Vikan - 11.08.1977, Blaðsíða 55
Kolkrabbar í dýragörðum, sem
þjást af einmanakennd, fremja
sjálfsmorð með því að éta sína
eigin griparma.
Risakolkrabbinn hefur stærra
auga en nokkur önnur lifandi vera,
það er stærra en höfuð fullorðins
manns.
★
Kvenfólkið í Kashmír skiptir um
föt einu sinni á ári — á vorin.
★
Laun þeirra hæstlaunuðu í Engl-
andi eru nokkuð há. 10% þeirra fá
laun, sem eru 15 sinnum hærri en
laun 10% þeirra lægstlaunuðu. En
í Bandaríkjunum eru laun þeirra
hæstlaunuðu 29 sinnum hærri en
þeirra lægstlaunuðu, og í Frakk-
landi eru þau 76 sinnum hærri!
★
Simpansi nokkur Pierré að nafni,
málaði myndir af fullum krafti.
Myndir hans seldust vel og
gagnrýnendur hældu þeim áður
en allt komst upp. Pierre var mjög
taugaveiklaður og hann át einn
banana á mínútu að meðaltali,
þegar hann var að mála.
★
★
Kjúklingar og gæsir í Bretlandi
framleiða sex milljónir tonna af
úrgangi á ári. Svín gefa af sér
aðeins eina milljón en kýr fram-
leiða hvorki meira né minna en 100
milljónir tonna á ári.
★
Það mun vera gamall siður hjá
kvenfólki í Perú, þegar það finnur
óvanalega Ijóta kartöflu, að
hlaupa með hana að næsta
karlmanni og klessa henni í andlit
hans.
★
Ormategund nokkur (sem er
sníkjudýr) býr um sig undir
augnalokum flóðhestsins og lifir
góðu lífi á tárum hans.
★
Robert Spears var ákærður fyrir
morð í Bandaríkjunum, en saklaus
fundinn, þegar hann bar fyrir sig
að um sjálfsvörn hefði verið að
ræða. Tekið var fram í kærunni að
hann hefði fleygt líkinu í Ohio-ána.
Eftir að sýknudómurinn hafði
verið kveðinn upp og hann látinn
laus var hann samstundis kærður
aftur — og nú fyrir að henda rusli i
ána!
★
Þegar það fréttist árið 1851 að
fyrirhugað væri að setja bað-
herbergi í Hvíta húsið í Bandaríkj-
unum, urðu uppi háværar raddir
um óþarfa eyðslusemi.
★
Lifandi apa rak á land í Englandi
þegar stríðið við Napóleon stóð
yfir. Hann var tekinn fastur og
álitið að þarna væri kominn
njósnari frakka. Apinn hafði enga
verjendur og að málalokum var
hann leiddur út og hengdur.
★
WILJIRÐU
GOTT
• • •
lappa af í næði, eða þá hitta
setustofu, veitingasal eða
þá er að leita til Hótel Esju.
angað er auðvelt að komast
aka erfiðar umferðargötur, og
tisvagna er rétt við hótelið.
arnar og jþróttahöllin í Laugardal,
tistaðir af ýmsu tagi
næsta nagrenni. Næsta heimsókn
inn verður skemmtileg tilbreyting
og góð hvíld.
OMIN Á HÓTEL ESJU
— SIMI 82200
Tíu sinnum fleiri mexikanar deyja
af flugnabiti en slöngubiti.
32. TBL. VIKAN 55