Vikan


Vikan - 11.08.1977, Blaðsíða 5

Vikan - 11.08.1977, Blaðsíða 5
Þessar myndir af ABBA tók Ragnar Th. Sigurðsson á hljómleikum i Gautaborg. þessi fjögur ár, sem þau hafa starfað saman svo að segja hvern einasta dag. ABBA er ekki bara hljómsveit heldur og tvö hjóna- bönd. ,,Við erum öll sammál um, að tvennt er mikilvægast fyrir okkur," segja þau, fjölskyldulífið og vinnan." Við höfum svo margt til að tala um. Við lesum öll mikið og hlustum á tónlist annarra t.d. Eltons John og Eagles. Við teflum líka skák og höfum gaman af því að horfa á íshokkí í sjónvarpinu. Við getumsetið heilan dag og rætt um hlutina fram og aftur. Þess vegna höfum við víst aldrei rifist." EINS OG EIN STÓR FJÖLSKYLDA Vinsældir ABBA höfðu dálítil vandræði í för með sér fyrir Agnethu. Hún hafði þá eignast dótturina Lindu og vildi helst vera heima hjá henni. ,,Ég grét, þegar við komum heim og Linda þekkti mig ekki," segir hún. ,,Ég þráði að hafa Lindu hjá mér, en nú er hún orðin fjögurra ára og ég er búin að fá ágætis barnfóstru. Linda veit núna að við komum heim aftur, þegar við förum í ferðalög." Annifrid og Benny eiga, eins og áður sagði, fjögur börn alls — tvö hvort frá fyrri hjónaböndum. ,,Við erum eins og ein stór fjölskylda," segja þau. ,,Börnin hafa þekkst jafn lengi og við sjálf og þau leika sér oft saman. Þau eru bara eins og systkini og eiga vel saman." í sambandi við einkalífið má geta þess að þau hafa mjög ólíkar svefnvenjur. Frida og Benny vaka oft lengi á kvöldin og vilja gjarna sofa frameftir á morgnana, en Björn og Agnetha fara aftur á móti oft snemma í háttinn, stundum klukkan átta eða níu á kvöldin. Strákarnir, Benny og Björn, sofa yfirleitt mjög vel, en Frida og Agnetha segjast stundum vakna upp um miðja nótt og spyrja sjálfa sig: ,,Hve lengi skyldi þetta ganga svona vel?" Þær segjast stundum vaka heilar nætur og hugsa um þetta. ,,Því lengur sem maður vakir, þeim mun ruglaðri verður maður.... FRAMTÍÐIN Já, hversu lengi verður þetta svona? Yfirleitt hafa þau í ABBA samt ekki miklar áhyggjur af því — þau hafa hreinlega ekki tíma til þess. Þau vonast til þess að geta haldið upp á tíu ára afmæli „Waterloo," þegar þar að kemur. Björn og Benny segjast líka ætla að halda áfram að semja saman, þótt ABBA hverfi af sviðinu. Þau þurfa í það minnsta ekki að hafa neinar áhyggjur af fjármál- um í framtíðinni, því Stickan hefur séð fyrir því. Hann hefur fjárfest fyrir ABBA-fyrirtækið í málverk- um, listasafni og bókaútgáfu. Plöturnar eiga lika eftir að skila sínum hlut inn á næstu árum, og það líður áreiðanlega á löngu áður en ABBA syngur sitt síðasta. 32. TBL. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.