Vikan

Tölublað

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 2
Þegar við fórum á stúfana til að fá fóik til að skreyta fyrir okkur veisluborð, leyfðum við okkur að vera það bjartsýn að vonast til að geta talið a.m.k. einn karlmann á að vera með. En að fá þrjá herra til að spreyta sig á borðskreytingum var framar og ofar öllum okkar vonum. Við ákváðum því að snúa dæminu við, I tilefni margrómaðs kvennaárs, sem reyndar er á síðasta snúning, en hér mega fylgja óskir um, að það haldi áfram I hugum og hjört- um sem flestra um ókomin ár. Við gáfum því kvenfólkinu frí, að undanskildum einum verðugum fulltrúa, Steinunni Lárusdóttur, húsmóður, en fulltrúar karlkynsins eru: Hermann Ragnar Stefánsson danskennari, Sigmundur Guð- mundsson flugumferðastjóri og Hilmar B. Jónsson veitingastjóri Hótels Loftleiða. Skilyrðin, sem við settum skreyt- ingameisturum okkar, voru þau, að þau notuðu aðeins borðbúnað og muni, sem til væru á heimilun- um, og þau önnuðust sjálf allan undirbúning. Að vísu fékk Hilm- ar undanþágu hjá okkur, þar eð hann var nýfluttur, ög.skreytti hann bví jólaborð á vinnustað sínum, Steinunn hefur lagt á borð fyrir fjóra 'á stóru kringlóttu borði, sem hún hefur lagt á rauðan jóladúk, en eftir borðinu þveru og endilöngu liggja mynstraðir reflar, og stór kringlóttur sþegill leggur áherslu á miðju borðsins. Á honum standa svo 'rauð kerti, sem speglast og varþa ævintýraljóma yfir borðið. Steinunn með jólasveinafjölskyld- una, sem hún bjó til úr filti• og notaf síðan sem hettur yfir öl- og vínflöskur. Síðustu hönd á borðskreytinguna lagði Steinunn með því að taka lófafylli sína af hnetum og kasta yfir borðið.. brother vasareiknivél ifc HENTUG JÓLAGJÖF. íji FYRIR ÁRAMÓTARUPPGJÖRIÐ BORGARFELL SKÓLAVÖRÐUSTiG 23 SÍMI 11372 TEGUND 408AD VERÐ KR. 6.795.- 2 VIKAN 52. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.