Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1976, Blaðsíða 81

Vikan - 09.12.1976, Blaðsíða 81
SNARA FUGL- ARANS og rútubíllinn var látinn í gang. Hann var að hugsa um að fá sér hænublund þarna í sólskininu. Úr fjarlægð heyrði hann að litlu telp- urnar voru farnar að syngja á leið sinni upp að kirkjunni. Yndislegt, hugsaði hann. Loksins gafst smá- stund til þess að hvíla sig. 19. Milan Kliment og Jan Bruzek óku nú inn á grasflötina. En áður höfðu þeir þurft að bakka til þess að hleypa hinum þremur úr sér gengnu Volkswagenbílum og rútu- bílnum út á veginn. Þeir höfðu verið ólmir alveg frá þvi þeir misstu sjónar á gulbrúna Fordinum. Þó að þeir kæmu nú auga á hann, þar sem hann stóð við hliðina á rútubíl, bætti það ekkert úr skák. ,,Þær eru hér,” sagði Milan og rödd hans var jafnþungbúin og and- litið. ,,Hér hafa þær þá verið allan tímann,” hreytti Jan út úr sér. ,,Þú hefðir átt að taka eftir því er við fórum hér framhjá.” Hann hafði ekið, en Milan átti að hafa gætur á bílnum. „Ekki frekar en þú. Til hvers þurftirðu líka að aka svona hratt?” Þú veist svarið við því, sagði Jan við sjálfan sig. Við misstum sjónar á þeim vegna þess að þú vildir endilega að við hefðum samband við Merano. Það tekur okkur aðeins tvær eða í mesta lagi fimm mínútur sagðir þú. Konurnar aka lúshægt og við náum þeim eins og skot. Auk þess verðum við að koma síðustu skilaboðum Bohns til þeirra í Mer- ano. En þetta tók að minnsta kosti tiu mínútur, enda urðum við að koma skilaboðum í gegnum hlust- unarstöð þessa Austur-Þjóðverja og þaðan til Ludviks. Og þvi næst urðum við að bíða eftir fyrirskip- unum frá Ludvik. Hvernig vildirðu að ég æki, þegar við vorum loksins komnir út á þjóðveginn aftur og enginn Ford sjáanlegur? Þær hljóta að hafa aukið hraðann sagðir þú og slíkt hið sama gerði ég. „Svona, flýttu þér nú.” Við hverja sekúndu er leið jókst óþol- inmæði Milans. Jan hafði stöðvað Fíatinn gegnt rútubílnum. Hann snéri honum nú við, þannig að hann vissi út að veginum. Þannig ættu ekki að verða neinar tafir, ef þeir þyrftu skyndilega að yfirgefa stað- inn. En þessi smátöf varð enn einn ásteytingarsteinn þeirra i milli. Milan var kominn út úr bílnum áður en búið var að drepa á honum. „Flýttu þér,” endurtók hann. Hann leit yfir grasflötina og í áttina að manninum, sem lá endilangur á bekknum. „Við vekjum þennan þrjót og reynum að fá einhverjar upplýsingar hjá honum.” Þeir gengu í áttina að borðinu. Hugsanir Milans voru myrkar. Öheppni hafði elt þá alla leiðina. (Þeir í Prag myndu nefna það öðru nafni.) Hann gat eins vel játað það fyrir sjálfum sér, að þeim höfðu orðið á mistök æ ofan í æ, ef frá var talinn þessi örlitli sigur þeirra í Merano, er þeir höfðu fundið græna Mercedesbílinn. Von þeirra hafði glæðst, en því næst höfðu tekið við endalaus vonbrigði. „En héðan í frá,” sagði hann við Jan, „verða okkur ekki á nein mistök. Ég er búinn að fá mig fullsaddan á þeim.” „Okkur tókst vel upp í Vin,” sagði Jan. Þeir höfðu komið Alois Pokorny duglega fyrir kattarnef. „En kallarðu það ekki mistök að skilja eftir vitni?” „Við vorum ekki einir um að van- meta Krieger. Ludvik...” „Rétt er það.” Tveir af mönnum Ludviks voru nú úr leik, annar með höfuðkúpubrot, en hinn kjálkabrot- inn og nokkrum tönnum fátækari. „Hann ætti þá að skilja betur aðstöðu okkar.” „Já, og sér í lagi vegna þess að við þurftum að notast við þennan bannsetta þjóðverja sem millilið. En hvers vegna var það nauðsyn- legt?” „Vegna þess,” sagði Milan háðskur, „að þetta eru svo miklir perluvinir okkar. Austur þjóðverj- amir eru einnig með bækistöð í Merano og við fengum að njóta góðs af því.” „Ég held samt að þetta hafi verið glappaskot. Við eigum að annast okkar eigin fjarskiptaþjónustu.” „Þú ættir að segja Hrádek það.” Jan beindi reiði sinni að hættu- minna skotmarki. „Hvað em aust- ur-þjóðverjarnir eiginlega að vilja í Suður-Týról? Þeir hafa komið sér fyrir hér en ekki við. Auk þess hef ég alltaf kunnað illa við þá.” „Þeir em að ýta undir þjóðemis- sinnana að gera nóungum af þessu tagi lífið leitt.” Milan leit með fyrirlitningu á ítalann, sem lá mak- indalega á bekknum. Hann þreif í öxlina á honum og hristi hann duglega. Tommaso hafði verið með augun aftur og vonast til þess að þessir útlendingar myndu ekki ónáða hann. (Hann var friðsamur maður að nálgast fertugt og kominn með dálitla istm.) Auk þess skildi hann ekki orð af því sem þeir sögðu og gat því ekkert talað við þá. En svo fann hann að þrifið var í öxl hans. Porca miseria. En sú framkoma, hugsaði hann og opnaði augun. Hann ýtti hattinum frá augunum og við honum blöstu tvö reiðileg andlit. Hvað hef ég nú gert af mér? Hann settist upp og horfði á mennina. Sá dökkhærði hafði orð fyrir NÝTT SÝNINGARTJALD blátt. Loksins kom tjald sem endur- varpar réttum litum. Eiginleikar tjalddúksins eru þeir, að litir verða eins og þeir voru upphaflega myndaðir. Á tæknimáli er þetta kallað að endurvinna réttan lithita. Lampi í sýningarvél gefur litun- um rauðan blæ. Þessi rauði litur er leiðréttur á bláu tjaldinu. Litirnir verða réttari. Þetta er leyndarmálið að baki bláa tjaldsins. Skuggamyndir og kvikmyndir verða með sannari litum. Komið og sjáið muninn. ,44 Austurstræfi 6 Simi 22955 50. TBL. VIKAN 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.