Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 09.12.1976, Blaðsíða 31
langt um liði mátti búast við mikilli snjókomu. ,,Það á eftir að snjóa í alla nótt,” sagði Colin. ,,Ég þori að veðja að á morgun verður kominn hnédjúpur snjór.” Spádómurinn hljómaði vel í eyr- um þeirra. ,,Við skulum búa til snjókall,” sagði Michael. „Hamingjan góða,” sagði Colin, ,,ég hef ekki búið til snjókall síðan ég var — siðan ég var fjögra ára.” ,,Ég trúi því ekki að það sé neinn hægðarleikur,” sagði Bridget. ,,Ég meina að maður verður að kunna það.” „Við gætum búið til mynd af Poirot,” sagði Colin. „Sett á hann svart yfirskegg. Það er til skegg uppi í skúffu.” „Mér er ómögulegt að skilja,” sagði Michael hugsi, „hvernig Poi- rot hefur getað verið leynilögreglu- maður. Ég skil ekki að hann hafi nokkurn tíma getað dulbúið sig.” „Ég veit,” sagði Bridget, „og það er ómögulegt að imynda sér hann á hlaupum með stækkunargler í leit að vegsummerkjum eða að mæla fótspor.” „Mér dettur nokkuð i hug,” sagði Colin. „Við skulum gantast við hann!” „Hvað meinarðu með því?” spurði Bridget. „Nú, setja á svið fyrir hann morð.” „Þetta er alveg æðisleg hug- mynd,” sagði Bridget. „Þú átt við lík í snjónum og allt það?” „Já. Það ætti svo sannarlega við hann, haldið þið það ekki?” Bridget flissaði. ,, Ég veit það nú ekki. ’ ’ „Ef það snjóar,” sagði Colin, „höfum við kjörna sviðssetningu. Lik og spor — við verðum að hugsa það mál vel og við verðum að hnupla einum af rýtingunum hans afa og búa til blóð. ” Þau stönsuðu og tóku að ræða málið af kappi algerlega ónæm fyrir snjónum, sem féll í sifellu. „Það er litabaukur i gömlu skóla- stofunni. Við getum blandað okkur svolitið af blóði — purpurarautt eða einhvern veginn svoleiðis.” „ Purpurarautt er einum of blá- leitt held ég,” sagði Bridget. „Það þarf að vera brúnna.” „Hver ætlar að leika líkið?” spurði Michael. „Ég verðlikið,” flýtti Bridget sér að segja. „Nei, heyrðu mig nú,” sagði Colin. „Hver stakk upp á þessu." „Það er alveg sama,” sagði Bridget, „það verður að vera ég. Það verður að vera stúlka. Falleg stúlka liggur látin í snjónum.” „Falleg stúlka! Ah-ha,” sagði Michael hæðnislega. „Svo er ég með svart hár,” sagði Bridget. „Hvað kemur það málinu við?" „Það sker sig svo greinilega úr í snjónum, og svo verð ég í rauðu náttfötunum minum." „Ef þú verður í rauðum náttföt- um þá sjást ekki blóðsletturnar,” sagði Michael. NÝJAR BÆKUR FRÁ ÆGIStJTGÁFUNNI V M P y ss .Imiírf Isadora Wing er einhver skemmtilegasta og viðkvæmasta and-hetja, sem fram hefur komið í nýrri skáldsögu. Hún hefur ekki stjórn á dagdraumum sínum. Altekin fælni, sem veldur því að hún þorir ekki að fljúga, en leyfir sér þó ekki að forðast flugvélar. Isadora segir frá ævintýrum sínum og skakkaföllum með þeirri algeru hreinskilni, sem um aldir hefur aðeins karlmönnum leyfst. Vafalaust er þetta umdeUd bók. Djarfari en við eigum að venjast, en þrungin lifsspeki og frábærlega vel skrifuð. Hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna selst í risaupp- lögum og hlotið lofsamlega dóma. Fólk er oftast viðfangsefni Ágústar, en hugstæðastar eru honum þær persónur, sem orðið hafa utangarðs eða fara ekki alfaraleiðir. Honum er einkar lagið að skyggnast und- ir yfirborðið, finna að oft búa sterkar tilfinningar og slær heitt hjarta í tötrum klæddum Ukama, undir hrjúfu yfirborði. Hér slæðast þó með i förina, andans jörfar og skörungar. Má þar nefna Sigurð Einars- son, Hannibal, Stein Steinarr að ógleymdum Utt þekktum mannvini Éggerti Lárussyni. Um allt þetta er fjallað af skilningi og samúð og það er von okkar að þessi yfirlætis- lausa bók, verði öllum til ánægju er hana eignast og lesa. Sú staðreynd, að Utið þjóðarbrot norðan frá Dumbshafi skuU i milljóna-hafinu, hafa haldið eðli sínu og tungu í heila öld, vekur í senn stolt og furðu. Vissulega er okkur skylt að minnast af- mælisins og þessi bók er lítið framlag i þá veru. Lesandinn verður nokkru fróðari um alla þá erfiðleika sem við var að striða og feril landnemanna tU þessa dags. Myndin skýrist og veru- lega vegna fjölda mynda sem hér má lita. Vetumóttakyrrur, Jónasar Árnasonar, er bók sem allir ungir sem aldnir, geta notið og ættu að eignast. Þar fer saman frábær stU- snilld, frásagnagleði, sem fáum er gefin og hæfni Jónasar til að skyggnast undir yfirborð- ið er óviðjafnanleg. Honum verður að söguefni margt það sem öðrum sést yfir og tekst að færa í þann búning sem verk hans öU bera vitni. Eitt stærsta skip veraldar er á siglingu um heimshöfin með fjölda far- þega. JóUn eru i nánd og gleðskapur mikiU um borð. SkyndUega breytist allt i hrikalegan harmleik. Skipið verður fyrir flóðbylgju og hvolfir á svipstundu. Erfiðleikarnir reynast ótrúlegir og hópurinn reynist ærið sundurleitur þegar á reynir. Þetta er bók ársins. ÆGISÚTGÁFAN Sólvallugötu 74, sími: 14219. 50. TBL. VIKAN 31 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.