jafnvel niður- Ixgjandi afsökun ofurölvunarinnar. Francis virti fyrir sér sverðseggina af kátbroslegri undrun. „Berjast? Við hvern á ég að berjast?” ,,Mig! Ristu á fxtur! Þú hefur móðgað mig freklega með því að gera mig að skotspxni. Nú vil ég fá tækifæri til þess að rétta hlut minn. Nafn mitt leyfir ekki, að ég láti misgjörðir við mig óhegnt.” ,,I framtíðinni muntu bera mitt nafn, og ég hef rétt til þess að gera hvað sem mér þóknast við eigin- konu mína,” greip Francis hranalega fram í fyrir .henni. ,,Þú ert mín, bæði af líkama og sál, og sama gildir um eignir þínar. Þú ert ekkert - nema eiginkona min! Hættu því þessum kjánaskap og leggðu frá þér sverðið. Þú veist hvort eð er ekki, hvað þú átt við það að gera.” Marianne beygði sveigjanlegt sverðið milli handa sér og brosti af fyrirlitningu. ,,Hvað það snertir, Cranmere lá- varður, þá skaltu sjá til. Auk þess var nafnið, sem ég skírskotaði til, ekki þitt. Þvi hef ég algjörlega hafnað. Ég á við nafnið d’Assenat. Þú hefur saurgað það nafn og móðg- að mig persónulega. Og það sver ég að þú munt ekki lifa nógu lengi til þess að hælast um yfir því. ’ ’ Hæðnishlátur Francis rauf orðræðu hennar. Marianne hlustaði án þess að kveinka sér, en hann lá aftur á bak i stólnum. Hann hafði ekki augun af loftinu og munnur hans var galopinn, og hann skellihló. Maður- inn, sem hafði birst henni þessar síðustu mínútur, var svo gjörólikur þeim, sem hún hafði haldið hann vera, að framkoma hans megnaði ekki einu sinni að særa hana. Á þessu augnabliki bærðist engin til- finning í brjósti hennar. Þjáning- in kæmi seinna. Núna var Marianne undir áhrifum þeirrar opinberunar, sem reiðin hafði kallað fram. En Francis barðist enn við hláturinn. „Veistu ekki að þú ert ósigrandi? Sennilega er það franska blóðið, sem gerir þig svona dramatíska. Hver og einn, er sæi þig núna, svona grænklædda og ekki ósvipuð Nemes- is, myndi deyja úr hlátri og vart trúa sínum eigin augum. Láttu nú g ::ða - áleggspylsur Rúllupylsa Spæipylsa Bjórskinka Mortadella Túngupylsa Hangikjöt Malakoff Lambasteik Servelatpylsa Lyonpylsa Bringupylsa Skinkupylsa Svínarúllupylsa Tepylsa Raftaskinka Lifrakæfa 7 Landsins fjölbreyttasta framleiðsla af áleggspylsum. fyrir gódan mat 52.TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.