Vikan

Eksemplar

Vikan - 13.05.1976, Side 13

Vikan - 13.05.1976, Side 13
reykja og drekka, og skólastjórinn gerir hvorugt svo almenningur viti. En hvernig stendur á því, að hann má fara öðru hvoru inn á ónafn- greint hótel og drekka sig útúrfull- an og keyra svo heim á eftir? I raun og veru skiptir það mig engu máli, en það er þetta fólk, sem galar hæst: „Unglingavandamál”. Ég get ósköp vel viðurkennt, að ég drekk. En 3—4 síðustu böll, sem ég hef farið á, hef ég verið ófull og skemmt mér alveg konunglega. En þá hefur það glumið í eyrunum á mér eftir böllin, að ég hafi verið útúrfull. Hvernig á ég að fara að því að breyta hugsunarhætti pabba? Hann er alltaf að rausa um krakka, sem hann sér undir áhrifum, en minnist ekki á fullorðna fólkið. Hvað lestu svo úr skriftinni og hvernig er stafsetningin? Hvernig fara saman tvíburastelpa og drekastrákur? Hver er happatala tvíburans? _. , r , Ein onatngreind. Tvískinnungur fullorÖinna í við- horfi til ýmissa ,,lífsvenja” hefur valdið mörgum unglingum heila- brotum, þar ert þú aðeins ein af mörgum. Einhvem veginn virðist margir fullorðnir líta öðrum augum mistök framin t ölœði, ef þar er um ungling að rceða, sem ekki hefur náð hinum lögboðna aldursstimþli. Fullorðnum til málsbóta má þó nefna, að ef til vill hafa þeir þar í huga, að því fyrr sem unglingar temji sér ýmsa ,,ósiði'’ fullorðinna, því erftðari verði þeir viðureignar. Pósturinn verðurað játa, að hann telur þig allt of unga til að drekka vín á skemmtunum. Hins vegar getur hann ekki séð neitt athuga- vert við, að foreldrar, sem eiga börn áþínum aldri, vceru aðeins farnir að frœða börnin sín um vínnotkun, til dcemis með þvt að bjóða þeim borðvtn með mat, kenna þeim að vara sig á áhrifum vtnstns og þekkja víntegundirnar, áhrif þeirra og bragðgceði. Geri þeir það ekki er hcett við að börn þeirra verði sér úti um þessa frceðslu á annan og mun ócesktlegri hátt, til dcemis t kunn- ingjahóþi, þar sem hver cesir annan upp, og þar geta mistökin orðið fáfróðum unglingum sorglega dýr- keypt. Reyndu að tala af hreinskilni við pabba þinn og leiða honum fyrir sjónir, að engum er til gððs að slinga höfðinu í sandinn og lyfta því aðeins upp öðru hvoru til þess að gefa frá sér órökstuddar staðhæf ingar. Hvað skólastjórann þinn varðar, vona ég að dómar þínir um hann stjórnist að einhverju leyti af óbil- gimi unglingsins gagnvart þeim sem hann telur eiga að vera hátt yfir gagnrýni hafna. Skólastjórar eru aðeins menn en ekki guðir og eiga fullan rétt á að lifa sínu einkalífi án sleggjudóma nemenda. Skriftin er enn mjög ómótuð. Úr henni má þó lesa fljótfærni og hreinlyndi. Stafsetningin er alls ekki svo slæm, en þér hættir til að gera villur t fljótfærni. Tvíburastelpa og drekastrákur dragast ósjálfrátt hvort að öðru en eiga alls ekki skap saman. Tvtburar hafa alls ekki allir sömu happatölu, það fer allt eftir fæðingardegi hvers og eins. AÐ GRÆÐA SAMAN KAKTUSA. Kæri Póstur! Getur þú gefið mér upplýsingar um hvernig á að græða saman tvær tegundir af kaktus. Vonast eftir svari sem fyrst. Kær kveðja, blómaunnandi. Þetta mun þvt miður vera það mikið nákvæmnisverk, að aðeins munu erlendir kunnáttumenn koma þar við sögu. Þeir kaktusar, sem fengist hafa t blómabúðum, munu allir vera fengnir erlendis frá. Aðalvandinn við verkið er að húðin þarf að mætast á alveg sér- stakan hátt og tslenskir garðyrkju- menn ekki talið þetta á stnu valdi enn sem komið er. ji/ S-rrpe- 'VTnrr. Kolbrún Gunnarsdóttir, Sóley Halldórsdóttir, Ragnheiður Áma- dóttir, Margrét A. Kristjánsdóttir og Sigríður Skúladóttir, allar á hér- aðsskólanum Núpi.Dýrafirði, óska eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 15—16 ára. Áhugamál eru margvísleg og mynd óskast með fyrsta bréfi. ALLAR TEGUNDIR IIMIMRÉTTIIMGA Að gera nýja íbúð úr gamalli er mjög heillandi og skemmtilegt verkefnl Það útheimtir rlkt hugmyndaflug og hagleik. Það er okkur sór- stök ánægja aö leiðbeina fólki í þessum efn- um. Við komum á staöinn, ræðum hugmynd- ir beggja aðila, gerum áætlanir og síðan föst verötilboð A þennan hátt veit viðskiptavinur- inn hver kostnaðurinn er og getur hagað fjár- hagsáætlun sinni samkvæmt þvi. ELDHUSINNRETTINGAR! Ef þér þarfnist ráðlegginga eöa aöstoóar, veitum viö fúslega allar upplýsingar. KLÆÐA- SKAPAR gerum föstverútilboö i allar tegundir innréttinga lí!=_ =01 HIIM VIIMSÆLU allar IngimiHr iiuurétliiuja Tréval hf. Súóarvogi 28 86894 20. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.