Vikan

Issue

Vikan - 19.02.1976, Page 2

Vikan - 19.02.1976, Page 2
UNCU HJONIN Ot INNMtSTOKKSM Matartiminn Kostaöi þau KK 599.516.00 Brothættur, en fallegur handmálaður postu- línslampi frá Ita/íu. Verð kr. 7.595,- Eftir hjónabandstilkynningum dagblaðanna aö dæma, virðist hjónabandið síður en svo á undanhaldi, og jafnvel þótt fólk búi saman í svokölluðu pappírslausu hjónabandi, þurfa allir þak yfir höfuðið, rúm til að sofa í og stóla og borð til að matast við. Ákaflega margir reyna að koma sér upp eigin húsnæði og vinna að því í öllum frístundum, en aftur á móti eru það færri, sem smíða sín eigin framtíðarhúsgögn. Margir gera sér þó bráða- birgðahúsgögn, sem sjðar, er fjárhagurinn vænkast, er ekið á haugana. Skemmtilegast er sjálfsagt að fá með eigin höndum aö smíða og koma sér upp innbúi, en það eru ekki nema fagmenn og þeir fáu, sem allt leikur í höndunum á, sem ráðast í slíkt. Aörir velja þá leið að gera húsleit í kjöllurum og á háaloftum skyldmenna og vina í leit að gömlum munum, sem hægt er með litlum kostnaði, en oft mikilli fyrirhöfn, að gera upp. Árangurinn er vel þess virði, og engin rúðubréf með afborgunarkröfum fyrir húsgögn hrella það heimilið. En fyrir þá, sem ekki treysta sér til að koma upp búslóö á ofangreinda vegu, er ekki um annað að ræða en að ganga á milli húsgagna- verslana borgarinnar, sem telja hátt á þriðja tug. Það er reyndar síður en svo, að þetta sé neitt örþrifaráð, því allar eru þessar verslanir glæsilega búnar alls kyns húsmunum við allra hæfi og fyrir allra pyngju. Okkur lék forvitni á að athuga og taka saman hve mikili kostnaður væri við að koma upp heimili, ef miðað er við, að keypt séu aðeins þau húsgögn, er fólk telur sig ekki geta veriö án. Því fengum við að fylgjast með ungu hjónunum Andreu Gísladóttur og Árna Inga- syni, þegar þau fóru á stúfana til að velja húsgögn í 2 herbergja íbúð sína við Asparfell. Til að spara bæði tíma og bensín var ákveðið aö aka ,,þangaö sem sólarlagið er fegurst" vestur í bæ að JL-húsinu við Hringbraut, þar sem hægt er að kaupa á einum og sama stað flest, sem prýöa má eina íbúð og reyndar einnig vikurplötur til að byggja húsið úr. Þau Andrea og Árni höfðu nokkuð ákveðnar húgmyndir um það, sem þau vanhagaði um og höfðu gert áætlun um, hve miklu þau mættu eyða. Einnig vildu þau leggja áherslu á að velja íslenska framleiðslu og stilla verði I hóf. Viö b\(í* 'ðum uppi á fimmtu hæðinni ( svefnherbbrgisdeildinni, Þv( Andreu og Árna var ofarlega í huga að eignast gott rúm. Fólk Eldhúsborð og 4 stólar úr massífri furu i munkastíl. Verð kr. 107.000. - eyðir nú einu sinni fast að því hálfri ævinni í rúminu og ætti því með góðri samvisku að geta keypt sér gott og vandað rúm. Þau féllu fyrir hjónarúmi með tvöfaldri dýnu og fallegum hvítmáluðum járngafli. Rúmið, sem er hannað og smíðað hérlendis, er á hjólum, svo auðvelt er að rúlla því til, þegar þarf að þrífa undir því. Í stað náttborða völdu þau sér tvo hvítmál- aða kolla með yfirdekktum svampsetum til að leggja fötin á. Og til þess að þurfa ekki að stíga fram á kalt gólfið á morgnana fengu þau sér rya-mottur 70x120 á stærð, til aö hafa sitt hvorum megin við rúmið. Stofuhúsgögnin voru auðvitað stærsta fjár- festingin. Andrea og Árni gengu beint að Santiago-sófasettinu, svo það fór ekki á milli mála, að bæði voru jafn ákveðin í þv(, að þetta sófasett og ekkert annað skyldi fá að standa í stofunni hjá þeim. Sófasettið samanstendur af 3-sæta og 2-sæta sófum, auk þægilegs hæg- indastóls. Armarnir eru allir færanlegir, svo að ending áklæðisins (100% bómullarflauel) verð- ur tvöföld, ef miðað er við að hægt sé að skipta á púöum. Á púðum og sessum eru rennilásar, þannig að ef slys ber að höndum er hægt að senda áklæðið í hreinsun. Nú vantaöi auðvitað sófaborð, en vandinn var bara að velja á milli ótal gerða og stærða. 2 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.