Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.09.1976, Qupperneq 33

Vikan - 23.09.1976, Qupperneq 33
Aleta drottning safnar um sig ráðgjöfum sínum og lætur þá segja sér, hvernig málin standa, Henni er léttir að heyra, að ekki virðist þurfa að óttast vandræði af hálfu nágrannanna. Friðsæl ár eru í vændum. Zilla var einkaritari drottningar á leiðinni frá Tangiers, en nú hefur hún næga aðstoðar- menn, og hann hefur ekkert að gera. Hann ráfar um í reiðileysi. Hann er einmana. Þá sér hann allt í einu kunnugt andlit meðal ókunnugra. Tamia, litla ambáttin, sem Aleta keypti í Tangiers. Þeim báðum kunnugt um þær reglur sem gilda um þræla, en þau eru ung, og þau hætta á stefnumót. Þau verða ástfangin, og í sæluvímunni verður kæruleysið þeim að falli. ,,Aha, þið hér að makka," rymur i verðinum. ,,i dýflissuna með ykkur!" ,,En þú ert of girnileg til að henda þér í dýflissu". Og hann kemur með uppá- stungu, sem æsir Zilla svo upp, að hann hefði drepiö manninn, ef verðir hefðu ekki komið honum til aðstoðar. (£,' KinB'Feature* Syndicaf, tnc., 1976. Wortd right« rtnrvd. Zilla og Tamia biöa hlekkjuð í dýflissunni, meöan vörðurinn skundar á fund drottning- ar og væntir hróss fyrir árvekni sína. Næsta vika — Fjársjóðurinn. 2-22 39. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.