Vikan

Tölublað

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 31
skalt berjast við mig! Verðu hendur þinar, eða ég sver það við nafn móður minnar, sem þú hefur móðgað, að ég mun reka þig í gegn!” Francis varð eirrauður í framan af reiði. Grá augu hans loguðu af heift. Á þessu augnabliki gat Marianne lesið í þeim nakta, tryllta morð- fýsn. Hann greip til sverðsins, sem lá á borðinu, og réðist á hana, en í augum hans var djöfullegur glampi. , Jæja, hafðu það eins og þú vilt,” muldraði hann. Marianne rykkti af sér pilsinu með snöggri hreyfingu, en það hafði verið hreyfingum hennar ttl trafala, og þarna stóð hún í stígvélum og stuttbuxum. Hún var þegar á varð- bergi. Bros lék um varir Francis, er hann sá þessa löngu, mjóu fætur og mjaðmir. Silkibuxurnar féllu þétt að þessari líffærafræðilegu fullkomn- un. „Guð minn góður, þvílíkt sköpu- lag! Og ég, sem hélt, að þetta hjónaband hefði ekkert meira upp á bjóða! Fyrir andartaki síðan var ég meira að segja staðráðinn í því að drepa þig. Svei mér þá, ef ég geri mig ekki bara ánægðan með að af- vopna þig eða kannski særa þig lítil- lega, svona rétt til þess að gera þig hæfilega auðmjúka, þannig að ég geti komið fram hjúskaparlegum rétti mxnum. Foli þarf að fá að kenna á svipunni, annars lætur hann ekki að stjórn, en þó má ekki brjóta niður vilja hans. Ég vil, að hestar minir séu með eld i æðum!” Um leið og hann sagði þetta, réðist hann til atlögu. Honum hljóp kapp I kinn, og trylltur glampi var i augum hans. Marianne sá nú í fyrsta sinn grimmdina leika um þær varir, er húin hafði einungis vænst blíðuat- lota af. Francis lýsti því í einstök- um atriðum, hvers hún mætti vænta, þegar hann hefði hana algjörlega á valdi sinu. Síðustu leifar sjálfs- stjórnar hans fiöruðu út, er hann mætti fyrirlitningu þessarar sautján ára gömlu stúlku. Ekkert var eftir nema logandi hatur, og hvað sem það kostaði, var hann staðráðinn i þvi að láta hana lúta vilja sínum. Marianne var svo upptekin af sinni eigin eymd og andstyggð, að hún hlustaði, án þess að skilja almenni- lega, hvað hann var að fara. Sú dá- samlega mynd, sem hún hafði gert sér af Francis, var smám saman að hrynja til grunna, og eftir var ekki annað en hálfdrukkinn maður, sem hreytti út úr sér blótsyrðum. ! stað viðbjóðs tók nú við óbilgirnin og löngunin til þess að drepa. En smátt og smátt þagnaði þessi andstyggilega rödd, og undrunar- svipur kom í stað reiðinnar í þöndu andliti Francis, undrun sem varð brátt kvíðablandin. Þessi granna, dökkleita stúlka með ögrandi, sæ- græn augu barðist af fimi og nákvæmni hins þaulreynda hólm- göngumanns. Hann reyndi að sæta lagi, en allt kom fyrir ekki. Odd- hvasst, skínandi sverðsblaðið virtist vera alls staðar í senn, og sveigjan- legur úlnliður Mariannes margfaldaði hreyfingar þess hundrað, nei þúsund sinnum. Stúlkan barðist eins og tígrisdýr, fór I kringum andstæðing sinn og skipti stöðugt um stellingar. Það glumdi stanslaust I sverðunum, og þau mættust af æ meiri þunga, og Marianne neyddi Francis Cran- mere I þá stöðu, að hún gæti náð til hans og drepið hann. En hinn ungi Cranmere lávarður var eins og allir úr vinahópi prins- ins fimur I íþróttum og góður skylmingarmaður. Samt var hann kominn í vörn gegn þessari lipru, grænklæddu stúlku, sem réðist til atlögu við hann að því er virdst úr öllum áttum I senn. Henni tókst að bera af sér alla tilburði hans, er hann reyndi að koma á hana lagi. Fallegt andlit hennar var svipbrigðalaust, en Francis sá, hvernig augu hennar skutu gneist- um, og hann var ekki I nokkrum vafa um, að hún naut þessa augna- bliks innilega. Sú óþægilega tilfinn- ing greip hann, að hún væri einungis að leika sér að honum. Jafnframt herptist kok hans saman, og skyndi- leg girnd gagntók hann. Hún hafði aldrei verið svona yndisleg . og eggj- andi. f hita baráttunnar hafði roði færst í mjúkar kinnar hennar og varir. Fíngerð undirföt hennar voru gegnblaut af svita og þau límdust við lokkandi líkama hennar. Þau voru flegin um hálsmálið og það CHINON TAKIÐ KVIKMYNDIR UM JÓLIN Kvikmyndavélar sýningavélar kvikmyndaljós ALLT TIL LJÓSMYNDUNAR Austurstraeti 6 Sími 22955 Allir hafa þörf fyrir að vera eigingjarnir ein- hvern tíma. Láttu bara eftir þér svolitla eigin- girni, þú verður hress- ari á eftir. Þú virðist eiga erfitt með að gera þér grein fyrir tilfinn- ingum þínum I ann- arra garð. Það þurfa ekki allar athafnir að stjórnast af skynsemi, láttu til- finningarnar ráða ferð- inni öðru hvoru. Gættu þín að festast ekki I gömlum kredd- um, jólahald þarf ekki að vera alltaf með sama sniði. Jólahaldið hefur geng- ið nærri þér. Ef und- irbúningurinn þarf að taka svona langan tíma fyrir hver jól, gæti það leitt til þess, að þreyt- an komi I veg fyrir alla ánægju af jólunum sjálfum. Miklar breytingar virð- ast I aðsigi. Tilfinn- ingalíf þitt er óvenju fjölskrúðugt. Sýndu þeim, sem yngri eru, þolinmæði, jólin eru hátíð þeirra yngstu. Þessi jól verða þér sér- staklega minnisstæð. Gerðu ekki of miklar kröfur. Það er hægt að halda jól, án þess að hver einasti hlutur heimilisins sé I föstum skorðum. Þú virðist alltaf ætla að fram- kvæma það ómögu- lega, mundu, að hug- arfarið er þýðingar- mest. Þörf fyrir viðurkenn- ingu annarra angrar þig. Þú virðist ekki gera þér grein fyrir, að þú gætir hafa hlotið aðdáun annarra, án þess að nokkur hefði orð á því. Reyndu að hvíla þig yfir jólin. 52. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.